Vigdís fallin og dottin í það Jakob Bjarnar skrifar 10. nóvember 2023 09:12 Vigdís Grímsdóttir sýnir hversu liðug hún er. En það á reyndar bara við um annan fótinn, ekki hinn. vísir/vilhelm „Já, besti minn, heldurðu að ég hafi getað hætt eins og ég ætlaði mér? Nei. Þetta Ævintýri vildi út. Fjallar um tvo stráka í heitasta landi í heimi sem fara með gamalli konu að hitta Drottninguna sem ræður þar lögum og lofum. Með í för slást blindur sveðjumaður og dætur hans tvær - og allt gerist sem mögulega getur gerst í ævintýri sem er nú satt best að segja veruleiki margra. Æ, þetta var nú eitthvað sem ég vildi ekki sagt hafa en ég segi það nú samt,“ segir Vigdís Grímsdóttir í samtali við blaðamann Vísis. Við aðdáendur Vigdísar kunnum okkur ekki læti því Vigdís er fallin eins og hún orðar það. Ný skáldsaga eftir Vigdísi – Ævintýri – var að koma út. Þetta sætir tíðindum í bókmenntaheiminum en Vigdís er auðvitað ein af okkar helstu höfundum og hlotið margar viðurkenningar fyrir verk sín, þeirra á meðal Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 1994 fyrir skáldsöguna Grandavegur 7 auk þess sem hún hefur verið tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Svo eitthvað sé nefnt. Vigdís með sinn einstaka tón. „Já, mér fannst nóg komið. Sneri mér að ævisögum og fannst það ægilega gaman. Svo sótti þetta alltaf á. Þeir skilja sem eru að reyna að hætta að drekka. Einn mánudaginn í góðu veðri, þú búin að vera edrú í tíu ár en ertu ekki bara allt í einu dottinn í það?“ Fíknin lætur ekki að sér hæða Það eru um tíu ár síðan skáldsaga eftir Vigdís kom út. Hún segir þetta fíkn að senda frá sér skáldskap. „Þetta er fíkn. Þú skrifar eitthvað í hljóði sem átti aldrei að verða neitt, ég á fullt af slíku, þetta sækir á mann og ég bara datt í það.“ Vigdís segir að menn séu alltaf að gefa sér eitthvað svona. Einn ætlar sér að hætta í brauðinu, svo líða þrjú ár og allt í einu er sá hinn sami kominn með heilt brauð og farinn að rífa það í sig. Vigdís segir það fíkn að senda frá sér skáldskap.vísir/vilhelm Blaðamaður á erfitt með að tengja fíkn við þetta brauðbindindi… „Eða skoðanaríkur maður sem ákveður að nú ætli hann að draga sig í hlé. En hann getur það ekki. Hann verður að stíga fram og segja eitthvað. Hann heldur sig á mottunni kannski í ár og svo byrjar hann aftur skoðanaríkari en nokkru sinni fyrr. Eins og þetta sé í eðlinu. Fíknin, hver sem hún er, hún er í blóðinu. Sá sem hefur sterkar skoðanir getur ekki þagað. Þú getur það ekki, stundum hefur hægt á þér en svo þarf að stinga á einhverju. Og ef þú gerir það ekki, hver gerir það þá? Og svo máttu þola allskonar leiðindi fyrir að gera þitt besta.“ Já, ók. „Er þetta ekki án nafns og númers?“ skýtur Vigdís skelmislega á blaðamann. „Nú er ég aftur byrjuð að skrifa. Þá er langt í að ég fari á snúruna með það. Ég bara held áfram og langar að skrifa nokkur ævintýri í viðbót. Ekki um strák og fisk. Kannski tvo ketti, kannski manneskjur sem ég veit um líka. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri.“ Heilahimnubólgan hægði á Vigdísi Ævintýri Vigdísar er skrítið, fallegt og hryllilegt eða eins og ævintýri eftir Vigdísi eiga að vera. „Ég er ofsalega ánægð að heyra það. Hefði verið leiðinlegt að heyra: Andskotans, eina ferðina enn, Vigdís.“ Ég skildi þetta endilega ekkert vel til að byrja með en þegar ég féllst á forsendur sögunnar, að ég ætti ekki endilega að skilja allt, þá rann þetta eins og lækur. Vigdís með ævintýrið sem frekjaðist til að koma út.vísir/vilhelm „Það þarf ekkert að skilja allt,“ segir Vigdís og hefur afar ákveðnar hugmyndir um lestrarhátt. „Maður ræður því hvernig maður les. Höfundurinn getur ekki verið að gagga yfir öxlina á manni.“ Þegar litið er yfir höfundaverkið þá er það sæmilegt, en kannski ekki eins mikið og maður hefði haldið í fljótu bragði. Vigdís segist skrifa stöðugt en hún gefi ekkert endilega allt út sem hún skrifar. „Fyrstu árin komu bækur út annað hvert ár. En svo fékk ég smávegis í heilann. Ég fékk ofsalega mikla heilahimnubólgu 2006 sem gerði að verkum að það hægðist á öllu systemi dálítið lengi. Þá fór ég að mála.“ Ævintýrið sem frekjaðist til að koma Vigdís segist alltaf hafa málað en ekki stöðugt. „Nema ég átti erfitt með orð og annað en þetta kom allt aftur. Það tók bara langan tíma. Jafnvægisskynið er ekki alveg komið aftur. Þetta er sem sagt ástæða fyrir því að ekki hefur komið meira út en ég held að þetta hafi verið gott fyrir mig. Maður þarf ekki alltaf að vera að gefa út bækur. Maður getur gert svo margt annað líka. Þessi bók kom af því að hún var að frekjast. Vigdís segist dottin í það og hún ætlar ekki að fara á snúruna í bráð.vísir/vilhelm Ég var hætt að skrifa skáldsögur til útgáfu en þessi var svoleiðis að hún þurfti að koma. Og það er ekkert dularfullt við það. Það gerist bara. Og nú er hún komin og ég sit hér og tala við þig. Sem hefði átt að vera miklu fyrr en út af einhverju allt öðru.“ Vigdís segir að þetta sé allt eins og vera ber en segir að maður ætti ekki að þurfa að fá einhvern heilaskaða til að átta sig á því að maður á ekki að gera of mikið af öllu. Þú segir að bókin hafi frekjast til að koma? „Kannski er þetta ekki fallegt orð, en hún þrýsti á mig þessi saga og heimtaði að fleiri sæju hana en ég og mitt heimafólk. Ég fór til Afríku sem hafði mikil áhrif á mig og hefur ennþá. Rosaleg fátækt í Afríku, þeir sem fá svona í höfuðið annað hvort deyja eða þurfa að lækna sig sjálfir. Ef þeir eiga ekki peninga.“ Hinn þægilegi framandleiki Ljóst er að dvölin í Afríku hafði mikil áhrif á Vígdísi. Hún segir stéttaskiptinginu svo óþægilega því hún sé beint fyrir framan mann. „Það eru hallir og utan í höllunum eru hreysi þar sem fólk á heima. Ekki með neinu rennandi vatni eða slíkum lúxus. Og börn eru hlaupandi ein úti á götu, eiga engan að eða eru send út að betla og svona. Þegar maður sér þetta svona beint fyrir framan nefið á sér er það allt öðruvísi en að sjá þetta í fréttum. Þá myndast þessi skil á milli. Maður getur einhvern veginn einangrað sig frá raunveruleikanum með þessum skilum sem verða þegar maður getur staðið upp úr sófanum, farið fram og fengið sér kaffi.“ Vigdís segist alltaf hafa málað og nýlega opnaði hún málverkasýningu.vísir/vilhelm Svo er náttúrlega hrikaleg fegurð þarna, fallegasta sólarlag í heimi og hryllilega mikill hiti og allt þetta. „Bæði jákvætt og neikvætt en aðallega neikvætt. Mér hefur fundist síðustu ár að það sæki í að við Íslendingar notum slæðu til að fela fátækt og það sem aðrir þurfa að líða fyrir. Þetta er eitthvað sem við þessi rómantíska millistétt viljum ekki sjá.“ Við hópumst kannski saman á fundi til að reyna að leggja okkar af mörkum en við ýtum raunveruleikanum til hliðar. Viljum ekki vita af henni né því að hún er að laumast aftan að okkur sjálfum. „Segjum: Nei, tuskan kostar ekki 285 krónur. Það getur ekki verið. Þetta er bara tuska. En fullt af fólki hefur ekki peninga hvorki til að kaupa þessa tusku eða ná í lyfin sín. Þetta er allt á yfirborðinu. Ég er svo hrædd um að við séum að sækja hægt og rólega í sama far og er í Afríku. Sem enginn vill en verður. Af því að það eru fáir sem hafa hagnað af fátækt annarra.“ Vigdís segir að langflesta meiði fátæktin. Og fólk vilji ýta henni til hliðar. „Svo ég vitni í ágætan mann: Það er einhver bilun í næturgalanum hjá góða fólkinu.“ Lögmál ævintýrsins Vigdís var sex mánuði úti í Afríku, í Djíbúdí nánar tiltekið, og ritaði þar frumdrögin. Svo fór hún heim til að vinna meira í þessu og lenda í því ævintýri sem er því samfara að senda frá sér bók. „Það eru milljón manns sem búa þarna, rúmlega. Og þetta er ríki sem er að mörgu leyti betur statt en mörg önnur Afríkuríki. Þarna er ekki von á stríðum vegna þess að saman koma herir úr öllum áttum. Þetta er frönsk nýlenda. Manneskjan sem stjórnar þessu, sem er nú reyndar kall, selur landið undir hervelli. Og svo verja þeir hver annan. Vinna að sínum góðu málum.“ Vigdís fór til Afríku og varð fyrir miklum áhrifum, ekki síst af misréttinu sem þar ríkir. Hún óttast að fátæktin komi aftan að okkur flestum.vísir/vilhelm Í Ævintýri er ógn og firring. Eins og fólki finnist ekkert óeðlilegt við ástandið og stöðuna? „Það eru nú að vakna einhver mótmæli. En þetta er auðvitað ævintýri. Og fer eftir lögmálum þess. Það er ógn að búa við svona mikla fátækt, bara það. Og brosa. Ég held að 93 prósent fólks tyggi katt (sem er einskonar kókalauf). Bara til að halda sér á lífi. Og hlæja saman og geta unnið skítadjobbin. Ef það fær þau. Þarna eru náttúrlega fleiri atvinnulausir en þeir sem hafa vinnu. Grunnurinn í þessu, eins og í öllum ævintýrum, er einhver sannleikur.“ Leiðist táknlæsi Vigdís segir að ævintýrið hafi verið eina formið sem kom til greina. „Já. Það bara kom. Ég hugsaði aldrei um það. Það var leiðin. Eða, það er hægt að líta á þetta sem ævintýri en mín ósk er nú að fólk lesi þetta sem einfalt ævintýri en hugsi svo á eftir; er þetta svona einfalt? En ekki fara að pota í einhver tákn. Þó þau séu nú eflaust þarna eins og í öllum bókum. En mér leiðist þetta táknlæsi. Þetta er nú bara þarna eins og það er eins og í ævintýrum. Mér finnst að Íslendingar eigi að lesa, njóta þess að lesa eða sveifla bókinni aftur fyrir sig ef þeir vilja ekki lesa. En ekki vera að grúska svona mikið, hvað er manneskjan að meina? Hún er bara að meina það sem stendur þarna. Hún er að skrifa það sem kemur af gæsinni. Þetta er ekkert flókið.“ Ég verð nú samt að spyrja, það eru tveir drengir, annar þeirra er fiskur… þetta stangast óneitanlega á við manns … reynsluheim? „Já, er það? Ég skil það ekki,“ segir Vigdís og hlær. „Í þjóðsögunum okkar þar koma hinar feitu kindur og kýr upp úr sjónum einn daginn. Og það er ekkert eðlilegra í þjóðsögunum og ævintýrum sem við eigum. Börn sem eiga náin sambönd við dýr þau skilja hvað átt er við. Að eignast vin sem er fiskur. Vigdís segir allan mun á því að rita ævisögur og svo skáldskap.vísir/vilhelm Hver er svo sem munurinn? Þessi helsti munur sem er á þeim er að annar er með kalt blóð en hinn heitt, annar er með tálkn og hinn lungu. Annar með sporð og hinn með fót, annar með roð og hinn með húð. Það er ekki svo mikill munur.“ Svo er þetta saga um vináttuna. „Þegar þú átt ekki vin þá verður þú að búa hann til. Af því að þú ert svo ljótur og leiðinlegur og enginn vill vera með þér af því að þú átt svo leiðinlega foreldra, eða þú varst svona eða hinsegin. Þú eignast ekki vin þegar hentar en einn daginn sérðu hann og hann er þarna. Hann er að vísu fiskur en hvað með það? Þú bara grípur um hann og þið eignist ævarandi vináttu. Það hafa þúsund bækur verið skrifaðar um þetta. Kannski ekki um dreng og fisk, frekar dreng og dreng. En nú á okkar tímum þegar kynin eru orðin 4.500 eða þar um bil þá er þetta nú ekkert mál. Þetta breytir ekki einu sinni málfræðinni.“ Þarna er reyndar guðið? „Þetta guð reynir svo mikið að gera sitt besta en nær svo litlum árangri að það verður að hvorugkyni.“ Mikill munur að skrifa skáldskap og ævisögur En ef við spólum aðeins til baka. Nú eru tíu ár eða svo síðan þú sendir frá þér skáldsögu. En þú sast ekki auðum höndum og fórst að skrá sögur einstaklinga? „Ég var að taka útvarpsviðtöl einu sinni fyrir RÚV með honum Þorleifi Friðrikssyni sagnfræðingi, yndislegur maður hann Þorleifur og við unnum nokkra þætti saman. Og í einum þættinum talaði ég við Bíbí sem þá hét Jónína Björk en seinna Bíbí Ísabella. Af því að það hafði hana alltaf langað til að heita.“ Vigdís segist algjörlega heilluð af Bíbí. „En þannig byrjaði það að öll sú saga varð til. Hún kom út 2006. Það væri hægt að skrifa margar ævisögur um Bíbí. Hún á svo mörg líf. Svo kom einhver skáldsaga þarna á milli, svo skrifuðum við Sigga Halldórs saman bók. Það var nú eitt skemmtilegasta sumar ævi minnar. Svo skrifaði ég með Sigrúnu Sveinbjarnardóttur sálfræðingi bók. Þá fannst mér nóg komið að þessu. Það var 2019. Svo kom þessi. Þá datt ég í það, í lygina og skáldskapinn.“ Vigdís segir misjafnt að vinna með fólki en hún hafi verið einstaklega heppin með manneskjur. Og hún þá komin í skáldsagnabindindi sem brestur verður nú á. En hver er munurinn á þessu tvennu, skáldskap og ævisögum? Vigdís segir himinn og haf. „Eins og með okkur Systu, við unnum þetta saman. Þetta er hennar ævi. Hún bjó á Akureyri og ég fór reyndar einu sinni til hennar þangað. Vigdís grúskar í sínu dóti. Hún segist ekki ein heldur tvær manneskjur og því verður hún aldrei einmana.vísir/vilhelm Við fórum yfir söguna. Hún sendi mér skrifaða pistla um hitt og þetta, sem eru í sögunni, ég talaði við hana auðvitað, og svo bræddum við þetta saman. En þetta er einhver misskilningur ef þetta er flokkað sem skáldsaga. Þetta er eins satt og Guð hefði sagt það.“ Vigsís segir verklagið allt annað. Þetta sé unnið með annarri manneskju. Mismikið. „Ég tók til dæmis Bíbí upp og vann það svo. Klippti og skar og svo lásum við yfir. Við Sigga skrifuðum jafnt og þétt saman. Auðvitað ætti þetta að vera skrifað á báða en það er ekki hefðin. Þetta er allt öðru vísi. Þú stýrir ekki ferðinni. En í skáldskapnum ræður það sem þú býrð til ferðinni. Að þessu sinni fiskur og drengur og gömul kona. Þau ráða ferðalaginu, en það er allt í hausnum á höfundinum sem reynir samt að halda sig í hæfilegri fjarlægð, hann reynir að trufla ekki. Þetta er ofsalegur munur. Þetta er allur munur.“ Vigdís ekki ein heldur tvær manneskjur Og svo er eitt stef í þínu höfundaverki kynferðisleg misneyting? „Já. Jú, í sjálfsævisögu minni. Dísusögu. Þar segir frá þeirri hlið sem sjaldan er talað um þegar börn lenda í misnotkun og það er þessi klofningur í karakternum. Sem gerðist í mínu lífi. Og örugglega í lífi margra margra annarra. Það er til dæmis þess vegna sem ég verð aldrei einmana, því ég er aldrei ein. Við erum alltaf tvær.“ Já. „Sem betur fer. Það gerist og er ekki eitthvað sem hægt er að lækna. Maður er heppinn að hafa ekki farið yfir strikið stóra og orðið mikið veikur. En ég hef búið við það alltaf að vera með aðra manneskju inni í mér sem hefur allt aðrar skoðanir en ... ég, eða ég sem einhver svona regnhlíf yfir þessar tvær manneskjur sem verður við þennan atburð.“ Vigdís segir að fólk bíði þess sjaldnast bætur að hafa lent í öðru eins. En hún hafi gert það. Á sinn hátt. „Ég hef gert það en er ekki sama manneskjan og ég var. Og ég er tvær manneskjur. Og það er yfirleitt gaman hjá mér. En það eru djúp áhrif á sálarlíf þeirra sem í lenda og annarra í kring. Vigdísi þótti svo gaman í útgáfuhófinu að henni lá við yfirliði.vísir/vilhelm Ég man eftir því að einn bróðir minn sagði við mig að hann hefði aldrei skilið af hverju ég hefði breyst svona mikið eftir þessa dvöl. Þar sem þetta gerðist. Ég var ekki eins góð við hann og hann gat ekki treyst mér eins vel og áður. Það var beint rakið til þessa. Karakterinn breytist.“ Þegar þetta gerðist var Vigdís tíu ára. Nú er hún sjötug og hún er í stuði. Nýverið var haldið útgáfupartí og málverkasýning í Hannesarholti. Og það var svo yndislegt að Vigdísi lá við yfirliði. „Það kom þarna allskonar fólk og talaði um allskonar bækur, og um það hvað ég hafi verið lygið og ómerkilegt barn. Allskonar sem mér þótti vænt um. Svo er ég með sýningu þarna líka. Það eru náttúrlega bara kisur. Skáldkisur.“ Höfundatal Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Með í för slást blindur sveðjumaður og dætur hans tvær - og allt gerist sem mögulega getur gerst í ævintýri sem er nú satt best að segja veruleiki margra. Æ, þetta var nú eitthvað sem ég vildi ekki sagt hafa en ég segi það nú samt,“ segir Vigdís Grímsdóttir í samtali við blaðamann Vísis. Við aðdáendur Vigdísar kunnum okkur ekki læti því Vigdís er fallin eins og hún orðar það. Ný skáldsaga eftir Vigdísi – Ævintýri – var að koma út. Þetta sætir tíðindum í bókmenntaheiminum en Vigdís er auðvitað ein af okkar helstu höfundum og hlotið margar viðurkenningar fyrir verk sín, þeirra á meðal Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 1994 fyrir skáldsöguna Grandavegur 7 auk þess sem hún hefur verið tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Svo eitthvað sé nefnt. Vigdís með sinn einstaka tón. „Já, mér fannst nóg komið. Sneri mér að ævisögum og fannst það ægilega gaman. Svo sótti þetta alltaf á. Þeir skilja sem eru að reyna að hætta að drekka. Einn mánudaginn í góðu veðri, þú búin að vera edrú í tíu ár en ertu ekki bara allt í einu dottinn í það?“ Fíknin lætur ekki að sér hæða Það eru um tíu ár síðan skáldsaga eftir Vigdís kom út. Hún segir þetta fíkn að senda frá sér skáldskap. „Þetta er fíkn. Þú skrifar eitthvað í hljóði sem átti aldrei að verða neitt, ég á fullt af slíku, þetta sækir á mann og ég bara datt í það.“ Vigdís segir að menn séu alltaf að gefa sér eitthvað svona. Einn ætlar sér að hætta í brauðinu, svo líða þrjú ár og allt í einu er sá hinn sami kominn með heilt brauð og farinn að rífa það í sig. Vigdís segir það fíkn að senda frá sér skáldskap.vísir/vilhelm Blaðamaður á erfitt með að tengja fíkn við þetta brauðbindindi… „Eða skoðanaríkur maður sem ákveður að nú ætli hann að draga sig í hlé. En hann getur það ekki. Hann verður að stíga fram og segja eitthvað. Hann heldur sig á mottunni kannski í ár og svo byrjar hann aftur skoðanaríkari en nokkru sinni fyrr. Eins og þetta sé í eðlinu. Fíknin, hver sem hún er, hún er í blóðinu. Sá sem hefur sterkar skoðanir getur ekki þagað. Þú getur það ekki, stundum hefur hægt á þér en svo þarf að stinga á einhverju. Og ef þú gerir það ekki, hver gerir það þá? Og svo máttu þola allskonar leiðindi fyrir að gera þitt besta.“ Já, ók. „Er þetta ekki án nafns og númers?“ skýtur Vigdís skelmislega á blaðamann. „Nú er ég aftur byrjuð að skrifa. Þá er langt í að ég fari á snúruna með það. Ég bara held áfram og langar að skrifa nokkur ævintýri í viðbót. Ekki um strák og fisk. Kannski tvo ketti, kannski manneskjur sem ég veit um líka. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri.“ Heilahimnubólgan hægði á Vigdísi Ævintýri Vigdísar er skrítið, fallegt og hryllilegt eða eins og ævintýri eftir Vigdísi eiga að vera. „Ég er ofsalega ánægð að heyra það. Hefði verið leiðinlegt að heyra: Andskotans, eina ferðina enn, Vigdís.“ Ég skildi þetta endilega ekkert vel til að byrja með en þegar ég féllst á forsendur sögunnar, að ég ætti ekki endilega að skilja allt, þá rann þetta eins og lækur. Vigdís með ævintýrið sem frekjaðist til að koma út.vísir/vilhelm „Það þarf ekkert að skilja allt,“ segir Vigdís og hefur afar ákveðnar hugmyndir um lestrarhátt. „Maður ræður því hvernig maður les. Höfundurinn getur ekki verið að gagga yfir öxlina á manni.“ Þegar litið er yfir höfundaverkið þá er það sæmilegt, en kannski ekki eins mikið og maður hefði haldið í fljótu bragði. Vigdís segist skrifa stöðugt en hún gefi ekkert endilega allt út sem hún skrifar. „Fyrstu árin komu bækur út annað hvert ár. En svo fékk ég smávegis í heilann. Ég fékk ofsalega mikla heilahimnubólgu 2006 sem gerði að verkum að það hægðist á öllu systemi dálítið lengi. Þá fór ég að mála.“ Ævintýrið sem frekjaðist til að koma Vigdís segist alltaf hafa málað en ekki stöðugt. „Nema ég átti erfitt með orð og annað en þetta kom allt aftur. Það tók bara langan tíma. Jafnvægisskynið er ekki alveg komið aftur. Þetta er sem sagt ástæða fyrir því að ekki hefur komið meira út en ég held að þetta hafi verið gott fyrir mig. Maður þarf ekki alltaf að vera að gefa út bækur. Maður getur gert svo margt annað líka. Þessi bók kom af því að hún var að frekjast. Vigdís segist dottin í það og hún ætlar ekki að fara á snúruna í bráð.vísir/vilhelm Ég var hætt að skrifa skáldsögur til útgáfu en þessi var svoleiðis að hún þurfti að koma. Og það er ekkert dularfullt við það. Það gerist bara. Og nú er hún komin og ég sit hér og tala við þig. Sem hefði átt að vera miklu fyrr en út af einhverju allt öðru.“ Vigdís segir að þetta sé allt eins og vera ber en segir að maður ætti ekki að þurfa að fá einhvern heilaskaða til að átta sig á því að maður á ekki að gera of mikið af öllu. Þú segir að bókin hafi frekjast til að koma? „Kannski er þetta ekki fallegt orð, en hún þrýsti á mig þessi saga og heimtaði að fleiri sæju hana en ég og mitt heimafólk. Ég fór til Afríku sem hafði mikil áhrif á mig og hefur ennþá. Rosaleg fátækt í Afríku, þeir sem fá svona í höfuðið annað hvort deyja eða þurfa að lækna sig sjálfir. Ef þeir eiga ekki peninga.“ Hinn þægilegi framandleiki Ljóst er að dvölin í Afríku hafði mikil áhrif á Vígdísi. Hún segir stéttaskiptinginu svo óþægilega því hún sé beint fyrir framan mann. „Það eru hallir og utan í höllunum eru hreysi þar sem fólk á heima. Ekki með neinu rennandi vatni eða slíkum lúxus. Og börn eru hlaupandi ein úti á götu, eiga engan að eða eru send út að betla og svona. Þegar maður sér þetta svona beint fyrir framan nefið á sér er það allt öðruvísi en að sjá þetta í fréttum. Þá myndast þessi skil á milli. Maður getur einhvern veginn einangrað sig frá raunveruleikanum með þessum skilum sem verða þegar maður getur staðið upp úr sófanum, farið fram og fengið sér kaffi.“ Vigdís segist alltaf hafa málað og nýlega opnaði hún málverkasýningu.vísir/vilhelm Svo er náttúrlega hrikaleg fegurð þarna, fallegasta sólarlag í heimi og hryllilega mikill hiti og allt þetta. „Bæði jákvætt og neikvætt en aðallega neikvætt. Mér hefur fundist síðustu ár að það sæki í að við Íslendingar notum slæðu til að fela fátækt og það sem aðrir þurfa að líða fyrir. Þetta er eitthvað sem við þessi rómantíska millistétt viljum ekki sjá.“ Við hópumst kannski saman á fundi til að reyna að leggja okkar af mörkum en við ýtum raunveruleikanum til hliðar. Viljum ekki vita af henni né því að hún er að laumast aftan að okkur sjálfum. „Segjum: Nei, tuskan kostar ekki 285 krónur. Það getur ekki verið. Þetta er bara tuska. En fullt af fólki hefur ekki peninga hvorki til að kaupa þessa tusku eða ná í lyfin sín. Þetta er allt á yfirborðinu. Ég er svo hrædd um að við séum að sækja hægt og rólega í sama far og er í Afríku. Sem enginn vill en verður. Af því að það eru fáir sem hafa hagnað af fátækt annarra.“ Vigdís segir að langflesta meiði fátæktin. Og fólk vilji ýta henni til hliðar. „Svo ég vitni í ágætan mann: Það er einhver bilun í næturgalanum hjá góða fólkinu.“ Lögmál ævintýrsins Vigdís var sex mánuði úti í Afríku, í Djíbúdí nánar tiltekið, og ritaði þar frumdrögin. Svo fór hún heim til að vinna meira í þessu og lenda í því ævintýri sem er því samfara að senda frá sér bók. „Það eru milljón manns sem búa þarna, rúmlega. Og þetta er ríki sem er að mörgu leyti betur statt en mörg önnur Afríkuríki. Þarna er ekki von á stríðum vegna þess að saman koma herir úr öllum áttum. Þetta er frönsk nýlenda. Manneskjan sem stjórnar þessu, sem er nú reyndar kall, selur landið undir hervelli. Og svo verja þeir hver annan. Vinna að sínum góðu málum.“ Vigdís fór til Afríku og varð fyrir miklum áhrifum, ekki síst af misréttinu sem þar ríkir. Hún óttast að fátæktin komi aftan að okkur flestum.vísir/vilhelm Í Ævintýri er ógn og firring. Eins og fólki finnist ekkert óeðlilegt við ástandið og stöðuna? „Það eru nú að vakna einhver mótmæli. En þetta er auðvitað ævintýri. Og fer eftir lögmálum þess. Það er ógn að búa við svona mikla fátækt, bara það. Og brosa. Ég held að 93 prósent fólks tyggi katt (sem er einskonar kókalauf). Bara til að halda sér á lífi. Og hlæja saman og geta unnið skítadjobbin. Ef það fær þau. Þarna eru náttúrlega fleiri atvinnulausir en þeir sem hafa vinnu. Grunnurinn í þessu, eins og í öllum ævintýrum, er einhver sannleikur.“ Leiðist táknlæsi Vigdís segir að ævintýrið hafi verið eina formið sem kom til greina. „Já. Það bara kom. Ég hugsaði aldrei um það. Það var leiðin. Eða, það er hægt að líta á þetta sem ævintýri en mín ósk er nú að fólk lesi þetta sem einfalt ævintýri en hugsi svo á eftir; er þetta svona einfalt? En ekki fara að pota í einhver tákn. Þó þau séu nú eflaust þarna eins og í öllum bókum. En mér leiðist þetta táknlæsi. Þetta er nú bara þarna eins og það er eins og í ævintýrum. Mér finnst að Íslendingar eigi að lesa, njóta þess að lesa eða sveifla bókinni aftur fyrir sig ef þeir vilja ekki lesa. En ekki vera að grúska svona mikið, hvað er manneskjan að meina? Hún er bara að meina það sem stendur þarna. Hún er að skrifa það sem kemur af gæsinni. Þetta er ekkert flókið.“ Ég verð nú samt að spyrja, það eru tveir drengir, annar þeirra er fiskur… þetta stangast óneitanlega á við manns … reynsluheim? „Já, er það? Ég skil það ekki,“ segir Vigdís og hlær. „Í þjóðsögunum okkar þar koma hinar feitu kindur og kýr upp úr sjónum einn daginn. Og það er ekkert eðlilegra í þjóðsögunum og ævintýrum sem við eigum. Börn sem eiga náin sambönd við dýr þau skilja hvað átt er við. Að eignast vin sem er fiskur. Vigdís segir allan mun á því að rita ævisögur og svo skáldskap.vísir/vilhelm Hver er svo sem munurinn? Þessi helsti munur sem er á þeim er að annar er með kalt blóð en hinn heitt, annar er með tálkn og hinn lungu. Annar með sporð og hinn með fót, annar með roð og hinn með húð. Það er ekki svo mikill munur.“ Svo er þetta saga um vináttuna. „Þegar þú átt ekki vin þá verður þú að búa hann til. Af því að þú ert svo ljótur og leiðinlegur og enginn vill vera með þér af því að þú átt svo leiðinlega foreldra, eða þú varst svona eða hinsegin. Þú eignast ekki vin þegar hentar en einn daginn sérðu hann og hann er þarna. Hann er að vísu fiskur en hvað með það? Þú bara grípur um hann og þið eignist ævarandi vináttu. Það hafa þúsund bækur verið skrifaðar um þetta. Kannski ekki um dreng og fisk, frekar dreng og dreng. En nú á okkar tímum þegar kynin eru orðin 4.500 eða þar um bil þá er þetta nú ekkert mál. Þetta breytir ekki einu sinni málfræðinni.“ Þarna er reyndar guðið? „Þetta guð reynir svo mikið að gera sitt besta en nær svo litlum árangri að það verður að hvorugkyni.“ Mikill munur að skrifa skáldskap og ævisögur En ef við spólum aðeins til baka. Nú eru tíu ár eða svo síðan þú sendir frá þér skáldsögu. En þú sast ekki auðum höndum og fórst að skrá sögur einstaklinga? „Ég var að taka útvarpsviðtöl einu sinni fyrir RÚV með honum Þorleifi Friðrikssyni sagnfræðingi, yndislegur maður hann Þorleifur og við unnum nokkra þætti saman. Og í einum þættinum talaði ég við Bíbí sem þá hét Jónína Björk en seinna Bíbí Ísabella. Af því að það hafði hana alltaf langað til að heita.“ Vigdís segist algjörlega heilluð af Bíbí. „En þannig byrjaði það að öll sú saga varð til. Hún kom út 2006. Það væri hægt að skrifa margar ævisögur um Bíbí. Hún á svo mörg líf. Svo kom einhver skáldsaga þarna á milli, svo skrifuðum við Sigga Halldórs saman bók. Það var nú eitt skemmtilegasta sumar ævi minnar. Svo skrifaði ég með Sigrúnu Sveinbjarnardóttur sálfræðingi bók. Þá fannst mér nóg komið að þessu. Það var 2019. Svo kom þessi. Þá datt ég í það, í lygina og skáldskapinn.“ Vigdís segir misjafnt að vinna með fólki en hún hafi verið einstaklega heppin með manneskjur. Og hún þá komin í skáldsagnabindindi sem brestur verður nú á. En hver er munurinn á þessu tvennu, skáldskap og ævisögum? Vigdís segir himinn og haf. „Eins og með okkur Systu, við unnum þetta saman. Þetta er hennar ævi. Hún bjó á Akureyri og ég fór reyndar einu sinni til hennar þangað. Vigdís grúskar í sínu dóti. Hún segist ekki ein heldur tvær manneskjur og því verður hún aldrei einmana.vísir/vilhelm Við fórum yfir söguna. Hún sendi mér skrifaða pistla um hitt og þetta, sem eru í sögunni, ég talaði við hana auðvitað, og svo bræddum við þetta saman. En þetta er einhver misskilningur ef þetta er flokkað sem skáldsaga. Þetta er eins satt og Guð hefði sagt það.“ Vigsís segir verklagið allt annað. Þetta sé unnið með annarri manneskju. Mismikið. „Ég tók til dæmis Bíbí upp og vann það svo. Klippti og skar og svo lásum við yfir. Við Sigga skrifuðum jafnt og þétt saman. Auðvitað ætti þetta að vera skrifað á báða en það er ekki hefðin. Þetta er allt öðru vísi. Þú stýrir ekki ferðinni. En í skáldskapnum ræður það sem þú býrð til ferðinni. Að þessu sinni fiskur og drengur og gömul kona. Þau ráða ferðalaginu, en það er allt í hausnum á höfundinum sem reynir samt að halda sig í hæfilegri fjarlægð, hann reynir að trufla ekki. Þetta er ofsalegur munur. Þetta er allur munur.“ Vigdís ekki ein heldur tvær manneskjur Og svo er eitt stef í þínu höfundaverki kynferðisleg misneyting? „Já. Jú, í sjálfsævisögu minni. Dísusögu. Þar segir frá þeirri hlið sem sjaldan er talað um þegar börn lenda í misnotkun og það er þessi klofningur í karakternum. Sem gerðist í mínu lífi. Og örugglega í lífi margra margra annarra. Það er til dæmis þess vegna sem ég verð aldrei einmana, því ég er aldrei ein. Við erum alltaf tvær.“ Já. „Sem betur fer. Það gerist og er ekki eitthvað sem hægt er að lækna. Maður er heppinn að hafa ekki farið yfir strikið stóra og orðið mikið veikur. En ég hef búið við það alltaf að vera með aðra manneskju inni í mér sem hefur allt aðrar skoðanir en ... ég, eða ég sem einhver svona regnhlíf yfir þessar tvær manneskjur sem verður við þennan atburð.“ Vigdís segir að fólk bíði þess sjaldnast bætur að hafa lent í öðru eins. En hún hafi gert það. Á sinn hátt. „Ég hef gert það en er ekki sama manneskjan og ég var. Og ég er tvær manneskjur. Og það er yfirleitt gaman hjá mér. En það eru djúp áhrif á sálarlíf þeirra sem í lenda og annarra í kring. Vigdísi þótti svo gaman í útgáfuhófinu að henni lá við yfirliði.vísir/vilhelm Ég man eftir því að einn bróðir minn sagði við mig að hann hefði aldrei skilið af hverju ég hefði breyst svona mikið eftir þessa dvöl. Þar sem þetta gerðist. Ég var ekki eins góð við hann og hann gat ekki treyst mér eins vel og áður. Það var beint rakið til þessa. Karakterinn breytist.“ Þegar þetta gerðist var Vigdís tíu ára. Nú er hún sjötug og hún er í stuði. Nýverið var haldið útgáfupartí og málverkasýning í Hannesarholti. Og það var svo yndislegt að Vigdísi lá við yfirliði. „Það kom þarna allskonar fólk og talaði um allskonar bækur, og um það hvað ég hafi verið lygið og ómerkilegt barn. Allskonar sem mér þótti vænt um. Svo er ég með sýningu þarna líka. Það eru náttúrlega bara kisur. Skáldkisur.“
Höfundatal Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira