Forviða yfir því að enginn hafi stöðvað útbreiðslu lúsarinnar Bjarki Sigurðsson skrifar 3. nóvember 2023 23:30 Fiskar með sár eftir laxalús í kvíum í Tálknafirði. Veiga Grétarsdóttir Fyrrverandi prófessor í velferð fiska segist aldrei hafa séð eins sára laxa eftir lús og þá sem eru í kvíum Arctic Fish og Arnarlax í Tálknafirði. Hann segist forviða yfir því að ekki hafi verið brugðist fyrr við. Líkt og fjallað var um í kvöldfréttum í gær hefur um milljón fiskum verið slátrað eða fargað vegna laxalúsafaraldurs í sjókvíum Arctic Fish og Arnarlax í Tálknafirði. Myndefni sem kayakræðarinn Veiga Grétarsdóttir tók af fiskunum fyrir viku síðan sýnir kvíarnar fullar af annað hvort lúsétnum eða dauðum fiskum. Lúsafaraldurinn hefur vakið athygli erlendis og fjallaði The Guardian ítarlega um hann í morgun. Trygve Poppe, fyrrverandi prófessor í velferð fiska, segir fiskana á myndunum í kvíunum í Tálknafirði vera við dauðans dyr vegna lúsarinnar. Hann segist aldrei hafa séð svo sundurétna fiska í svo miklu magni áður. „Þetta eru mjög slæmir og útbreiddir áverkar. Ég myndi segja að þetta væri lokastig laxalúsaplágu þar sem lýsnar éta allt roðið af haus og hnakka fisksins. Svo, já, þessir fiskar þjást greinilega og þeir hljóta að hafa þjáðst býsna lengi að mínu viti því þetta eru útbreidd sár sem eru mjög langt gengin,“ segir Poppe. Trygve Poppe hefur starfað í kringum velferð fiska nánast allt sitt líf.Vísir Það kemur honum á óvart að norskir eigendur sjókvíaeldisfyrirtækjanna hafi leyft lúsinni að breiðast svona út. Þeir eigi að vita betur. „Þeir eiga sannarlega að hafa reynslu og þekkingu á því hvernig á að meðhöndla laxalús. Þetta á að vera vel þekkt vandamál hjá norskum fiskeldismönnum sem hafa komið sér fyrir á Vestfjörðum. Ég er undrandi á umfanginu og að einhver skyldi leyfa þessu að gerast. Þetta er mjög alvarlegt brot á dýravelferðarreglum,“ segir Trygve. Fiskeldi Sjókvíaeldi Tálknafjörður Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Vill stjórnendur laxeldisfyrirtækja í fangelsi Um milljón lúsugum löxum hefur verið slátrað eða þeir drepist í sjókvíum í Tálknafirði. Talsmaður náttúruverndarsamtaka segir útilokað annað en að fiskarnir þjáist miðað við núverandi rekstrarfyrirkomulag. Hann kallar stjórnendur fyrirtækjanna glæpamenn. 2. nóvember 2023 20:37 Um milljón laxar orðið fordæmalausum lúsafaraldri að bráð Að minnsta kosti ein milljón laxa hefur drepist eða verið fargað í fordæmalausum laxalúsafaraldri í Tálknafirði. 1. nóvember 2023 20:07 Vilja leggja bann á fiskeldi í opnum sjókvíum: „Þetta er bara ógeðslegt“ Þingmenn Pírata hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að banna eigi fiskeldi í opnum sjókvíum. Flutningsmaður tillögunar segir eldið vera dýraníð og að það valdi gríðarlegum skemmdum á vistkerfum landsins. 3. nóvember 2023 11:46 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Fleiri fréttir Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Sjá meira
Líkt og fjallað var um í kvöldfréttum í gær hefur um milljón fiskum verið slátrað eða fargað vegna laxalúsafaraldurs í sjókvíum Arctic Fish og Arnarlax í Tálknafirði. Myndefni sem kayakræðarinn Veiga Grétarsdóttir tók af fiskunum fyrir viku síðan sýnir kvíarnar fullar af annað hvort lúsétnum eða dauðum fiskum. Lúsafaraldurinn hefur vakið athygli erlendis og fjallaði The Guardian ítarlega um hann í morgun. Trygve Poppe, fyrrverandi prófessor í velferð fiska, segir fiskana á myndunum í kvíunum í Tálknafirði vera við dauðans dyr vegna lúsarinnar. Hann segist aldrei hafa séð svo sundurétna fiska í svo miklu magni áður. „Þetta eru mjög slæmir og útbreiddir áverkar. Ég myndi segja að þetta væri lokastig laxalúsaplágu þar sem lýsnar éta allt roðið af haus og hnakka fisksins. Svo, já, þessir fiskar þjást greinilega og þeir hljóta að hafa þjáðst býsna lengi að mínu viti því þetta eru útbreidd sár sem eru mjög langt gengin,“ segir Poppe. Trygve Poppe hefur starfað í kringum velferð fiska nánast allt sitt líf.Vísir Það kemur honum á óvart að norskir eigendur sjókvíaeldisfyrirtækjanna hafi leyft lúsinni að breiðast svona út. Þeir eigi að vita betur. „Þeir eiga sannarlega að hafa reynslu og þekkingu á því hvernig á að meðhöndla laxalús. Þetta á að vera vel þekkt vandamál hjá norskum fiskeldismönnum sem hafa komið sér fyrir á Vestfjörðum. Ég er undrandi á umfanginu og að einhver skyldi leyfa þessu að gerast. Þetta er mjög alvarlegt brot á dýravelferðarreglum,“ segir Trygve.
Fiskeldi Sjókvíaeldi Tálknafjörður Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Vill stjórnendur laxeldisfyrirtækja í fangelsi Um milljón lúsugum löxum hefur verið slátrað eða þeir drepist í sjókvíum í Tálknafirði. Talsmaður náttúruverndarsamtaka segir útilokað annað en að fiskarnir þjáist miðað við núverandi rekstrarfyrirkomulag. Hann kallar stjórnendur fyrirtækjanna glæpamenn. 2. nóvember 2023 20:37 Um milljón laxar orðið fordæmalausum lúsafaraldri að bráð Að minnsta kosti ein milljón laxa hefur drepist eða verið fargað í fordæmalausum laxalúsafaraldri í Tálknafirði. 1. nóvember 2023 20:07 Vilja leggja bann á fiskeldi í opnum sjókvíum: „Þetta er bara ógeðslegt“ Þingmenn Pírata hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að banna eigi fiskeldi í opnum sjókvíum. Flutningsmaður tillögunar segir eldið vera dýraníð og að það valdi gríðarlegum skemmdum á vistkerfum landsins. 3. nóvember 2023 11:46 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Fleiri fréttir Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Sjá meira
Vill stjórnendur laxeldisfyrirtækja í fangelsi Um milljón lúsugum löxum hefur verið slátrað eða þeir drepist í sjókvíum í Tálknafirði. Talsmaður náttúruverndarsamtaka segir útilokað annað en að fiskarnir þjáist miðað við núverandi rekstrarfyrirkomulag. Hann kallar stjórnendur fyrirtækjanna glæpamenn. 2. nóvember 2023 20:37
Um milljón laxar orðið fordæmalausum lúsafaraldri að bráð Að minnsta kosti ein milljón laxa hefur drepist eða verið fargað í fordæmalausum laxalúsafaraldri í Tálknafirði. 1. nóvember 2023 20:07
Vilja leggja bann á fiskeldi í opnum sjókvíum: „Þetta er bara ógeðslegt“ Þingmenn Pírata hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að banna eigi fiskeldi í opnum sjókvíum. Flutningsmaður tillögunar segir eldið vera dýraníð og að það valdi gríðarlegum skemmdum á vistkerfum landsins. 3. nóvember 2023 11:46