Ótrúleg endurkoma í hádramatískum leik Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. nóvember 2023 22:00 COPENHAGEN, DENMARK - NOVEMBER 08: Lukas Lerager of FC Copenhagen celebrates after scoring the team's third goal during the UEFA Champions League match between F.C. Copenhagen and Manchester United at Parken Stadium on November 08, 2023 in Copenhagen, Denmark. (Photo by Maja Hitij/Getty Images) FC Kaupmannahöfn vann 4-3 sigur á Manchester United í hádramatískum leik þar sem rautt spjald leit dagsins ljós. United tapaði niður tveggja marka forystu eftir að hafa lent manni undir, komst aftur yfir en heimamenn skoruðu tvívegis undir lokin og sóttu sigurinn. Rasmus Højlund skoraði fyrstu tvö mörkin fyrir Man. United gegn uppeldisfélagi sínu. Liðið mátti þó þola brotthvörf eftir að Raphael Varane fór meiddur af velli á 16. mínútu og Marcus Rashford var rekinn af velli undir lok fyrri hálfleiks. COPENHAGEN, DENMARK - NOVEMBER 08: Marcus Rashford of Manchester United is shown a red card after a VAR check during the UEFA Champions League match between F.C. Copenhagen and Manchester United at Parken Stadium on November 08, 2023 in Copenhagen, Denmark. (Photo by James Gill - Danehouse/Getty Images) Þrettán mínútum var bætt við fyrri hálfleikinn og heimamenn nýttu tímann vel. Mohamed Elyounoussi minnkaði muninn áður en Diogo Goncalves kom FCK yfir rétt áður en flautað var til hálfleiks. Manchester United fékk vítaspyrnu á 69. mínútu og sendu fyrirliðann Bruno Fernandes á punktinn sem skoraði af öryggi, Alejandro Garnacho fagnaði marki hans með því að sussa á aðdáendur FCK sem létu vel í sér heyra allan leikinn. Alejandro Garnacho shushed the Copenhagen fans after Bruno gave Manchester United a 3-2 lead.He was devastated at full time after United lost 4-3 💔 pic.twitter.com/1DyRRjjqC9— ESPN FC (@ESPNFC) November 8, 2023 FCK gerði fjórar breytingar á liði sínu í kjölfarið, tvær breytingar voru gerðar í fremstu línu liðsins og Orri Steinn Óskarsson var meðal varamanna sem komu inn á völlinn. Lukas Lerager jafnaði svo metin á 83. mínútu áður en ungstirnið Roony Bardghji skoraði sigurmarkið fjórum mínútum síðar. Harry Maguire fékk svo að líta gult spjald fyrir kjaftbrúk rétt áður en leikurinn var flautaður af. COPENHAGEN, DENMARK - NOVEMBER 08: Harry Maguire of Manchester United looks dejected after FC Copenhagen score a fourth goal during the UEFA Champions League match between F.C. Copenhagen and Manchester United at Parken Stadium on November 08, 2023 in Copenhagen, Denmark. (Photo by James Gill - Danehouse/Getty Images) Eftir úrslit kvöldsins er Manchester United í neðsta sæti A riðils Meistaradeildarinnar með einn sigur úr fyrstu fjórum leikjunum. Þeir eiga næst útileik við Galatasaray áður en þeir taka á móti Bayern Munchen í síðustu umferðinni. FCK spilar leiki gegn sömu liðum í öfugri röð og eiga góðan möguleika á að komast upp úr riðlinum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
FC Kaupmannahöfn vann 4-3 sigur á Manchester United í hádramatískum leik þar sem rautt spjald leit dagsins ljós. United tapaði niður tveggja marka forystu eftir að hafa lent manni undir, komst aftur yfir en heimamenn skoruðu tvívegis undir lokin og sóttu sigurinn. Rasmus Højlund skoraði fyrstu tvö mörkin fyrir Man. United gegn uppeldisfélagi sínu. Liðið mátti þó þola brotthvörf eftir að Raphael Varane fór meiddur af velli á 16. mínútu og Marcus Rashford var rekinn af velli undir lok fyrri hálfleiks. COPENHAGEN, DENMARK - NOVEMBER 08: Marcus Rashford of Manchester United is shown a red card after a VAR check during the UEFA Champions League match between F.C. Copenhagen and Manchester United at Parken Stadium on November 08, 2023 in Copenhagen, Denmark. (Photo by James Gill - Danehouse/Getty Images) Þrettán mínútum var bætt við fyrri hálfleikinn og heimamenn nýttu tímann vel. Mohamed Elyounoussi minnkaði muninn áður en Diogo Goncalves kom FCK yfir rétt áður en flautað var til hálfleiks. Manchester United fékk vítaspyrnu á 69. mínútu og sendu fyrirliðann Bruno Fernandes á punktinn sem skoraði af öryggi, Alejandro Garnacho fagnaði marki hans með því að sussa á aðdáendur FCK sem létu vel í sér heyra allan leikinn. Alejandro Garnacho shushed the Copenhagen fans after Bruno gave Manchester United a 3-2 lead.He was devastated at full time after United lost 4-3 💔 pic.twitter.com/1DyRRjjqC9— ESPN FC (@ESPNFC) November 8, 2023 FCK gerði fjórar breytingar á liði sínu í kjölfarið, tvær breytingar voru gerðar í fremstu línu liðsins og Orri Steinn Óskarsson var meðal varamanna sem komu inn á völlinn. Lukas Lerager jafnaði svo metin á 83. mínútu áður en ungstirnið Roony Bardghji skoraði sigurmarkið fjórum mínútum síðar. Harry Maguire fékk svo að líta gult spjald fyrir kjaftbrúk rétt áður en leikurinn var flautaður af. COPENHAGEN, DENMARK - NOVEMBER 08: Harry Maguire of Manchester United looks dejected after FC Copenhagen score a fourth goal during the UEFA Champions League match between F.C. Copenhagen and Manchester United at Parken Stadium on November 08, 2023 in Copenhagen, Denmark. (Photo by James Gill - Danehouse/Getty Images) Eftir úrslit kvöldsins er Manchester United í neðsta sæti A riðils Meistaradeildarinnar með einn sigur úr fyrstu fjórum leikjunum. Þeir eiga næst útileik við Galatasaray áður en þeir taka á móti Bayern Munchen í síðustu umferðinni. FCK spilar leiki gegn sömu liðum í öfugri röð og eiga góðan möguleika á að komast upp úr riðlinum.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti