Spítalinn rafmagnslaus og án matar og vatns Lovísa Arnardóttir skrifar 11. nóvember 2023 10:33 Spítalinn er eina byggingin sem hefur verið með rafmagn og á myndinni má sjá hann upplýstan og umhverfið myrkt. Vísir/EPA Al-Shifa spítalinn á Gasa er nú án rafmagns, matar og vatns. Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, segir að Ísrael verði að hætta að sprengja börn í loft upp. Í viðtali við BBC sagði Macron hann að ekkert réttlæti sprengjuárásir þeirra og að vopnahlé myndi gagnast Ísrael. Hann sagðist enn fremur vonast til þess að leiðtogar annarra vestrænna landa kalli eftir vopnahlé líkt og hann. Hann sagði ekkert annað en fyrst mannúðarhlé og svo vopnahlé geta verndað þá íbúa sem ekkert hafa að gera með hryðjuverk. Hann viðurkenndi í viðtalinu að Ísrael hefði rétt til að verja sig en hvatti þau til að láta af sprengjuárásum sínum á Gasa. Hann fordæmdi á sama tíma hryðjuverkaárás Hamas í Ísrael. Frakkar hafa, eins og Bretland, Bandaríkin og fleiri vestrænar þjóðir, skilgreint Hamas sem hryðjuverkasamtök. Macron sagði í viðtalinu það ekki sitt hlutverk að dæma um það hvort að alþjóðleg lög hafi verið brotin síðustu vikur. Forseti Frakklands hefur hvatt Ísraela til þess að hætta að sprengja börn. Vísir/EPA Greint er frá því í frétt BBC um viðtalið að forsætisráðherra Ísrael, Benjamin Netanyahu, hafi verið fljótur að bregðast við athugasemdum forsetans og sagt að fordæma ætti Hamas, ekki Ísrael. Ástandið á Gasa er sagt hræðilegt. Samtökin Læknar án landamæra vöruðu við hrikalegu ástandi á al-Shifa á sama tíma og loftárásir halda áfram. Samtökin segja að þau hafi ekki getað náð í neina lækna á þeirra vegum í spítalanum og að þau hafi miklar áhyggjur af sjúklingum. We're currently unable to contact any of our staff inside Al-Shifa, and we are extremely concerned about the safety of patients and the medical staff. Patients are still in the hospital, some in critical condition and unable to move.— Doctors w/o Borders (@MSF_USA) November 11, 2023 Á vef BBC er fjallað um talskilaboð frá einum lækni sem bárust fréttamanni þeirra í morgun. Þar kemur fram að spítalinn sé án rafmagns og að bráðamóttaka spítalans hafi orðið fyrir sprengjuárás. Hann segir engan komast inn og engan komast út. Þá segir hann ekkert rafmagn, engan mat eða vatn á spítalanum. Tveir sjúklingar sem voru í öndunarvélum eru látnir í kjölfarið. Annar þeirra á barnsaldri. Leiðtogi Hamas sagði jafnframt í tilkynningu fyrr í morgun að ekkert eldsneyti væri á spítalanum fyrir rafmagn og að eitt ungbarn hefði látið lífið í nótt. Barnið hafði verið í hitakassa. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Frakkland Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Í viðtali við BBC sagði Macron hann að ekkert réttlæti sprengjuárásir þeirra og að vopnahlé myndi gagnast Ísrael. Hann sagðist enn fremur vonast til þess að leiðtogar annarra vestrænna landa kalli eftir vopnahlé líkt og hann. Hann sagði ekkert annað en fyrst mannúðarhlé og svo vopnahlé geta verndað þá íbúa sem ekkert hafa að gera með hryðjuverk. Hann viðurkenndi í viðtalinu að Ísrael hefði rétt til að verja sig en hvatti þau til að láta af sprengjuárásum sínum á Gasa. Hann fordæmdi á sama tíma hryðjuverkaárás Hamas í Ísrael. Frakkar hafa, eins og Bretland, Bandaríkin og fleiri vestrænar þjóðir, skilgreint Hamas sem hryðjuverkasamtök. Macron sagði í viðtalinu það ekki sitt hlutverk að dæma um það hvort að alþjóðleg lög hafi verið brotin síðustu vikur. Forseti Frakklands hefur hvatt Ísraela til þess að hætta að sprengja börn. Vísir/EPA Greint er frá því í frétt BBC um viðtalið að forsætisráðherra Ísrael, Benjamin Netanyahu, hafi verið fljótur að bregðast við athugasemdum forsetans og sagt að fordæma ætti Hamas, ekki Ísrael. Ástandið á Gasa er sagt hræðilegt. Samtökin Læknar án landamæra vöruðu við hrikalegu ástandi á al-Shifa á sama tíma og loftárásir halda áfram. Samtökin segja að þau hafi ekki getað náð í neina lækna á þeirra vegum í spítalanum og að þau hafi miklar áhyggjur af sjúklingum. We're currently unable to contact any of our staff inside Al-Shifa, and we are extremely concerned about the safety of patients and the medical staff. Patients are still in the hospital, some in critical condition and unable to move.— Doctors w/o Borders (@MSF_USA) November 11, 2023 Á vef BBC er fjallað um talskilaboð frá einum lækni sem bárust fréttamanni þeirra í morgun. Þar kemur fram að spítalinn sé án rafmagns og að bráðamóttaka spítalans hafi orðið fyrir sprengjuárás. Hann segir engan komast inn og engan komast út. Þá segir hann ekkert rafmagn, engan mat eða vatn á spítalanum. Tveir sjúklingar sem voru í öndunarvélum eru látnir í kjölfarið. Annar þeirra á barnsaldri. Leiðtogi Hamas sagði jafnframt í tilkynningu fyrr í morgun að ekkert eldsneyti væri á spítalanum fyrir rafmagn og að eitt ungbarn hefði látið lífið í nótt. Barnið hafði verið í hitakassa.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Frakkland Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira