Innlent

Virkja viðbragðsáætlun stjórn­valda og ferða­þjónustunnar

Lovísa Arnardóttir skrifar
Lilja D. Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Lilja D. Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra. Vísir/Vilhelm

Í ljósi þróunar jarðhræringa á Reykjanesi hefur viðbragðsáætlun stjórnvalda og ferðaþjónustunnar verið virkjuð. Markmið hennar er að tryggja skipulögð og samhæfð viðbrögð allra aðila á neyðartímum.

Í tilkynningu frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu kemur fram að aðgerðastjórn ferðaþjónustunnar (ASF) og framkvæmdahópur ferðaþjónustunnar (FHF) verða kallaðir saman í dag. Það er í samræmi við þróun síðasta sólarhrings og almennt verklag.

Þá kemur einnig fram í tilkynningunni að helstu þættir áætlunarinnar snúi að því að tryggja öryggi ferðamanna á Íslandi, lágmarka áhrif á för ferðamanna til og frá landinu, tryggja upplýsingaflæði til og frá ferðaþjónustuaðilum til Samhæfingarstöðvar almannavarna, koma upplýsingum til ferðamanna og lágmarka áhrif neyðarvár á ímynd og orðspor Íslands sem ferðamannalands.

Hægt er að kynna sér viðbragðsáætlun hér.

Fréttatilkynninguna má nálgast á ensku hér.


Tengdar fréttir

Grindvíkingar fá ekki að fara heim næstu daga

Fram kom á upplýsingafundi almannavarna að miklar líkur væru á eldgosi. Líkur væru á stærra eldgosi en við höfum séð síðustu ár. Íbúar munu ekki fá að fara heim næstu daga. Unnið er að því að koma börnum í skóla og finna þeim húsnæði sem ekki geta verið hjá ættingjum, vinum eða vandamönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×