Madrídingar tryggðu sig áfram í sextán liða úrslit 8. nóvember 2023 22:00 Rodrygo vippaði boltanum fallega í öðru markinu Vísir/Getty Real Madrid tryggði sig áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar með öruggum 3-0 sigri gegn Braga á Santiago Bernabeu. Madrídingar eru þar með aðrir til að tryggja sig áfram eftir að Manchester City varð fyrst til í gær. Brahím Díaz skoraði fyrsta mark leiksins á 27. mínútu eftir fyrirgjöf frá Rodrygo á hægri kantinum. Vinícius breikkaði bilið í upphafi seinni hálfleiks og Rodrygo var svo aftur á ferðinni í þriðja markinu þegar hann vippaði boltanum fallega yfir markvörð Braga. Rodrygo ran to hug Carlo Ancelotti after scoring for Real Madrid ❤️ pic.twitter.com/AokJZ4JXRd— ESPN FC (@ESPNFC) November 8, 2023 Nico Paz, 19 ára gamall leikmaður Real Madrid, þreytti frumraun sína fyrir félagið í kvöld þegar hann kom inn á völlinn á 77. mínútu fyrir Federico Valverde. Nico Paz made his official debut for Real Madrid against Braga.Well-deserved and truly happy for him! pic.twitter.com/SjXrUXLkC7— Real Madrid Fabrica (@FabricaMadrid) November 8, 2023 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Real Madrid tryggði sig áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar með öruggum 3-0 sigri gegn Braga á Santiago Bernabeu. Madrídingar eru þar með aðrir til að tryggja sig áfram eftir að Manchester City varð fyrst til í gær. Brahím Díaz skoraði fyrsta mark leiksins á 27. mínútu eftir fyrirgjöf frá Rodrygo á hægri kantinum. Vinícius breikkaði bilið í upphafi seinni hálfleiks og Rodrygo var svo aftur á ferðinni í þriðja markinu þegar hann vippaði boltanum fallega yfir markvörð Braga. Rodrygo ran to hug Carlo Ancelotti after scoring for Real Madrid ❤️ pic.twitter.com/AokJZ4JXRd— ESPN FC (@ESPNFC) November 8, 2023 Nico Paz, 19 ára gamall leikmaður Real Madrid, þreytti frumraun sína fyrir félagið í kvöld þegar hann kom inn á völlinn á 77. mínútu fyrir Federico Valverde. Nico Paz made his official debut for Real Madrid against Braga.Well-deserved and truly happy for him! pic.twitter.com/SjXrUXLkC7— Real Madrid Fabrica (@FabricaMadrid) November 8, 2023
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti