Elliði Snær: Gott fyrir Snorra að við rústuðum ekki báðum leikjunum Andri Már Eggertsson skrifar 4. nóvember 2023 20:41 Elliði Snær Viðarsson í leik dagsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz Elliði Snær Viðarsson, leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta, var nokkuð ánægður með verkefnið í heild sinni. „Þeir spiluðu töluvert betur einum fleiri í sókn heldur en í gær. Við áttum einhver svör en þeir náðu að spila sig ótrúlega vel í gegn,“ sagði Elliði Snær Viðarsson í viðtali eftir leik. Elliði hrósaði Elíasi Ellefsen á Skipagøtu sem reyndist íslenska liðinu erfiður í dag. „Við töluðum um það í hálfleik að Elías fengi að komast allt of nálægt vörninni. Þetta er hans sterkasti eiginleiki en það er okkar að skoða þetta og finna út úr því hvernig við getum leyst þetta betur.“ Ísland var fjórum mörkum yfir í hálfleik og Elliði var ánægður með varnarleikinn þar sem gestirnir skoruðu aðeins tólf mörk. „Við fengum á okkur tólf mörk. Við eigum inni betri seinni bylgju en þeir mega fá hrós fyrir að hafa klárað færin sín betur í dag en í gær.“ Lokamínúturnar voru æsispennandi og að mati Elliða fékk íslenska liðið betri færi sem þeir skoruðu úr. „Við vorum að taka skot þar sem við vorum galopnir. Þetta var búið að vera stöngin út hjá okkur en við fengum betri færi undir lokin.“ Elliði var ánægður með verkefnið í heild sinni og taldi það gott fyrir Snorra Stein að það væru hlutir sem liðið þurfi að laga. „Þrátt fyrir að við hefðum viljað spila betur í dag þá var það mögulega betra fyrir Snorra að sjá hvað gekk illa líka. Það hefði ekkert endilega verið gott fyrir hann hefðum við rústað öllum leikjunum þrátt fyrir að það hafi verið markmiðið. Þetta fer vel af stað og ég er spenntur fyrir framhaldinu,“ sagði Elliði að lokum. Landslið karla í handbolta Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Sjá meira
„Þeir spiluðu töluvert betur einum fleiri í sókn heldur en í gær. Við áttum einhver svör en þeir náðu að spila sig ótrúlega vel í gegn,“ sagði Elliði Snær Viðarsson í viðtali eftir leik. Elliði hrósaði Elíasi Ellefsen á Skipagøtu sem reyndist íslenska liðinu erfiður í dag. „Við töluðum um það í hálfleik að Elías fengi að komast allt of nálægt vörninni. Þetta er hans sterkasti eiginleiki en það er okkar að skoða þetta og finna út úr því hvernig við getum leyst þetta betur.“ Ísland var fjórum mörkum yfir í hálfleik og Elliði var ánægður með varnarleikinn þar sem gestirnir skoruðu aðeins tólf mörk. „Við fengum á okkur tólf mörk. Við eigum inni betri seinni bylgju en þeir mega fá hrós fyrir að hafa klárað færin sín betur í dag en í gær.“ Lokamínúturnar voru æsispennandi og að mati Elliða fékk íslenska liðið betri færi sem þeir skoruðu úr. „Við vorum að taka skot þar sem við vorum galopnir. Þetta var búið að vera stöngin út hjá okkur en við fengum betri færi undir lokin.“ Elliði var ánægður með verkefnið í heild sinni og taldi það gott fyrir Snorra Stein að það væru hlutir sem liðið þurfi að laga. „Þrátt fyrir að við hefðum viljað spila betur í dag þá var það mögulega betra fyrir Snorra að sjá hvað gekk illa líka. Það hefði ekkert endilega verið gott fyrir hann hefðum við rústað öllum leikjunum þrátt fyrir að það hafi verið markmiðið. Þetta fer vel af stað og ég er spenntur fyrir framhaldinu,“ sagði Elliði að lokum.
Landslið karla í handbolta Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Sjá meira