Spítalinn rafmagnslaus og án matar og vatns Lovísa Arnardóttir skrifar 11. nóvember 2023 10:33 Spítalinn er eina byggingin sem hefur verið með rafmagn og á myndinni má sjá hann upplýstan og umhverfið myrkt. Vísir/EPA Al-Shifa spítalinn á Gasa er nú án rafmagns, matar og vatns. Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, segir að Ísrael verði að hætta að sprengja börn í loft upp. Í viðtali við BBC sagði Macron hann að ekkert réttlæti sprengjuárásir þeirra og að vopnahlé myndi gagnast Ísrael. Hann sagðist enn fremur vonast til þess að leiðtogar annarra vestrænna landa kalli eftir vopnahlé líkt og hann. Hann sagði ekkert annað en fyrst mannúðarhlé og svo vopnahlé geta verndað þá íbúa sem ekkert hafa að gera með hryðjuverk. Hann viðurkenndi í viðtalinu að Ísrael hefði rétt til að verja sig en hvatti þau til að láta af sprengjuárásum sínum á Gasa. Hann fordæmdi á sama tíma hryðjuverkaárás Hamas í Ísrael. Frakkar hafa, eins og Bretland, Bandaríkin og fleiri vestrænar þjóðir, skilgreint Hamas sem hryðjuverkasamtök. Macron sagði í viðtalinu það ekki sitt hlutverk að dæma um það hvort að alþjóðleg lög hafi verið brotin síðustu vikur. Forseti Frakklands hefur hvatt Ísraela til þess að hætta að sprengja börn. Vísir/EPA Greint er frá því í frétt BBC um viðtalið að forsætisráðherra Ísrael, Benjamin Netanyahu, hafi verið fljótur að bregðast við athugasemdum forsetans og sagt að fordæma ætti Hamas, ekki Ísrael. Ástandið á Gasa er sagt hræðilegt. Samtökin Læknar án landamæra vöruðu við hrikalegu ástandi á al-Shifa á sama tíma og loftárásir halda áfram. Samtökin segja að þau hafi ekki getað náð í neina lækna á þeirra vegum í spítalanum og að þau hafi miklar áhyggjur af sjúklingum. We're currently unable to contact any of our staff inside Al-Shifa, and we are extremely concerned about the safety of patients and the medical staff. Patients are still in the hospital, some in critical condition and unable to move.— Doctors w/o Borders (@MSF_USA) November 11, 2023 Á vef BBC er fjallað um talskilaboð frá einum lækni sem bárust fréttamanni þeirra í morgun. Þar kemur fram að spítalinn sé án rafmagns og að bráðamóttaka spítalans hafi orðið fyrir sprengjuárás. Hann segir engan komast inn og engan komast út. Þá segir hann ekkert rafmagn, engan mat eða vatn á spítalanum. Tveir sjúklingar sem voru í öndunarvélum eru látnir í kjölfarið. Annar þeirra á barnsaldri. Leiðtogi Hamas sagði jafnframt í tilkynningu fyrr í morgun að ekkert eldsneyti væri á spítalanum fyrir rafmagn og að eitt ungbarn hefði látið lífið í nótt. Barnið hafði verið í hitakassa. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Frakkland Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Í viðtali við BBC sagði Macron hann að ekkert réttlæti sprengjuárásir þeirra og að vopnahlé myndi gagnast Ísrael. Hann sagðist enn fremur vonast til þess að leiðtogar annarra vestrænna landa kalli eftir vopnahlé líkt og hann. Hann sagði ekkert annað en fyrst mannúðarhlé og svo vopnahlé geta verndað þá íbúa sem ekkert hafa að gera með hryðjuverk. Hann viðurkenndi í viðtalinu að Ísrael hefði rétt til að verja sig en hvatti þau til að láta af sprengjuárásum sínum á Gasa. Hann fordæmdi á sama tíma hryðjuverkaárás Hamas í Ísrael. Frakkar hafa, eins og Bretland, Bandaríkin og fleiri vestrænar þjóðir, skilgreint Hamas sem hryðjuverkasamtök. Macron sagði í viðtalinu það ekki sitt hlutverk að dæma um það hvort að alþjóðleg lög hafi verið brotin síðustu vikur. Forseti Frakklands hefur hvatt Ísraela til þess að hætta að sprengja börn. Vísir/EPA Greint er frá því í frétt BBC um viðtalið að forsætisráðherra Ísrael, Benjamin Netanyahu, hafi verið fljótur að bregðast við athugasemdum forsetans og sagt að fordæma ætti Hamas, ekki Ísrael. Ástandið á Gasa er sagt hræðilegt. Samtökin Læknar án landamæra vöruðu við hrikalegu ástandi á al-Shifa á sama tíma og loftárásir halda áfram. Samtökin segja að þau hafi ekki getað náð í neina lækna á þeirra vegum í spítalanum og að þau hafi miklar áhyggjur af sjúklingum. We're currently unable to contact any of our staff inside Al-Shifa, and we are extremely concerned about the safety of patients and the medical staff. Patients are still in the hospital, some in critical condition and unable to move.— Doctors w/o Borders (@MSF_USA) November 11, 2023 Á vef BBC er fjallað um talskilaboð frá einum lækni sem bárust fréttamanni þeirra í morgun. Þar kemur fram að spítalinn sé án rafmagns og að bráðamóttaka spítalans hafi orðið fyrir sprengjuárás. Hann segir engan komast inn og engan komast út. Þá segir hann ekkert rafmagn, engan mat eða vatn á spítalanum. Tveir sjúklingar sem voru í öndunarvélum eru látnir í kjölfarið. Annar þeirra á barnsaldri. Leiðtogi Hamas sagði jafnframt í tilkynningu fyrr í morgun að ekkert eldsneyti væri á spítalanum fyrir rafmagn og að eitt ungbarn hefði látið lífið í nótt. Barnið hafði verið í hitakassa.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Frakkland Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent