„Allir ungu strákarnir eiga að horfa á hann sem fyrirmynd“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. nóvember 2023 09:42 Arnór sést hér (til hægri) berjast um boltann við Hörð Axel, leikmann Álftaness. vísir / anton brink Fögrum orðum var farið um Arnór Helgason, 17 ára leikmann Grindavíkur og eina skærustu vonarstjörnu Subway deildar karla, eftir frammistöðu hans gegn Þór Þorlákshöfn í 6. umferð. Grindavík vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið tók á móti Þór frá Þorlákshöfn í gærkvöldi, lokatölur 93-90. Arnór spilaði ekki nema rúmar tíu mínútur í leik en náði í níu stig, gaf eina stoðsendingu, greip eitt frákast og stal einum bolta. Það þarf ekki að kafa djúpt til að sjá gæðin sem leikmaðurinn býr yfir og hann sýndi það með einni fjögurra stiga og glæstri troðslu. En sérfræðingarnir köfuðu dýpra og fundu þar enn meiri snilld. „Þetta er 17 ára pjakkur, þurfum að taka það inn í myndina. Það er svo auðvelt að horfa á troðslurnar en akkúrat þetta [varnarleikurinn]. Þessi litlu atriði, hann skilar varnarvinnunni og gefur liðinu orku“ sagði Helgi Már Magnússon á Subway Körfuboltakvöldi um Arnór. „Allir ungu strákarnir í deildinni núna eiga að horfa á hann sem fyrirmynd. Hann er með þetta sem allir vilja fá og Grindavík eru heppnir að fá þetta frá honum“ bætti Magnús Gunnarson þá við. Arnór spilaði langt því frá fullkominn leik, enda ungur og reynslulítill leikmaður á ferð. Hann tapaði boltanum þrisvar frá sér á stuttum tíma, en bætti það upp með elju og harðfylgi í varnarvinnunni. „Hann átti nokkra klaufalega tapaða bolta en ég get ímyndað að jákvæða orkan og litlu hlutirnir sem hann gerir sem sigra leiki fyrirgefi það“ sagði Helgi. „Hann vinnur upp þessa töpuðu bolta með sóknarfráköstum“ skaut Magnús þá inn. „Ungir leikmenn sem eru að horfa á þennan þátt, punktið þetta hjá ykkur, ekki bara troðslurnar, þó þær séu flottar og ég öfundi þær mikið“ sagði Helgi léttur í bragði að lokum. Klippa: Helgi Már hrósar Arnóri Innslagið allt úr Subway Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum. Subway-deild karla Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Er stjarna fædd í Grindavík? Hinn 17 ára Arnór Tristan Helgason, leikmaður Grindavíkur, heillaði sérfræðinga körfuboltakvölds upp úr skónum með frammistöðu sinni gegn Íslandsmeisturum Tindastóls á föstudaginn. „Hann kom með rosalega góða orku í leikinn,“ - sagði Helgi Magnússon. 22. október 2023 08:01 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Grindavík vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið tók á móti Þór frá Þorlákshöfn í gærkvöldi, lokatölur 93-90. Arnór spilaði ekki nema rúmar tíu mínútur í leik en náði í níu stig, gaf eina stoðsendingu, greip eitt frákast og stal einum bolta. Það þarf ekki að kafa djúpt til að sjá gæðin sem leikmaðurinn býr yfir og hann sýndi það með einni fjögurra stiga og glæstri troðslu. En sérfræðingarnir köfuðu dýpra og fundu þar enn meiri snilld. „Þetta er 17 ára pjakkur, þurfum að taka það inn í myndina. Það er svo auðvelt að horfa á troðslurnar en akkúrat þetta [varnarleikurinn]. Þessi litlu atriði, hann skilar varnarvinnunni og gefur liðinu orku“ sagði Helgi Már Magnússon á Subway Körfuboltakvöldi um Arnór. „Allir ungu strákarnir í deildinni núna eiga að horfa á hann sem fyrirmynd. Hann er með þetta sem allir vilja fá og Grindavík eru heppnir að fá þetta frá honum“ bætti Magnús Gunnarson þá við. Arnór spilaði langt því frá fullkominn leik, enda ungur og reynslulítill leikmaður á ferð. Hann tapaði boltanum þrisvar frá sér á stuttum tíma, en bætti það upp með elju og harðfylgi í varnarvinnunni. „Hann átti nokkra klaufalega tapaða bolta en ég get ímyndað að jákvæða orkan og litlu hlutirnir sem hann gerir sem sigra leiki fyrirgefi það“ sagði Helgi. „Hann vinnur upp þessa töpuðu bolta með sóknarfráköstum“ skaut Magnús þá inn. „Ungir leikmenn sem eru að horfa á þennan þátt, punktið þetta hjá ykkur, ekki bara troðslurnar, þó þær séu flottar og ég öfundi þær mikið“ sagði Helgi léttur í bragði að lokum. Klippa: Helgi Már hrósar Arnóri Innslagið allt úr Subway Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum.
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Er stjarna fædd í Grindavík? Hinn 17 ára Arnór Tristan Helgason, leikmaður Grindavíkur, heillaði sérfræðinga körfuboltakvölds upp úr skónum með frammistöðu sinni gegn Íslandsmeisturum Tindastóls á föstudaginn. „Hann kom með rosalega góða orku í leikinn,“ - sagði Helgi Magnússon. 22. október 2023 08:01 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Er stjarna fædd í Grindavík? Hinn 17 ára Arnór Tristan Helgason, leikmaður Grindavíkur, heillaði sérfræðinga körfuboltakvölds upp úr skónum með frammistöðu sinni gegn Íslandsmeisturum Tindastóls á föstudaginn. „Hann kom með rosalega góða orku í leikinn,“ - sagði Helgi Magnússon. 22. október 2023 08:01