Fótbolti

Cesc Fabregas fær stöðu­hækkun og fyrsta stjóra­starfið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cesc Fabregas þegar hann var kynntur sem nýr leikmaður Como 1907 liðsins sumarið 2022 og það að sjálfstögðu við hið fræga Como vatn.
Cesc Fabregas þegar hann var kynntur sem nýr leikmaður Como 1907 liðsins sumarið 2022 og það að sjálfstögðu við hið fræga Como vatn. Getty/Emilio Andreoli

Spænska knattspyrnugoðsögnin Cesc Fabregas er að reyna fyrir sér sem knattspyrnuþjálfari og nú hefur hann fengið sitt fyrsta stóra starf.

Ítalska B-deildarfélagið Como hefur ákveðið að reka þjálfara sinn og Fabregas fær í framhaldinu stöðuhækkun.

Fabregas hefur verið unglingaliðsþjálfari hjá félaginu en tekur nú við aðalliðinu. Fabrizio Romano staðfestir þessar fréttir.

Hinn 36 ára gamli Fabregas hafði endaði fótboltaferil sinn með Como í vor eftir að hafa komið þangað frá Mónakó árið áður. Hann er náttúrulega þekktastur fyrir tíma sinn hjá Arsenal, Barcelona og Chelsea.

Fabregas mun taka við starfi Moreno Longo sem var jafnframt hans síðasti þjálfari á ferlinum. Longo tók við Como um leið og Fabregas kom til liðsins sumarið 2022.

Como er eins og er í sjötta sæti Seríu B en liðið vann 1-0 útisigur á Ascoli um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×