Létu ekki brenna líkin sem hrönnuðust upp Samúel Karl Ólason skrifar 8. nóvember 2023 19:20 Rekstur útfararstofunnar hefur gengið brösulega frá því hún var opnuð árið 2017. Minnst 189 lík fundust í húsnæðinu í síðasta mánuði en svo virðist sem um sé að ræða lík sem áttu að vera brennd. AP/Jerilee Bennett Eigandi útfararstofu í Colorado í Bandaríkjunum og eiginkona hans voru handtekinn í dag en minnst 189 lík fundust nýverið í húsnæði þeirra. Líkamsleifarnar eru sagðar í misslæmu ásigkomulagi en þær fundust þann 4. október þegar fólk kvartaði undan lykt. Upprunalega var talið að líkin væru 115 en talan hækkaði síðar upp í 189, eftir að rannsakendur luku störfum í útfararstofunni um miðjan október. Hjónin heita Jon og Carrie Hallford og voru þau handtekinn í Oklahoma í dag. Samkvæmt AP fréttaveitunni eru þau grunuð um fjóra glæpi. Þau eru grunuð um að ólöglega meðferð á líkamsleifum, þjófnað, fjárþvætti og að falsa skjöl. Ættingjar látins fólks sem réðu hjónin óttast að lík ástvina þeirra hafi ekki verið brennd og hafi þess í stað verið geymd í umræddu húsnæði. Á dánarvottorðum segi að hjónin hafi látið brenna líkin í tveimur líkbrennslum. Forsvarsmenn þeirra sögðu blaðamönnum AP þó að þeir hefðu ekki átt í viðskiptum við hjónin á þeim tímabilum sem um er að ræða. Í frétt AP segir að degi eftir að lyktin var tilkynnt til yfirvalda ræddi Jon Hallford við embættismann sem fjallar um starfsemi útfærastofa. Þá hafi hann sagt að hann ætti í „vandræðum“ með húsnæði og hann væri að stunda uppstoppun þar. Fyrirtæki hjónanna hét Return to Nature og var stofnað árið 2017. Það átti að bjóða upp á líkbrennslu og „grænar“ jarðarfarir. Reksturinn hefur gengið illa á undanförnum mánuðum en forsvarsmenn einnar líkbrennslu höfðuðu mál gegn hjónunum vegna vangoldinna reikninga. Tanya Wilson, dóttir einnar konu sem átti að hafa verið brennd, fékk ösku frá þeim Jon og Carrie, sem er ekki aska móðurinnar. Búið er að staðfesta að lík hennar sé eitt af þeim sem fundust í útfararstofunni og hefur dóttirin fengið skartgripi sem fundust á líkinu. „Ég held að enginn fangelsisdómur geti bætt upp fyrir það að bróðir minn hafi þurft að þrífa rotnandi hold móður okkar af armbandi sem við fengum,“ sagði Wilson. Bandaríkin Tengdar fréttir Útfararstjóri játar að hafa stolið rúmlega þrjátíu rotnandi líkum Útfararstjóri í Indiana hefur játað sekt í yfir 40 ákæruliðum þjófnaðar eftir að rotnandi lík rúmlega þrjátíu einstaklinga fundust á útfararstofu hans. Maðurinn gæti átt yfir höfði sér tólf ára dóm og þarf að greiða 53 fjölskyldum skaðabætur. 28. maí 2023 10:44 Útfararstjóri dæmdur fyrir að selja líkamshluta Fyrrverandi eigandi útfararstofu í Colorado í Bandaríkjunum var dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir að selja líkamshluta án leyfis aðstandenda. Móðir eigandans sem sá um að skera líkin hlaut einnig þungan dóm. 4. janúar 2023 09:10 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Hæðist að og gagnrýnir fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Sjá meira
Upprunalega var talið að líkin væru 115 en talan hækkaði síðar upp í 189, eftir að rannsakendur luku störfum í útfararstofunni um miðjan október. Hjónin heita Jon og Carrie Hallford og voru þau handtekinn í Oklahoma í dag. Samkvæmt AP fréttaveitunni eru þau grunuð um fjóra glæpi. Þau eru grunuð um að ólöglega meðferð á líkamsleifum, þjófnað, fjárþvætti og að falsa skjöl. Ættingjar látins fólks sem réðu hjónin óttast að lík ástvina þeirra hafi ekki verið brennd og hafi þess í stað verið geymd í umræddu húsnæði. Á dánarvottorðum segi að hjónin hafi látið brenna líkin í tveimur líkbrennslum. Forsvarsmenn þeirra sögðu blaðamönnum AP þó að þeir hefðu ekki átt í viðskiptum við hjónin á þeim tímabilum sem um er að ræða. Í frétt AP segir að degi eftir að lyktin var tilkynnt til yfirvalda ræddi Jon Hallford við embættismann sem fjallar um starfsemi útfærastofa. Þá hafi hann sagt að hann ætti í „vandræðum“ með húsnæði og hann væri að stunda uppstoppun þar. Fyrirtæki hjónanna hét Return to Nature og var stofnað árið 2017. Það átti að bjóða upp á líkbrennslu og „grænar“ jarðarfarir. Reksturinn hefur gengið illa á undanförnum mánuðum en forsvarsmenn einnar líkbrennslu höfðuðu mál gegn hjónunum vegna vangoldinna reikninga. Tanya Wilson, dóttir einnar konu sem átti að hafa verið brennd, fékk ösku frá þeim Jon og Carrie, sem er ekki aska móðurinnar. Búið er að staðfesta að lík hennar sé eitt af þeim sem fundust í útfararstofunni og hefur dóttirin fengið skartgripi sem fundust á líkinu. „Ég held að enginn fangelsisdómur geti bætt upp fyrir það að bróðir minn hafi þurft að þrífa rotnandi hold móður okkar af armbandi sem við fengum,“ sagði Wilson.
Bandaríkin Tengdar fréttir Útfararstjóri játar að hafa stolið rúmlega þrjátíu rotnandi líkum Útfararstjóri í Indiana hefur játað sekt í yfir 40 ákæruliðum þjófnaðar eftir að rotnandi lík rúmlega þrjátíu einstaklinga fundust á útfararstofu hans. Maðurinn gæti átt yfir höfði sér tólf ára dóm og þarf að greiða 53 fjölskyldum skaðabætur. 28. maí 2023 10:44 Útfararstjóri dæmdur fyrir að selja líkamshluta Fyrrverandi eigandi útfararstofu í Colorado í Bandaríkjunum var dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir að selja líkamshluta án leyfis aðstandenda. Móðir eigandans sem sá um að skera líkin hlaut einnig þungan dóm. 4. janúar 2023 09:10 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Hæðist að og gagnrýnir fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Sjá meira
Útfararstjóri játar að hafa stolið rúmlega þrjátíu rotnandi líkum Útfararstjóri í Indiana hefur játað sekt í yfir 40 ákæruliðum þjófnaðar eftir að rotnandi lík rúmlega þrjátíu einstaklinga fundust á útfararstofu hans. Maðurinn gæti átt yfir höfði sér tólf ára dóm og þarf að greiða 53 fjölskyldum skaðabætur. 28. maí 2023 10:44
Útfararstjóri dæmdur fyrir að selja líkamshluta Fyrrverandi eigandi útfararstofu í Colorado í Bandaríkjunum var dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir að selja líkamshluta án leyfis aðstandenda. Móðir eigandans sem sá um að skera líkin hlaut einnig þungan dóm. 4. janúar 2023 09:10