Lögreglan sem fer ekki að lögum um eftirlit fái auknar heimildir Heimir Már Pétursson skrifar 9. nóvember 2023 12:26 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir uundrast að dómsmálaráðherra ætli að auka rannsóknarheimildir lögreglu þegar lögreglan fari ekki að lögum varðandi eftirlit með rannsóknarheimildum sem hún hafi nú þegar. Vísir Dómsmálaráðherra segir mikilvægt að auka rannsóknarheimildir lögreglunnar með skipulagðri brotastarfsemi og auka um leið eftirlit með störfum lögreglunnar. Þingflokksformaður Pírata segir lögregluna hins vegar hafa hundsað lög og fyrirmæli varðandi það eftirlit sem ríkissaksóknaraembættið hefði með henni samkvæmt núgildandi lögum. Frumvarp Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum til að auka rannsóknarheimildir lögreglu er nú í samráðsgátt stjórnvalda. Jóni Gunnarssyni forvera hennar í embætti tókst ekki að koma svipuðu frumvarpi í gegnum þingið í vor. Samkvæmt frumvarpinu verður lögreglu veittar auknar rannsóknarheimildir og til eftirlits með almenningi og félagasamtökum ef grunur leikur á að verið sé að undirbúa eða skipuleggja glæpi. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, vakti athygli dómsmálaráðherra á ítrekuðum athugasemdum ríkissaksóknaraembættisins við að lögreglan hefði ekki farið að lögum varðandi upplýsingar um hleranir og annað eftirlit sem hún hefði heimildir til að gera samkvæmt núgildandi lögum frá árinu 2016. En ríkissaksóknari ætti samkvæmt gildandi lögum að hafa eftirlit með þessari starfsemi lögreglunnar og gefið henni fyrirmæli um hvernig halda ætti utan um gögn varðandi hleranir. Þessu hefði lögreglan ekki hlítt. Lögreglan hefur nú þegar heimildir til eftirlits og hlerana en samkvæmt frumvarpinu á að auka og víkka út þessar heimildir.Vísir/Vilhelm „Hvernig eigum við að gefa lögreglunni frekari heimildir til eftirlits með borgurunum ef hún neitar að verða við því litla eftirliti sem hún á nú þegar að sæta. Hvað ætlar ráðherra að gera í því að lögreglan neitar að undirgangast það litla eftirlit sem hún á að sæta og virðir svona fyrirmæli ríkissaksóknara að vettugi,“ spurði Þórhildur Sunna. Dómsmálaráðherra svaraði ekki hvernig hún hygðist bregðast við því að lögreglan hefði ekki farið að fyrirmælum embættis ríkissaksóknara og ekki haldið utan um og skráð hverjir hefðu verið hleraðir og hvenær og hvort upptökum hefði verið eytt. Ráðherra sagði hins vegar mikilvægt að lögreglan hefði ekki ein eftirlit með sjálfri sér. Í væntanlegu frumvarpi væri gert ráð fyrir að komið verði á fót embætti gæðastjóra lögreglunnar og skipuð nefnd um eftirlit með lögreglu. „Í mínu ráðuneyti tökum við það að sjálfsögðu alvarlega þegar við förum fram á að lögregla fái auknar heimildir til að sinna nauðsynlegum verkefnum sem skipta máli í íslensku samfélagi, sé á sama tíma virkt og öflugt eftirlit með störfum lögreglu. Það erum við að leggja fram með þessu frumvarpi á sama tíma,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir. Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Vissi að lögreglan fylgdist með honum vegna dularfulls leka Maður sem grunaður er um skipulagða glæpastarfsemi segir vinnubrögð lögreglu í máli sínu yfirdrifin og til skammar. Alvarlegur gagnaleki úr lögreglu síðasta sumar kom sér vel fyrir manninn, sem á langan brotaferil að baki. 13. mars 2022 10:00 Segir gögnunum hafa verið lekið í nóvember Gögnum, sem varða heimildir lögreglu til hlerana og að skoða persónulega bankareikninga, var lekið til sakborninga í nóvember síðastliðnum að sögn verjanda. Sakborningarnir voru handteknir í mars á þessu ári. Hann setur spurningarmerki við verklag lögreglu í málinu. Það sé í hæsta máta undarlegt að lögregla rannsaki mögulegan leka hjá sjálfri sér. 3. júní 2021 19:01 Ríkissaksóknari fær ekki svör og segist ekki geta sinnt eftirlitsskyldum sínum Lögregla og héraðssaksóknari óskuðu 314 sinnum eftir heimild dómstóla til að beita rannsóknarúrræðum árið 2020 í alls 76 málum. Óskað var 413 aðgerða en 388 voru nýttar. Í 25 tilvikum var ekkert framkvæmt. 26. maí 2021 06:53 Ríkissaksóknari ósáttur við sein svör lögreglustjóra varðandi hleranir Lögreglan og héraðssaksóknarar notuðust 388 sinnum við símahlustanir og skyld úrræði, eins og það er kallað, í fyrra. 16. september 2020 08:05 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Frumvarp Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum til að auka rannsóknarheimildir lögreglu er nú í samráðsgátt stjórnvalda. Jóni Gunnarssyni forvera hennar í embætti tókst ekki að koma svipuðu frumvarpi í gegnum þingið í vor. Samkvæmt frumvarpinu verður lögreglu veittar auknar rannsóknarheimildir og til eftirlits með almenningi og félagasamtökum ef grunur leikur á að verið sé að undirbúa eða skipuleggja glæpi. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, vakti athygli dómsmálaráðherra á ítrekuðum athugasemdum ríkissaksóknaraembættisins við að lögreglan hefði ekki farið að lögum varðandi upplýsingar um hleranir og annað eftirlit sem hún hefði heimildir til að gera samkvæmt núgildandi lögum frá árinu 2016. En ríkissaksóknari ætti samkvæmt gildandi lögum að hafa eftirlit með þessari starfsemi lögreglunnar og gefið henni fyrirmæli um hvernig halda ætti utan um gögn varðandi hleranir. Þessu hefði lögreglan ekki hlítt. Lögreglan hefur nú þegar heimildir til eftirlits og hlerana en samkvæmt frumvarpinu á að auka og víkka út þessar heimildir.Vísir/Vilhelm „Hvernig eigum við að gefa lögreglunni frekari heimildir til eftirlits með borgurunum ef hún neitar að verða við því litla eftirliti sem hún á nú þegar að sæta. Hvað ætlar ráðherra að gera í því að lögreglan neitar að undirgangast það litla eftirlit sem hún á að sæta og virðir svona fyrirmæli ríkissaksóknara að vettugi,“ spurði Þórhildur Sunna. Dómsmálaráðherra svaraði ekki hvernig hún hygðist bregðast við því að lögreglan hefði ekki farið að fyrirmælum embættis ríkissaksóknara og ekki haldið utan um og skráð hverjir hefðu verið hleraðir og hvenær og hvort upptökum hefði verið eytt. Ráðherra sagði hins vegar mikilvægt að lögreglan hefði ekki ein eftirlit með sjálfri sér. Í væntanlegu frumvarpi væri gert ráð fyrir að komið verði á fót embætti gæðastjóra lögreglunnar og skipuð nefnd um eftirlit með lögreglu. „Í mínu ráðuneyti tökum við það að sjálfsögðu alvarlega þegar við förum fram á að lögregla fái auknar heimildir til að sinna nauðsynlegum verkefnum sem skipta máli í íslensku samfélagi, sé á sama tíma virkt og öflugt eftirlit með störfum lögreglu. Það erum við að leggja fram með þessu frumvarpi á sama tíma,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir.
Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Vissi að lögreglan fylgdist með honum vegna dularfulls leka Maður sem grunaður er um skipulagða glæpastarfsemi segir vinnubrögð lögreglu í máli sínu yfirdrifin og til skammar. Alvarlegur gagnaleki úr lögreglu síðasta sumar kom sér vel fyrir manninn, sem á langan brotaferil að baki. 13. mars 2022 10:00 Segir gögnunum hafa verið lekið í nóvember Gögnum, sem varða heimildir lögreglu til hlerana og að skoða persónulega bankareikninga, var lekið til sakborninga í nóvember síðastliðnum að sögn verjanda. Sakborningarnir voru handteknir í mars á þessu ári. Hann setur spurningarmerki við verklag lögreglu í málinu. Það sé í hæsta máta undarlegt að lögregla rannsaki mögulegan leka hjá sjálfri sér. 3. júní 2021 19:01 Ríkissaksóknari fær ekki svör og segist ekki geta sinnt eftirlitsskyldum sínum Lögregla og héraðssaksóknari óskuðu 314 sinnum eftir heimild dómstóla til að beita rannsóknarúrræðum árið 2020 í alls 76 málum. Óskað var 413 aðgerða en 388 voru nýttar. Í 25 tilvikum var ekkert framkvæmt. 26. maí 2021 06:53 Ríkissaksóknari ósáttur við sein svör lögreglustjóra varðandi hleranir Lögreglan og héraðssaksóknarar notuðust 388 sinnum við símahlustanir og skyld úrræði, eins og það er kallað, í fyrra. 16. september 2020 08:05 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Vissi að lögreglan fylgdist með honum vegna dularfulls leka Maður sem grunaður er um skipulagða glæpastarfsemi segir vinnubrögð lögreglu í máli sínu yfirdrifin og til skammar. Alvarlegur gagnaleki úr lögreglu síðasta sumar kom sér vel fyrir manninn, sem á langan brotaferil að baki. 13. mars 2022 10:00
Segir gögnunum hafa verið lekið í nóvember Gögnum, sem varða heimildir lögreglu til hlerana og að skoða persónulega bankareikninga, var lekið til sakborninga í nóvember síðastliðnum að sögn verjanda. Sakborningarnir voru handteknir í mars á þessu ári. Hann setur spurningarmerki við verklag lögreglu í málinu. Það sé í hæsta máta undarlegt að lögregla rannsaki mögulegan leka hjá sjálfri sér. 3. júní 2021 19:01
Ríkissaksóknari fær ekki svör og segist ekki geta sinnt eftirlitsskyldum sínum Lögregla og héraðssaksóknari óskuðu 314 sinnum eftir heimild dómstóla til að beita rannsóknarúrræðum árið 2020 í alls 76 málum. Óskað var 413 aðgerða en 388 voru nýttar. Í 25 tilvikum var ekkert framkvæmt. 26. maí 2021 06:53
Ríkissaksóknari ósáttur við sein svör lögreglustjóra varðandi hleranir Lögreglan og héraðssaksóknarar notuðust 388 sinnum við símahlustanir og skyld úrræði, eins og það er kallað, í fyrra. 16. september 2020 08:05
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?