Meintur leikstjóri segir nafn sitt misnotað Árni Sæberg skrifar 8. nóvember 2023 14:22 Bosse Lindquist segir farir sínar ekki sléttar. Skjáskot/Karólínska sjúkrahúsið Bosse Lindquist, sænskur rannsóknarblaðamaður, segir nafn hans og orðspor hafa verið misnotað af framleiðendum heimildarmyndarinnar Baráttan um Ísland. Hann hafi sagt sig frá leikstjórn myndarinnar löngu fyrir útgáfu hennar en samt sem áður verið titlaður leikstjóri hennar. Hann er það þó ekki lengur. Þetta kemur fram í aðsendri grein Lindquists, sem getið hefur sér gott orð sem rannsóknarblaðamaður, meðal annars fyrir umfjöllun hans um mál ítalska læknisins Paulo Macchiarini, í Heimildinni. Í greininni rekur Lindquist hvernig aðkoma hans að gerð myndarinnar var, Margrét Jónasdóttir og framleiðslufyrirtækið Sagafilm hafi sett sig í samband við hann árið 2019 og sagst vilja gera heimildarmynd um áhrif alþjóðlegu fjármálakreppunnar árið 2008 á Ísland. „Af hverju átti hún sér stað, hver áhrifin urðu á Íslandi, hvernig tekist var á við hana og hverjar afleiðingarnar voru. RÚV, BBC og sænsku og dönsku ríkissjónvarpsstöðvarnar fjármögnuðu verkefnið að hluta og vildu fá mig sem leikstjóra vegna reynslu minnar sem rannsóknarblaðamanns, meðal annars út af heimildarþáttum mínum um plastbarkamálið og Paolo Macchiarini.“ Hugsaði sig ekki lengi um Lindquist segist ekki hafa þurft að hugsa sig lengi um áður en hann ákvað að þiggja boð um að leikstýra heimildarmyndinni. Með því að nota Ísland sem sýnidæmi gæti hann reynt að greina undirliggjandi þætti sem leiddu til alheimsfjármálakreppunnar. „Ég vonaði að við gætum öðlast dýpri skilning okkar á því af hverju hrunið átti sér stað, og hvaða afleiðingar það hafði fyrir samfélagið og fyrir venjulegt fólk, með því að taka viðtöl við bankamenn, stjórnmálafólk, saksóknara, dómara, hagfræðinga og ekki síst almenning sem lenti í því að lífi þeirra var umturnað nánast á einni nóttu.“ Hann hafi fljótlega verið búinn að sanka að sér áhugaverðum rannsóknum og viðtölum og verið á góðri leið með að geta sýnt áhorfendum dýpri umfjöllun um hvernig hlutirnir atvikuðust fyrir hrunið og það sem gerðist í kjölfarið. Leið eins og hann ynni ekki að sömu markmiðum og framleiðendur Lindquist segir að hann hafi haldið að hann myndi ekki eiga í erfiðleikum með rannsóknir sínar hér á landi þrátt fyrir að hafa verið varaður við svokallaðri „norrænni spillingu“ sem hér findist. „Þetta er mein sem er einnig til staðar í Svíþjóð og þar sem mér hafði í fortíðinni tekist að vinna rannsóknarvinnu í innviðum læknavísinda, stjórnmála og fræðaheimsins í Svíþjóð bjóst ég við því að ég myndi ekki lenda í vandræðum á Íslandi. Ég hafði rangt fyrir mér.“ Eftir nokkurra mánaða vinnu hafi hann farið að átta sig á því að hann inni ekki að sömu markmiðum og framleiðendur myndarinnar. Eftir um það bil sex mánaða vinnu hafi þeir tilkynnt honum að ekki væri óskað eftir því að hann ynni rannsóknarvinnu. Þeir hafi verið ánægðir með að endursegja hlutina yfirborðslega, án þess að reyna að greina frá dýpra gangverki hrunsins, eða að spyrja lykilþátttakendur þess hinna virkilega erfiðu spurninga. Þegar hann hafi áttað sig á því að framleiðendur vildu ekki veita honum ritstjórnarlegt frelsi hafi hann ákveðið að segja af sér sem leikstjóri myndarinnar sumarið 2020. Hafi ekki fengið greitt fyrir tveggja mánaða vinnu Lindquist segir framleiðendur myndarinnar hafa virst vera sáttir við að leyfa honum að hætta leikstjórn myndarinnar. Þeir hafi raunar sagt myndina ekki nægilega fjármagnaða og að hann hafi ekki fengið greitt fyrir tveggja mánaða vinnu. Þá segist hann hafa beðið framleiðendur um að láta viðmælendur hans vita að hann væri ekki lengur leikstjóri myndarinnar. Það virðist aldrei hafa verið gert. Ekki sá fyrsti sem vill nafn sitt þvegið af myndinni „Spurningin sem brennur á mér er því þessi: Af hverju reyndu RÚV og Sagafilm þá að segja að ég væri leikstjóri Baráttunnar um Ísland þrátt fyrir að ég hafi ekki leikstýrt myndinni og að Margrét og Sagafilm hafi ekki verið með sömu sýn og ég á þetta verkefni?“ spyr Lindqist í grein sinni. Að hans sögn var nafn hans enn að finna á vef Ríkisútvarpsins á lista yfir leikstjóra myndarinnar, þegar hann skoðaði vefinn þann 4. nóvember síðastliðinn. Þegar þessi frétt er skrifuð er nafn hans hvorki að finna á þeim lista né aðstandendalista sem birtist í lok myndarinnar. Þar með hefur Lindquist bæst í hóp þeirra sem hafa fengið nöfn sín þvegin af myndinni. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, var skráður sem ráðgjafi við gerð myndarinnar en óskaði eftir því að nafn hans yrði fjarlægt af aðstandendalista hennar. Sömu sögu er að segja af Þorvaldi Gylfasyni hagfræðingi. Lindquist segir að með því að tengja nafn hans við gerð myndarinnar hafi framleiðendur hennar misnotað nafn hans og orðspor, án þess þó að hafa viljað nýta sýn hans og reysnlu sem rannsóknarblaðamaður. Hrunið Bíó og sjónvarp Svíþjóð Ríkisútvarpið Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Fleiri fréttir Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Sjá meira
Þetta kemur fram í aðsendri grein Lindquists, sem getið hefur sér gott orð sem rannsóknarblaðamaður, meðal annars fyrir umfjöllun hans um mál ítalska læknisins Paulo Macchiarini, í Heimildinni. Í greininni rekur Lindquist hvernig aðkoma hans að gerð myndarinnar var, Margrét Jónasdóttir og framleiðslufyrirtækið Sagafilm hafi sett sig í samband við hann árið 2019 og sagst vilja gera heimildarmynd um áhrif alþjóðlegu fjármálakreppunnar árið 2008 á Ísland. „Af hverju átti hún sér stað, hver áhrifin urðu á Íslandi, hvernig tekist var á við hana og hverjar afleiðingarnar voru. RÚV, BBC og sænsku og dönsku ríkissjónvarpsstöðvarnar fjármögnuðu verkefnið að hluta og vildu fá mig sem leikstjóra vegna reynslu minnar sem rannsóknarblaðamanns, meðal annars út af heimildarþáttum mínum um plastbarkamálið og Paolo Macchiarini.“ Hugsaði sig ekki lengi um Lindquist segist ekki hafa þurft að hugsa sig lengi um áður en hann ákvað að þiggja boð um að leikstýra heimildarmyndinni. Með því að nota Ísland sem sýnidæmi gæti hann reynt að greina undirliggjandi þætti sem leiddu til alheimsfjármálakreppunnar. „Ég vonaði að við gætum öðlast dýpri skilning okkar á því af hverju hrunið átti sér stað, og hvaða afleiðingar það hafði fyrir samfélagið og fyrir venjulegt fólk, með því að taka viðtöl við bankamenn, stjórnmálafólk, saksóknara, dómara, hagfræðinga og ekki síst almenning sem lenti í því að lífi þeirra var umturnað nánast á einni nóttu.“ Hann hafi fljótlega verið búinn að sanka að sér áhugaverðum rannsóknum og viðtölum og verið á góðri leið með að geta sýnt áhorfendum dýpri umfjöllun um hvernig hlutirnir atvikuðust fyrir hrunið og það sem gerðist í kjölfarið. Leið eins og hann ynni ekki að sömu markmiðum og framleiðendur Lindquist segir að hann hafi haldið að hann myndi ekki eiga í erfiðleikum með rannsóknir sínar hér á landi þrátt fyrir að hafa verið varaður við svokallaðri „norrænni spillingu“ sem hér findist. „Þetta er mein sem er einnig til staðar í Svíþjóð og þar sem mér hafði í fortíðinni tekist að vinna rannsóknarvinnu í innviðum læknavísinda, stjórnmála og fræðaheimsins í Svíþjóð bjóst ég við því að ég myndi ekki lenda í vandræðum á Íslandi. Ég hafði rangt fyrir mér.“ Eftir nokkurra mánaða vinnu hafi hann farið að átta sig á því að hann inni ekki að sömu markmiðum og framleiðendur myndarinnar. Eftir um það bil sex mánaða vinnu hafi þeir tilkynnt honum að ekki væri óskað eftir því að hann ynni rannsóknarvinnu. Þeir hafi verið ánægðir með að endursegja hlutina yfirborðslega, án þess að reyna að greina frá dýpra gangverki hrunsins, eða að spyrja lykilþátttakendur þess hinna virkilega erfiðu spurninga. Þegar hann hafi áttað sig á því að framleiðendur vildu ekki veita honum ritstjórnarlegt frelsi hafi hann ákveðið að segja af sér sem leikstjóri myndarinnar sumarið 2020. Hafi ekki fengið greitt fyrir tveggja mánaða vinnu Lindquist segir framleiðendur myndarinnar hafa virst vera sáttir við að leyfa honum að hætta leikstjórn myndarinnar. Þeir hafi raunar sagt myndina ekki nægilega fjármagnaða og að hann hafi ekki fengið greitt fyrir tveggja mánaða vinnu. Þá segist hann hafa beðið framleiðendur um að láta viðmælendur hans vita að hann væri ekki lengur leikstjóri myndarinnar. Það virðist aldrei hafa verið gert. Ekki sá fyrsti sem vill nafn sitt þvegið af myndinni „Spurningin sem brennur á mér er því þessi: Af hverju reyndu RÚV og Sagafilm þá að segja að ég væri leikstjóri Baráttunnar um Ísland þrátt fyrir að ég hafi ekki leikstýrt myndinni og að Margrét og Sagafilm hafi ekki verið með sömu sýn og ég á þetta verkefni?“ spyr Lindqist í grein sinni. Að hans sögn var nafn hans enn að finna á vef Ríkisútvarpsins á lista yfir leikstjóra myndarinnar, þegar hann skoðaði vefinn þann 4. nóvember síðastliðinn. Þegar þessi frétt er skrifuð er nafn hans hvorki að finna á þeim lista né aðstandendalista sem birtist í lok myndarinnar. Þar með hefur Lindquist bæst í hóp þeirra sem hafa fengið nöfn sín þvegin af myndinni. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, var skráður sem ráðgjafi við gerð myndarinnar en óskaði eftir því að nafn hans yrði fjarlægt af aðstandendalista hennar. Sömu sögu er að segja af Þorvaldi Gylfasyni hagfræðingi. Lindquist segir að með því að tengja nafn hans við gerð myndarinnar hafi framleiðendur hennar misnotað nafn hans og orðspor, án þess þó að hafa viljað nýta sýn hans og reysnlu sem rannsóknarblaðamaður.
Hrunið Bíó og sjónvarp Svíþjóð Ríkisútvarpið Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Fleiri fréttir Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Sjá meira