Stjarnan vann virkilega sterkan átta stiga sigur er liðið heimsótti Íslandsmeistara Tindastóls í framlengdum leik í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 78-84.
Það var mikil spenna og eftirvænting fyrir leik Tindastóls og Stjörnunnar í Subway deildinni í körfubolta í kvöld, Tindastóll fyrir leikinn í efsta sæti deildarinnar en Stjarnan um miðja deild með þrjá sigra í röð í bakpokanum og voru staðráðnir í að bæta þeim fjórða við í Síkinu í kvöld.
Það var lið Tindastóll sem byrjaði betur í kvöld, leiddir áfram af Þóri Þorbjarnarsyni og Callum Lawson og þeir virtust geta sett auðveld stig þegar þeir vildu og Pétur minnti á sig, Stjarnan voru samt aldrei langt undan, Ægir Þór Steinarsson hélt þeim inní leiknum í fyrsta leikhluta en að honum loknum leiddu Tindstóll með 5 stigum.
Annar leikhlutinn byrjaði á að liðin skiptust á körfum en bæði lið skoruðu frekar auðveldlega, Stjörnumenn hertu vörnina og Tindastóll fór að erfiða sóknarlega og þetta flæði sem hefur verið svo oft datt úr þessu, meðan hömruðu Stjarnan járnið á meðan það var heitt og tóku öll völd á vellinum og enduðu fjórðunginn á 10-0 spretti og leiddu með 8 stigum í hálfleik 40-32, James Elisor var gjörsamlega frábær í leikhlutanum en í hálfleik var hann kominn með 16 stig.
Seinni hálfleikur hófst með miklu krafti frá Tindastól og Drungilas skoraði fyrstu 7 stig seinni hálfleiks og eftir það skiptust liðin á að hafa forystu í leikhlutanum og var hann jafn og spennandi. Hann var ekki fallegur körfubolti sem var spilaður og mikið var um klaufaleg mistök í þessum leik. Stjarnan leiddi með þremur stigum þegar seinasti leikhlutinn hófst.
Leikurinn var jafn og spennandi í fjórða leikhluta eins og hann var búinn að vera allan leikinn. Það var jafnt á öllum tölum í leikhlutanum og enn voru Stjarnan skrefi á undan en það var Tindastóll sem vann boltann þegar og átti seinustu sókn fjórðungsins og leikurinn jafn 70-70,það voru Pétur og Drungilas fóru í skemmtilega fléttu sem endaði með galopnu skoti frá Drungilas sem geygaði og leikurinn á leið í framlenginu.
Í framlengingunni skoruðu Stjörnumenn níu fyrstu stiginn og nánast kláruðu leikinn þar, Tindastóll reyndi að koma til baka en það var Júlíus Orri sem kláraði leikinn á vítalínunni og leiknum lauk með 6 stiga sigri Stjörnumanna 78-84 urðu lokatölur.
Af hverju vann Stjarnan?
Voru betri heilt yfir í dag og eiginlega ótrúlegt að Tindastóll hafði átt seinasta skotið fyrir leiknum, Stjörnumenn byrjuðu framlenginguna á 9-0 spretti og það var nóg til að klára leikinn í kvöld.
Hverjir stóðu upp úr?
James Elissor var mjög öflugur í liði Stjörnunnar og Tindastóll gat bara ekki stoppað hann, hann skoraði af villd og var mjög skilvikur í sínum aðgerðum. Júlíus Orri steig upp og kláraði leikinn á vítalínunni. Hjá Tindastól var það Þórir sem dróg vagninn og hann var einnig með þrefalda tvennu sína þriðju í vetur, er að skila svipuðum tölum og Pavel var að gera þegar hann spilaði hjá KR
Hvað gekk illa?
Þetta var ekki fallegur körfubolti í kvöld, mikið af lélegum ákvörðunum. Tindastóll þarf að fá framlag frá sínum aukaleikurum sóknarlega í svona leik.
Hvað gerist næst?
Tindastóll fer í heimsókn í Njarðvík föstudaginn 17. nóvember en Stjarna fær Hauka í heimsókn þann 18 nóvember sem er laugardagur