Dæmd fyrir að aka vísvitandi á konu á bílaplani Atli Ísleifsson skrifar 13. nóvember 2023 11:14 Dómari mat hæfilega refsingu sex mánaða fangelsi en að fresta skuli fullnustu og hún niður falla, haldi konan skilorð í tvö ár. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konu í hálfs árs fangelsi og greiðslu miskabóta fyrir að hafa ekið vísvitandi á konu á bílaplani við verslun Nettó í júní 2021. Fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún niður falla, haldi konan almennt skilorð í tvö ár. Konan var ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og umferðarlagabrot með því að hafa ekið bíl sínum að konu þar sem hún var að ganga í burtu þannig að hún hafnaði uppi á vélarhlíf bílsins. Ákærða hafi svo haldið akstrinum áfram nokkurn spöl þar til konan féll í jörðina. „Í framhaldi yfirgaf ákærða vettvang án þess að sinna skyldum sínum við umferðaróhappið og ók á brott frá vettvangi án þess að veita konunni hjálp,“ segir í ákæru. Ennfremur segir að þessu hafi brotaþoli hlotið fjölmarga áverka, meðal annars heilahristing, kúlu á enni, yfirborðsáverka og hruflsár ofan við innanverða hægri augabrún, brotna hægri framtönn, sár á vör, nefi, lófum, fótlegg og hné. Brotaþoli sagði andlegar afleiðingar árásarinnar þó hafa verið meiri. Konan játaði afdráttarlaust sök í málinu og viðurkenndi bótaskyldu. Taldi dómari að ekki yrði horft framhjá því að hafi ekið bíl sínum „að því er telja [verði] vísvitandi á brotaþola og [ekið] svo á brott án þess að kanna hvernig statt væri um brotaþola. Er hvort tveggja í eðli sínu ámælisvert og horfir til refsiþyngingar.“ Við ákvörðun refsingar var einnig tekið tillit til þess að hún hafi ekki áður gerst sek um refsiverða háttsemi, auk þess að dráttur hafi orðið á meðferð málsins. Dómari mat hæfilega refsingu sex mánaða fangelsi en að fresta skuli fullnustu og hún niður falla, haldi konan skilorð í tvö ár. Farið var fram á að ákærða myndi greiða fimm milljónir króna í miskabætur, en var niðurstaða dómara 400 þúsund krónur. Konan var jafnframt dæmd til að greiða 1,3 milljónir króna í sakarkostnað. Dómsmál Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira
Fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún niður falla, haldi konan almennt skilorð í tvö ár. Konan var ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og umferðarlagabrot með því að hafa ekið bíl sínum að konu þar sem hún var að ganga í burtu þannig að hún hafnaði uppi á vélarhlíf bílsins. Ákærða hafi svo haldið akstrinum áfram nokkurn spöl þar til konan féll í jörðina. „Í framhaldi yfirgaf ákærða vettvang án þess að sinna skyldum sínum við umferðaróhappið og ók á brott frá vettvangi án þess að veita konunni hjálp,“ segir í ákæru. Ennfremur segir að þessu hafi brotaþoli hlotið fjölmarga áverka, meðal annars heilahristing, kúlu á enni, yfirborðsáverka og hruflsár ofan við innanverða hægri augabrún, brotna hægri framtönn, sár á vör, nefi, lófum, fótlegg og hné. Brotaþoli sagði andlegar afleiðingar árásarinnar þó hafa verið meiri. Konan játaði afdráttarlaust sök í málinu og viðurkenndi bótaskyldu. Taldi dómari að ekki yrði horft framhjá því að hafi ekið bíl sínum „að því er telja [verði] vísvitandi á brotaþola og [ekið] svo á brott án þess að kanna hvernig statt væri um brotaþola. Er hvort tveggja í eðli sínu ámælisvert og horfir til refsiþyngingar.“ Við ákvörðun refsingar var einnig tekið tillit til þess að hún hafi ekki áður gerst sek um refsiverða háttsemi, auk þess að dráttur hafi orðið á meðferð málsins. Dómari mat hæfilega refsingu sex mánaða fangelsi en að fresta skuli fullnustu og hún niður falla, haldi konan skilorð í tvö ár. Farið var fram á að ákærða myndi greiða fimm milljónir króna í miskabætur, en var niðurstaða dómara 400 þúsund krónur. Konan var jafnframt dæmd til að greiða 1,3 milljónir króna í sakarkostnað.
Dómsmál Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira