Grýttu platpeningum í „Dollarumma“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. nóvember 2023 21:00 Gianluigi Donnarumma tekur upp platpeningana sem kastað var í hann. EPA-EFE/MATTEO BAZZI Markvörðurinn Gianluigi Donnarumma mætti á sinn gamla heimavöll í kvöld þegar AC Milan tók á móti París Saint-German í Meistaradeild Evrópu. Stuðningsfólk heimaliðsins tók „vel“ á móti Donnarumma. Donnarumma er enn aðeins 24 ára gamall en spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðallið AC Milan þann 25. október 2015. Hann var aðalmarkvörður liðsins allt til 2021 þegar hann samdi við PSG á frjálsri sölu. Donnarumma spilaði 251 leik fyrir AC Milan en sumt stuðningsfólk félagsins vill meina að leikirnir hefðu átt að vera mun fleiri. Það telur að Donnarumma hafi á vissan hátt svikið AC Milan fyrir peningana í París. Það er þess vegna sem fjöldi fólks mun mæta með platpeninga á leik kvöldsins í von um að geta látið þá rigna yfir ítalska markvörðinn. AC Milan fans will throw these fake bank notes at Donnarumma tonight at San Siro as they felt betrayed when he left the club as free agent to join PSG more than two years ago. pic.twitter.com/KyWubSZFcl— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 7, 2023 Stuðningsfólk Milan stóð við stóru orðin og lét peningunum rigna yfir Donnarumma. Var nafninu hans snúið upp í orðagrín enda stóð „Dollarumma.“ Þá var hann einnig kallaður málaliði. 'Dollarumma' Milan fans welcome Gianluigi Donnarumma back to the San Siro pic.twitter.com/UrEynLqGu5— B/R Football (@brfootball) November 7, 2023 Markvörðurinn hefur til þessa spilað 86 leiki fyrir PSG en samningur hans við félagið rennur út sumarið 2026. Hann verður þá aðeins 27 ára gamall. Leik kvöldsins lauk með 2-1 sigri AC Milan. Um var að ræða fyrsta sigur liðsins í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í ár. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Stuðningsmaður PSG stunginn í Mílanó Stuðningsmaður Paris Saint-Germain sem fylgdi liðinu sínu til Mílanó á Ítalíu fyrir leik í Meistaradeildinni í kvöld fékk að kenna á því í slagsmálum á milli fylgismanna félaganna. 7. nóvember 2023 15:30 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira
Donnarumma er enn aðeins 24 ára gamall en spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðallið AC Milan þann 25. október 2015. Hann var aðalmarkvörður liðsins allt til 2021 þegar hann samdi við PSG á frjálsri sölu. Donnarumma spilaði 251 leik fyrir AC Milan en sumt stuðningsfólk félagsins vill meina að leikirnir hefðu átt að vera mun fleiri. Það telur að Donnarumma hafi á vissan hátt svikið AC Milan fyrir peningana í París. Það er þess vegna sem fjöldi fólks mun mæta með platpeninga á leik kvöldsins í von um að geta látið þá rigna yfir ítalska markvörðinn. AC Milan fans will throw these fake bank notes at Donnarumma tonight at San Siro as they felt betrayed when he left the club as free agent to join PSG more than two years ago. pic.twitter.com/KyWubSZFcl— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 7, 2023 Stuðningsfólk Milan stóð við stóru orðin og lét peningunum rigna yfir Donnarumma. Var nafninu hans snúið upp í orðagrín enda stóð „Dollarumma.“ Þá var hann einnig kallaður málaliði. 'Dollarumma' Milan fans welcome Gianluigi Donnarumma back to the San Siro pic.twitter.com/UrEynLqGu5— B/R Football (@brfootball) November 7, 2023 Markvörðurinn hefur til þessa spilað 86 leiki fyrir PSG en samningur hans við félagið rennur út sumarið 2026. Hann verður þá aðeins 27 ára gamall. Leik kvöldsins lauk með 2-1 sigri AC Milan. Um var að ræða fyrsta sigur liðsins í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í ár. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Stuðningsmaður PSG stunginn í Mílanó Stuðningsmaður Paris Saint-Germain sem fylgdi liðinu sínu til Mílanó á Ítalíu fyrir leik í Meistaradeildinni í kvöld fékk að kenna á því í slagsmálum á milli fylgismanna félaganna. 7. nóvember 2023 15:30 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira
Stuðningsmaður PSG stunginn í Mílanó Stuðningsmaður Paris Saint-Germain sem fylgdi liðinu sínu til Mílanó á Ítalíu fyrir leik í Meistaradeildinni í kvöld fékk að kenna á því í slagsmálum á milli fylgismanna félaganna. 7. nóvember 2023 15:30