Eru þau reið við rangan mann? Guðbjörn Jónsson skrifar 13. nóvember 2023 08:00 Mér var nokkuð brugðið mánudag 6. nóv., er ég las á Vísi.is, reiðiskrif frá formönnum VR, og Hagsmunasamtaka heimilanna (HH), þar sem þau gera kröfu til forsætisráðherra, um að reka Seðlabankastjóra úr starfi. Þegar ég las yfir grein þeirra, gat ég ekki betur séð en að reiði þeirra væri að verulegu leyti byggð á misskilningi hvað varðar meintar valdheimildir Seðlabankastjóra. Seðlabankinn starfar eftir lögum um Seðlabanka nr. 92/2019. Þar segir í 1. gr. að: „Seðlabanki Íslands er sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins sem heyrir undir ráðherra.“Og II. kafli heitir Stjórnskipulag. Í 3. gr. Yfirstjórn segir að: „Seðlabankastjóri stýrir og ber ábyrgð á starfsemi og rekstri Seðlabanka Íslands og fer með ákvörðunarvald í öllum málefnum bankans sem ekki eru falin öðrum með lögum.“ Öll mikilvægustu málefni Seðlabankans eru í lögunum sett undir þrjár nefndir: Peningastefnunefnd, Fjármálastöðugleikanefnd og Fjármálaeftirlitsnefnd, sem allar eru skipaðar 5-7 mönnum og hver nefnd greiðir atkvæði um málsmeðferð. Sjálfsákvörðun Seðlabankastjóra virðist því ekki vera á viðkvæmari málum. 6. gr. heitir. Kosning bankaráðs. Þar segir svo í upphafi: „Kjósa skal bankaráð Seðlabanka Íslands að loknum kosningum til Alþingis. Bankaráð skipa sjö fulltrúar kjörnir hlutbundinni kosningu af Alþingi ásamt jafnmörgum til vara. Hvorki má kjósa til setu í bankaráði stjórnarmenn eða starfsmenn eftirlitsskyldra aðila né eigendur virkra eignarhluta í eftirlitsskyldum aðilum. Sama á við um alþingismenn,“ Segja má að mikilvægasta starfsemi Seðlabankans skiptist í þrjár mikilvægar nefndir, Fyrst skal þar nefna Peningastefnunefnd. Hennar hlutverk er að taka: „Ákvarðanir um beitingu stjórntækja bankans í peningamálum,“..... „Ákvarðanir peningastefnunefndar skulu grundvallast á markmiði um stöðugt verðlag og byggjast á vönduðu mati á ástandi og horfum í efnahagsmálum.“ „Í peningastefnunefnd situr seðlabankastjóri, varaseðlabankastjóri peningastefnu, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika og tveir sérfræðingar á sviði efnahags- og peningamála sem ráðherra skipar til fimm ára í senn. ..... „Seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar og er varaseðlabankastjóri peningastefnu staðgengill hans.“ Í IV. kafla er: „Fjármálastöðugleikanefnd.“ Í fjármálastöðugleikanefnd situr seðlabankastjóri, varaseðlabankastjórar og þrír sérfræðingar í málefnum fjármálamarkaðar eða hagfræði sem ráðherra,,-- skipar til 5 ára í senn. Verkefni fjármálastöðugleikanefndar eru að: a.leggja mat á ástand og horfur í fjármálakerfinu, kerfisáhættu og fjármálastöðugleika,“ V. kafli. Fjármálaeftirlitsnefnd. „Í fjármálaeftirlitsnefnd sitja seðlabankastjóri, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika og þrír sérfræðingar í málefnum fjármálamarkaðar skipaðir af ráðherra sem fer með málefni fjármálaeftirlits. --- Seðlabankastjóri er formaður fjármálaeftirlitsnefndar og er varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits staðgengill hans“ Hér að framan var rétt drepið á hvernig stjórnskipulag Seðlabankans er. Þessar þrjár nefndir fjalla um öll mál, hver á sínu sviði, og greiða atkvæði um niðurstöður. Það bendir til að það sé ekki einn maður sem sé ábyrgur fyrir því sem Seðlabanki ákveður, því í 3. gr. „Yfirstjórn“ segir að: „Seðlabankastjóri stýrir og ber ábyrgð á starfsemi og rekstri Seðlabanka Íslands og fer með ákvörðunarvald í öllum málefnum bankans sem ekki eru falin öðrum með lögum.“ Í lögunum segir að stjórnir aðalnefnda greiði atkvæði á fundum sínumum þau málefni sem til umfjöllunar eru. Það ætti því að vera nokkuð ljóst að varla er við seðlabankastjóra einan að sakast. Í 19. gr. laganna um Seðlabankann segir að: „Til að framfylgja aðgerðum Seðlabanka Íslands í peningamálum og til að efla og varðveita fjármálastöðugleika getur bankinn veitt viðskiptabönkum, sparisjóðum og öðrum sem hafa heimild til að taka við innlánum frá almenningi samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki lán með kaupum á verðbréfum eða á annan hátt gegn tryggingum sem Seðlabankinn metur hæfar.“ „22. gr.Vextir. Seðlabanki Íslands ákveður vexti af innlánum við bankann, af lánum sem hann veitir og af verðbréfum sem hann gefur út.“ Hér hef ég pikkað út mikilvægustu atriðin í lögum um Seðlabanka Íslands, en það eru fleiri atriði sem þarf að hafa í huga. Eitt er það að öll lán sem Seðlabankinn lánar eru „eingreiðslulán“ með fyrirfram ákveðnum vöxtum sem taka engum breytingum á lánstímanum. Í lögum um neytendalán nr. 33/2013, er í 5. gr. fjallað um merkingu hugtaka í þeim lögum, sem og reglugerðum settum á grundvelli þeirra. Í 5. gr. Q segir að: „q.] 1)Stýrivextir:Vextir af lánum sem Seðlabanki Íslands veitir, sbr. [ákvæði laga]4)um Seðlabanka Íslands.“ Hér er mikilægt atriði til að muna. Þegar Seðlabanki veitir lán, hvort sem það er lausafé eða útgefin verðbréf, er hver lánasamningur með tilgreindri vaxtatölu. Og þar sem lánið er „eingreiðslulán“, er sú vaxtatala óbreytt til greiðsludags. Nú auglýsir Seðlabankinn hækkun stýrivaxta. Það táknar ekki að breyting verði á þeim lánum sem þegar hafa verið veitt. Seðlabankinn er í raun að tilkynna, að frá og með þeim degi verði stýrivextir NÝRRA, útlána hækkaðir í hina auglýstu tölu. Undarleg viðbrögð viðskiptabankanna Viðskiptabankarnir eiga sjálfir að taka ákvörðun um hvaða vexti þeir setja á innlán og útlán. En vaxtaákvörðun sýna þurfa bankarnir að byggja á raunhæfum forsendum úr eigin rekstri. Því á þeim forsendum byggist geta þeirra til greiðslu vaxta af innlánum. Allar ákvarðanir um breytingar á vaxtagreiðslum eiga bankarnir að tilkynna Seðlabanka, svo hann geti birt þær upplýsingar á peningamálasíðu sinni. En hér verðum við að gæta að því að tilkynning um hækkun stýrivaxta hjá Seðlabanka, hækkar ekkert vexti á þegar veittum lánum frá Seðlabanka. Einungis er verið að tilkynna um hækkun stýrivaxta nýrra lána, sem veitt verða frá og með þeim degi sem auglýsing er birt. Vaxtahækkanir viðskiptabankanna Öðru máli gegnir með tilkynningar viðskiptabankanna um vaxtahækkanir. Flest útlán þeirra eru með svokölluðum „Breytilegum vöxtum“, sem þýðir í raun að allar vaxtabreytingar sem verða á lánstímanum, hækka vexti lánasamnings. Lánasamningur getur verið með föstum vöxtum allan tímann, eða fastir vextir í tiltekin ár með heimild til endurskoðunar á X margra ára millibili (3, 5, 7 ,9). Á hverjum endurskoðunartímum er vaxtatala tekin til endurskoðunar, yfirleitt á forsendum lánveitanda. Erfiðust viðureignar af útlánum bankanna eru löng fasteignalán, með breytilegum skuldabréfavöxtum. Ef lánið er svonefnt „húsnæðislán“, á það líklegast að vera reiknað út sem „jafngreiðslulán“, þar sem allar „greiðslur“ (afborgana og vaxta), eiga að vera sama krónutala alla gjalddaga lánsins. Ef slíkt lán væri verðtryggt, á verðtrygging að reiknast á hverja greiðslu fyrir sig og höfuðstóll lækkar um krónutölu afborgunar hverju sinni. Mín niðurstaða er þessi. Það er mín skoðun að t.d. þau stéttarfélög sem eru ósátt við lánastofnanir síðan Seðlabanki hóf núverandi ferli með 13 hækkunum stýrivaxta. Þeir sem vilja kvarta geta t. d. bent á að tilkynning um hækkun stýrivaxta hækkar ekkert vexti þegar veittra lána Seðlabankans en er tilkynning um að næsta lán sem Seðlabanki veitir. Öðru máli gegnir með stjórnendur viðskiptabankanna okkar. Þeir eiga að vera sér meðvitaðir um að stýrivextir eru eingöngu aðvörun frá Seðlabanka til lánastofnana um að ofþensla sé í útlánum og þörf á samdrætti í útlánum. Benda má á að í bókhaldi færist kostnaður vegna greiddra stýrivaxta á vaxtakostnað yfirstjórnar en ekki á vaxtagreiðslur vegna útlána. Allt bendir því til að lánastofnanir hafi heldur betur hlaupið á sig er þeir ruku til að hækka útlánavexti. Einnig má benda bankamönnum á að sá greiðsluseðill sem birtur var með upphaflegi fréttinni þann 6.11. 2023 var ekki með útreikning frá neinum löglegum lánareikni. Hagstæðasta lánsform 40 ára húsnæðisláns er jafngreiðslulán en það form hafa Íslenskir bankar aldrei vilja nota. En að lokum þetta. Það var dapurlegt að lesa ádeilugrein framangreinda formanna á hendur Seðlabankastjóra, því stýrivextir Seðlabanka koma hvergi nærri útlánabókum viðskiptabankanna. Það voru því stjórnendur viðskiptabankanna sem notuðu hækkanir stýrivaxta Seðlabanka til forsendulausra vaxtahækkana útlána. Mæli með að þeir setjist við að reikna hækkanir til baka. Höfundur er fyrrv. fulltrúi í hagdeild banka, síðar fjármálaráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Mér var nokkuð brugðið mánudag 6. nóv., er ég las á Vísi.is, reiðiskrif frá formönnum VR, og Hagsmunasamtaka heimilanna (HH), þar sem þau gera kröfu til forsætisráðherra, um að reka Seðlabankastjóra úr starfi. Þegar ég las yfir grein þeirra, gat ég ekki betur séð en að reiði þeirra væri að verulegu leyti byggð á misskilningi hvað varðar meintar valdheimildir Seðlabankastjóra. Seðlabankinn starfar eftir lögum um Seðlabanka nr. 92/2019. Þar segir í 1. gr. að: „Seðlabanki Íslands er sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins sem heyrir undir ráðherra.“Og II. kafli heitir Stjórnskipulag. Í 3. gr. Yfirstjórn segir að: „Seðlabankastjóri stýrir og ber ábyrgð á starfsemi og rekstri Seðlabanka Íslands og fer með ákvörðunarvald í öllum málefnum bankans sem ekki eru falin öðrum með lögum.“ Öll mikilvægustu málefni Seðlabankans eru í lögunum sett undir þrjár nefndir: Peningastefnunefnd, Fjármálastöðugleikanefnd og Fjármálaeftirlitsnefnd, sem allar eru skipaðar 5-7 mönnum og hver nefnd greiðir atkvæði um málsmeðferð. Sjálfsákvörðun Seðlabankastjóra virðist því ekki vera á viðkvæmari málum. 6. gr. heitir. Kosning bankaráðs. Þar segir svo í upphafi: „Kjósa skal bankaráð Seðlabanka Íslands að loknum kosningum til Alþingis. Bankaráð skipa sjö fulltrúar kjörnir hlutbundinni kosningu af Alþingi ásamt jafnmörgum til vara. Hvorki má kjósa til setu í bankaráði stjórnarmenn eða starfsmenn eftirlitsskyldra aðila né eigendur virkra eignarhluta í eftirlitsskyldum aðilum. Sama á við um alþingismenn,“ Segja má að mikilvægasta starfsemi Seðlabankans skiptist í þrjár mikilvægar nefndir, Fyrst skal þar nefna Peningastefnunefnd. Hennar hlutverk er að taka: „Ákvarðanir um beitingu stjórntækja bankans í peningamálum,“..... „Ákvarðanir peningastefnunefndar skulu grundvallast á markmiði um stöðugt verðlag og byggjast á vönduðu mati á ástandi og horfum í efnahagsmálum.“ „Í peningastefnunefnd situr seðlabankastjóri, varaseðlabankastjóri peningastefnu, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika og tveir sérfræðingar á sviði efnahags- og peningamála sem ráðherra skipar til fimm ára í senn. ..... „Seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar og er varaseðlabankastjóri peningastefnu staðgengill hans.“ Í IV. kafla er: „Fjármálastöðugleikanefnd.“ Í fjármálastöðugleikanefnd situr seðlabankastjóri, varaseðlabankastjórar og þrír sérfræðingar í málefnum fjármálamarkaðar eða hagfræði sem ráðherra,,-- skipar til 5 ára í senn. Verkefni fjármálastöðugleikanefndar eru að: a.leggja mat á ástand og horfur í fjármálakerfinu, kerfisáhættu og fjármálastöðugleika,“ V. kafli. Fjármálaeftirlitsnefnd. „Í fjármálaeftirlitsnefnd sitja seðlabankastjóri, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika og þrír sérfræðingar í málefnum fjármálamarkaðar skipaðir af ráðherra sem fer með málefni fjármálaeftirlits. --- Seðlabankastjóri er formaður fjármálaeftirlitsnefndar og er varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits staðgengill hans“ Hér að framan var rétt drepið á hvernig stjórnskipulag Seðlabankans er. Þessar þrjár nefndir fjalla um öll mál, hver á sínu sviði, og greiða atkvæði um niðurstöður. Það bendir til að það sé ekki einn maður sem sé ábyrgur fyrir því sem Seðlabanki ákveður, því í 3. gr. „Yfirstjórn“ segir að: „Seðlabankastjóri stýrir og ber ábyrgð á starfsemi og rekstri Seðlabanka Íslands og fer með ákvörðunarvald í öllum málefnum bankans sem ekki eru falin öðrum með lögum.“ Í lögunum segir að stjórnir aðalnefnda greiði atkvæði á fundum sínumum þau málefni sem til umfjöllunar eru. Það ætti því að vera nokkuð ljóst að varla er við seðlabankastjóra einan að sakast. Í 19. gr. laganna um Seðlabankann segir að: „Til að framfylgja aðgerðum Seðlabanka Íslands í peningamálum og til að efla og varðveita fjármálastöðugleika getur bankinn veitt viðskiptabönkum, sparisjóðum og öðrum sem hafa heimild til að taka við innlánum frá almenningi samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki lán með kaupum á verðbréfum eða á annan hátt gegn tryggingum sem Seðlabankinn metur hæfar.“ „22. gr.Vextir. Seðlabanki Íslands ákveður vexti af innlánum við bankann, af lánum sem hann veitir og af verðbréfum sem hann gefur út.“ Hér hef ég pikkað út mikilvægustu atriðin í lögum um Seðlabanka Íslands, en það eru fleiri atriði sem þarf að hafa í huga. Eitt er það að öll lán sem Seðlabankinn lánar eru „eingreiðslulán“ með fyrirfram ákveðnum vöxtum sem taka engum breytingum á lánstímanum. Í lögum um neytendalán nr. 33/2013, er í 5. gr. fjallað um merkingu hugtaka í þeim lögum, sem og reglugerðum settum á grundvelli þeirra. Í 5. gr. Q segir að: „q.] 1)Stýrivextir:Vextir af lánum sem Seðlabanki Íslands veitir, sbr. [ákvæði laga]4)um Seðlabanka Íslands.“ Hér er mikilægt atriði til að muna. Þegar Seðlabanki veitir lán, hvort sem það er lausafé eða útgefin verðbréf, er hver lánasamningur með tilgreindri vaxtatölu. Og þar sem lánið er „eingreiðslulán“, er sú vaxtatala óbreytt til greiðsludags. Nú auglýsir Seðlabankinn hækkun stýrivaxta. Það táknar ekki að breyting verði á þeim lánum sem þegar hafa verið veitt. Seðlabankinn er í raun að tilkynna, að frá og með þeim degi verði stýrivextir NÝRRA, útlána hækkaðir í hina auglýstu tölu. Undarleg viðbrögð viðskiptabankanna Viðskiptabankarnir eiga sjálfir að taka ákvörðun um hvaða vexti þeir setja á innlán og útlán. En vaxtaákvörðun sýna þurfa bankarnir að byggja á raunhæfum forsendum úr eigin rekstri. Því á þeim forsendum byggist geta þeirra til greiðslu vaxta af innlánum. Allar ákvarðanir um breytingar á vaxtagreiðslum eiga bankarnir að tilkynna Seðlabanka, svo hann geti birt þær upplýsingar á peningamálasíðu sinni. En hér verðum við að gæta að því að tilkynning um hækkun stýrivaxta hjá Seðlabanka, hækkar ekkert vexti á þegar veittum lánum frá Seðlabanka. Einungis er verið að tilkynna um hækkun stýrivaxta nýrra lána, sem veitt verða frá og með þeim degi sem auglýsing er birt. Vaxtahækkanir viðskiptabankanna Öðru máli gegnir með tilkynningar viðskiptabankanna um vaxtahækkanir. Flest útlán þeirra eru með svokölluðum „Breytilegum vöxtum“, sem þýðir í raun að allar vaxtabreytingar sem verða á lánstímanum, hækka vexti lánasamnings. Lánasamningur getur verið með föstum vöxtum allan tímann, eða fastir vextir í tiltekin ár með heimild til endurskoðunar á X margra ára millibili (3, 5, 7 ,9). Á hverjum endurskoðunartímum er vaxtatala tekin til endurskoðunar, yfirleitt á forsendum lánveitanda. Erfiðust viðureignar af útlánum bankanna eru löng fasteignalán, með breytilegum skuldabréfavöxtum. Ef lánið er svonefnt „húsnæðislán“, á það líklegast að vera reiknað út sem „jafngreiðslulán“, þar sem allar „greiðslur“ (afborgana og vaxta), eiga að vera sama krónutala alla gjalddaga lánsins. Ef slíkt lán væri verðtryggt, á verðtrygging að reiknast á hverja greiðslu fyrir sig og höfuðstóll lækkar um krónutölu afborgunar hverju sinni. Mín niðurstaða er þessi. Það er mín skoðun að t.d. þau stéttarfélög sem eru ósátt við lánastofnanir síðan Seðlabanki hóf núverandi ferli með 13 hækkunum stýrivaxta. Þeir sem vilja kvarta geta t. d. bent á að tilkynning um hækkun stýrivaxta hækkar ekkert vexti þegar veittra lána Seðlabankans en er tilkynning um að næsta lán sem Seðlabanki veitir. Öðru máli gegnir með stjórnendur viðskiptabankanna okkar. Þeir eiga að vera sér meðvitaðir um að stýrivextir eru eingöngu aðvörun frá Seðlabanka til lánastofnana um að ofþensla sé í útlánum og þörf á samdrætti í útlánum. Benda má á að í bókhaldi færist kostnaður vegna greiddra stýrivaxta á vaxtakostnað yfirstjórnar en ekki á vaxtagreiðslur vegna útlána. Allt bendir því til að lánastofnanir hafi heldur betur hlaupið á sig er þeir ruku til að hækka útlánavexti. Einnig má benda bankamönnum á að sá greiðsluseðill sem birtur var með upphaflegi fréttinni þann 6.11. 2023 var ekki með útreikning frá neinum löglegum lánareikni. Hagstæðasta lánsform 40 ára húsnæðisláns er jafngreiðslulán en það form hafa Íslenskir bankar aldrei vilja nota. En að lokum þetta. Það var dapurlegt að lesa ádeilugrein framangreinda formanna á hendur Seðlabankastjóra, því stýrivextir Seðlabanka koma hvergi nærri útlánabókum viðskiptabankanna. Það voru því stjórnendur viðskiptabankanna sem notuðu hækkanir stýrivaxta Seðlabanka til forsendulausra vaxtahækkana útlána. Mæli með að þeir setjist við að reikna hækkanir til baka. Höfundur er fyrrv. fulltrúi í hagdeild banka, síðar fjármálaráðgjafi.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar