Nýtt útlit á kvöldfréttum frumsýnt í kvöld Boði Logason skrifar 10. nóvember 2023 14:25 Kristín Kristinsdóttir, framleiðslustjóri Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, er spennt að sýna landsmönnum nýtt fréttastúdíó í kvöldfréttunum í kvöld á slaginu 18:30. Vilhelm Nýtt fréttastúdíó verður frumsýnt í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í kvöld. Framleiðslustjóri fréttastofunnar segist vera spennt að sýna landsmönnum afrakstur síðustu mánaða. Kristín Kristinsdóttir, framleiðslustjóri Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, segir að fyrra stúdíó hafi ekki fengið yfirhalningu síðan í desember árið 2018. „Stúdíóið okkar er hluti af fréttagólfinu þar sem blaðamenn og tæknifólk vinnur nánast allan sólahringinn. Það skapar skemmtilega stemningu að hafa allt í svona mikilli nálægð og það hefur fengið að vera hluti af útsendingum okkar hingað til þegar við sjáum inn á fréttagólfið,“ segir Kristín. Nýja fréttasettið er á sama stað og það fyrra. „Það hefur verið skemmtilegt og krefjandi að vinna að þessum breytingum þegar það eru áfram fréttir og aðrar útsendingar á hverjum degi sem þarf að vinna í kring um,“ segir Kristín. Gamla settið var tekið niður eftir kvöldfréttirnar í gærkvöldi. Bæ,bæ. Gamla fréttasettið hefur kvatt fréttastofuna og nýtt tekur við í kvöldfréttunum í kvöld.Stöð 2 Allir tæknimenn stöðvarinnar, ásamt smiðum, rafvirkjum og fleirum hafa unnið síðan þá að koma öllu í samt lag fyrir fréttirnar í kvöld. „Við viljum sýna áhofendum áfram aðeins á bakvið tjöldin þó við snúum ekki lengur út á fréttagólf, enda eru margar hendur á bakvið einn fréttatíma. Í nýja settinu fáum við að fylgjast með myndstjórninni þar sem tæknifólk stýrir tímanum af mikilli færni og oft er mikið fjör þar inni á stórum fréttadögum.“ Það er Heimir Sverrisson hjá Irma stúdíó sem á heiðurinn að hönnuninni á fréttaborðunum og ljósa- og leikmyndahönnuðir Luxor hönnuðu rýmið með átján metra löngum ljósavegg. Svona leit fréttasettið út þegar fréttastofan var til húsa í Skaftahlíð. Stöð 2 „Við hönnun á rýminu horfðum við mikið til stúdíóa erlendis þar sem einfaldleikinn er í fyrirrúmi, þar sem lýsing og falleg hönnun á fréttaborðum fá að njóta sín. Nýja rýmið opnar líka möguleika á fjölbreyttari útsendingum á okkar miðlum. Þetta er því töluverð breyting frá því sem fyrir var en við gætum ekki verið ánægðari með útkomuna og hlökkum mikið til að frumsýna í kvöld,“ segir Kristín. Kvöldfréttir Stöðvar 2 hefjast á slaginu 18:30 og eru í beinni fyrir áskrifendur Stöðvar 2. Fréttaþyrstir hlustendur Bylgjunnar geta sem fyrr lagt við hlustir. Hér fyrir neðan má sjá „timelapse“-myndband af því þegar nýtt fréttasett var sett upp í Skaftahlíð árið 2016. Fjölmiðlar Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sýn Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Sjá meira
Kristín Kristinsdóttir, framleiðslustjóri Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, segir að fyrra stúdíó hafi ekki fengið yfirhalningu síðan í desember árið 2018. „Stúdíóið okkar er hluti af fréttagólfinu þar sem blaðamenn og tæknifólk vinnur nánast allan sólahringinn. Það skapar skemmtilega stemningu að hafa allt í svona mikilli nálægð og það hefur fengið að vera hluti af útsendingum okkar hingað til þegar við sjáum inn á fréttagólfið,“ segir Kristín. Nýja fréttasettið er á sama stað og það fyrra. „Það hefur verið skemmtilegt og krefjandi að vinna að þessum breytingum þegar það eru áfram fréttir og aðrar útsendingar á hverjum degi sem þarf að vinna í kring um,“ segir Kristín. Gamla settið var tekið niður eftir kvöldfréttirnar í gærkvöldi. Bæ,bæ. Gamla fréttasettið hefur kvatt fréttastofuna og nýtt tekur við í kvöldfréttunum í kvöld.Stöð 2 Allir tæknimenn stöðvarinnar, ásamt smiðum, rafvirkjum og fleirum hafa unnið síðan þá að koma öllu í samt lag fyrir fréttirnar í kvöld. „Við viljum sýna áhofendum áfram aðeins á bakvið tjöldin þó við snúum ekki lengur út á fréttagólf, enda eru margar hendur á bakvið einn fréttatíma. Í nýja settinu fáum við að fylgjast með myndstjórninni þar sem tæknifólk stýrir tímanum af mikilli færni og oft er mikið fjör þar inni á stórum fréttadögum.“ Það er Heimir Sverrisson hjá Irma stúdíó sem á heiðurinn að hönnuninni á fréttaborðunum og ljósa- og leikmyndahönnuðir Luxor hönnuðu rýmið með átján metra löngum ljósavegg. Svona leit fréttasettið út þegar fréttastofan var til húsa í Skaftahlíð. Stöð 2 „Við hönnun á rýminu horfðum við mikið til stúdíóa erlendis þar sem einfaldleikinn er í fyrirrúmi, þar sem lýsing og falleg hönnun á fréttaborðum fá að njóta sín. Nýja rýmið opnar líka möguleika á fjölbreyttari útsendingum á okkar miðlum. Þetta er því töluverð breyting frá því sem fyrir var en við gætum ekki verið ánægðari með útkomuna og hlökkum mikið til að frumsýna í kvöld,“ segir Kristín. Kvöldfréttir Stöðvar 2 hefjast á slaginu 18:30 og eru í beinni fyrir áskrifendur Stöðvar 2. Fréttaþyrstir hlustendur Bylgjunnar geta sem fyrr lagt við hlustir. Hér fyrir neðan má sjá „timelapse“-myndband af því þegar nýtt fréttasett var sett upp í Skaftahlíð árið 2016.
Fjölmiðlar Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sýn Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Sjá meira