Margrét Björk Jónsdóttir fréttamaður og Ívar Fannar Arnarsson tökumaður eru á vettvangi. Þar hefur heitavatnslögn farið í sundur og er heitt vatn upp að ökklum á gólfum.
Þá sjást miklar skemmdir á húsinu sem virðist sem það sé að klofna í tvennt með stórru sprungu sem hefur myndast.
Verið er að rýma húsið þessa stundina. Meðlimir björgunarsveitarinnar Þorbjörns aðstoðar gamla fólkið að komast út í bíl.