David Cameron nýr utanríkisráðherra Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2023 10:27 David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og núverandi utanríkisráðherra. AP/Alberto Pezzali David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hefur verið skipaður í embætti utanríkisráðherra. Rishi Sunak, forsætisráðherra, rak Suella Braverman úr embætti innanríkisráðherra í morgun og réði James Celverly, fyrrverandi utanríkisráðherra, í stað hennar. Braverman hafði gagnrýnt það hvernig lögregluyfirvöld í Bretlandi tóku á mótmælum gegn hernaði Ísraela á Gasaströndinni. Sakaði hún lögregluna um að taka á vinstri sinnuðum mótmælendum með silkihönskum og taka á hægri sinnuðum mótmælendum af meiri hörku. David Cameron var forsætisráðherra fyrir Íhaldsflokkinn frá 2010 til 2016. Hann hefur ekki setið á þingi en þar sem ráðherrar þurfa að vera þingmenn mun Cameron taka sæti í Lávarðadeild breska þingsins, samkvæmt frétt Guardian. The Rt Hon @David_Cameron has been appointed Secretary of State for Foreign, Commonwealth and Development Affairs @FCDOGovUK pic.twitter.com/r9fL9dIgzs— UK Prime Minister (@10DowningStreet) November 13, 2023 Cameron sagði af sér eftir að meirihluti breskra kjósenda greiddi atkvæði með því að Bretar segðu sig úr Evrópusambandinu. Cameron var andvígur því en samþykkti að halda þjóðaratkvæðagreiðslu til að þagga niður í háværum hópi þingmanna Íhaldsflokksins. Hann barðist fyrir því að Bretar yrðu áfram í Evrópusambandinu. Athygli hefur vakið að undanfarin ár hefur Cameron komið að stjórn fjárfestinasjóðs sem talinn er tengjast yfirvöldum í Kína. Cameron hefur skrifað yfirlýsingu á X (áður Twitter) þar sem hann segist hafa glaður orðið við þeirri beðni um að taka við embættinu. Hann segir Breta standa frammi fyrir ýmsum áskorununm á alþjóðasviðinu og þar á meðal séu stríðin í Úkraínu og á Gasaströndinni. Hann segir að á þessum róstursömu tímum sé mikilvægt fyrir Breta að standa við bak bandamanna sinna, styrkja vinasambönd og tryggja að raddir þeirra heyrist á alþjóðasviðinu. „Þó ég hafi ekki verið viðloðinn stjórnmál undanfarin sjö ár, vona ég að reynsla mín, sem leiðtogi Íhaldsflokksins í ellefu ár og forsætisráðherra í sex, muni reynast mér vel í að aðstoða forsætisráðherrann í að takast á við áðurnefndar áskoranir,“ skrifaði Cameron meðal annars. The Prime Minister has asked me to serve as his Foreign Secretary and I have gladly accepted.We are facing a daunting set of international challenges, including the war in Ukraine and the crisis in the Middle East. At this time of profound global change, it has rarely been more — David Cameron (@David_Cameron) November 13, 2023 Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Braverman hafði gagnrýnt það hvernig lögregluyfirvöld í Bretlandi tóku á mótmælum gegn hernaði Ísraela á Gasaströndinni. Sakaði hún lögregluna um að taka á vinstri sinnuðum mótmælendum með silkihönskum og taka á hægri sinnuðum mótmælendum af meiri hörku. David Cameron var forsætisráðherra fyrir Íhaldsflokkinn frá 2010 til 2016. Hann hefur ekki setið á þingi en þar sem ráðherrar þurfa að vera þingmenn mun Cameron taka sæti í Lávarðadeild breska þingsins, samkvæmt frétt Guardian. The Rt Hon @David_Cameron has been appointed Secretary of State for Foreign, Commonwealth and Development Affairs @FCDOGovUK pic.twitter.com/r9fL9dIgzs— UK Prime Minister (@10DowningStreet) November 13, 2023 Cameron sagði af sér eftir að meirihluti breskra kjósenda greiddi atkvæði með því að Bretar segðu sig úr Evrópusambandinu. Cameron var andvígur því en samþykkti að halda þjóðaratkvæðagreiðslu til að þagga niður í háværum hópi þingmanna Íhaldsflokksins. Hann barðist fyrir því að Bretar yrðu áfram í Evrópusambandinu. Athygli hefur vakið að undanfarin ár hefur Cameron komið að stjórn fjárfestinasjóðs sem talinn er tengjast yfirvöldum í Kína. Cameron hefur skrifað yfirlýsingu á X (áður Twitter) þar sem hann segist hafa glaður orðið við þeirri beðni um að taka við embættinu. Hann segir Breta standa frammi fyrir ýmsum áskorununm á alþjóðasviðinu og þar á meðal séu stríðin í Úkraínu og á Gasaströndinni. Hann segir að á þessum róstursömu tímum sé mikilvægt fyrir Breta að standa við bak bandamanna sinna, styrkja vinasambönd og tryggja að raddir þeirra heyrist á alþjóðasviðinu. „Þó ég hafi ekki verið viðloðinn stjórnmál undanfarin sjö ár, vona ég að reynsla mín, sem leiðtogi Íhaldsflokksins í ellefu ár og forsætisráðherra í sex, muni reynast mér vel í að aðstoða forsætisráðherrann í að takast á við áðurnefndar áskoranir,“ skrifaði Cameron meðal annars. The Prime Minister has asked me to serve as his Foreign Secretary and I have gladly accepted.We are facing a daunting set of international challenges, including the war in Ukraine and the crisis in the Middle East. At this time of profound global change, it has rarely been more — David Cameron (@David_Cameron) November 13, 2023
Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira