Körfubolti

Tom Brady hitti Wembanyama og hló að hæðinni

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Victor Wembanyama og Tom Brady hittust í kvöldverði sem Michael Rubin skipulagði
Victor Wembanyama og Tom Brady hittust í kvöldverði sem Michael Rubin skipulagði

Tom Brady naut kvöldverðar með nýjustu ofurstjörnu NBA deildarinnar, Victor Wembanyama, áður en sá síðarnefndi leikur gegn New York Knicks í Madison Square Garden í kvöld. 

Kvöldverðurinn var skipulagður af Michael Rubin, milljarðamæringi og eiganda íþróttavöruverslunarinnar Fanatics. Bæði Brady og Wembanyama hafa tekið þátt í auglýsingaherferðum og verið talsmenn fyrirtækisins.

Tom Brady birti mynd af þeim félögum frá veitingastaðnum og nýtti tækifærið til að skjóta skotum að Julian Edelman, fyrrum liðsfélaga sínum hjá New England Patriots. Brady er 1,93 meter á hæð en eins og sjá má töluvert lægri í loftinu en Wembanyama sem trónir 2,24 metra. 

Hann gerði sjálfur grín að hæðarmismuninum á myndinni með því að spurja Julian Edelman, hvort honum hafi virkilega liðið svona öll þessi ár. 

Wembanyama og félagar í San Antonio Spurs mæta New York Knicks í leik sem hefst kl. 00:30 aðfaranótt fimmtudags, bæði lið hafa unnið þrjá og tapað fjórum af fyrstu sjö leikjum sínum.

Wembanyama hefur vakið mikla athygli fyrir góða spilamennsku á sínu fyrsta tímabili í NBA deildinni, þessi 19 ára gamli leikmaður hefur skorað tæp 20 stig að meðaltali í leik. 

NBA

Tengdar fréttir

Wembanyama stórkostlegur í sigri á Suns

Nýliðinn Victor Wembanyama átti sinn fyrsta risaleik í nótt þegar San Antonio Spurs vann 132-121 sigur á Phoenix Suns í NBA deildinni í körfubolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×