Krafa þjóðarinnar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 3. nóvember 2023 11:30 Fullyrðingar heyrast gjarnan úr röðum þeirra sem vilja skipta lýðveldisstjórnarskránni út fyrir aðra þess efnis að um háværa kröfu þjóðarinnar sé að ræða. Fátt ef eitthvað er þó til marks um það að svo sé í raun. Þvert á móti bendir flest til þess að mikill meirihluti þjóðarinnar hafi sáralítinn áhuga á málinu. Raunar svo lítinn að umræddir einstaklingar finna sig reglulega knúna til þess að minna þjóðina á meinta kröfu hennar. Kosningar til stjórnlagaþings fóru þannig til að mynda fram í lok nóvember 2010 og var kjörsóknin aðeins 36,8%. Verkefni þingsins var ekki að semja nýja stjórnarskrá eins og stundum er fullyrt heldur einungis að „endurskoða og gera tillögur um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins“ eins og sagði í greinargerð með frumvarpi til laga um það. Sama átti við um stjórnlagaráð sem skipað var eftir að kosningarnar voru dæmdar ólögmætar. Haustið 2012 fór fram ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs. Til stóð áður að halda hana samhliða forsetakosningunum um vorið í von um að auka líkurnar á því að fólk mætti á kjörstað en það reyndist ekki mögulegt. Kosningaþátttakan um haustið var aðeins 48,9%. Einungis um þriðjungur kjósenda á kjörskrá sagðist hlynntur því að tillögurnar yrðu „lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá“. Fámenn hátíðarhöld á Austurvelli Fjórum sinnum hefur verið efnt til þingkosninga síðan ráðgefandi þjóðaratkvæðið fór fram. Framboð hlynnt því að skipta um stjórnarskrá fengu mest um þriðjung atkvæða samanlagt í kosningunum 2013 en harkalega var tekizt á um málið á Alþingi í aðdraganda þeirra. Hins vegar skiluðu kosningarnar þeim tveimur flokkum sem andvígir voru málinu, Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, meirihluta þingsæta. Fylgi framboða hlynntum því að skipta um stjórnarskrá hefur síðan þá almennt farið minnkandi og var einungis um 22% samanlagt í þingkosningunum 2021 þrátt fyrir auglýsingaherferð Stjórnarskrárfélagsins í aðdraganda þeirra þar sem kjósendur voru hvattir til þess að styðja einungis slík framboð. Fylgi Samfylkingarinnar hefur hins vegar stóraukizt meðal annars í kjölfar þess að flokkurinn hætti að leggja áherzlu á málið. Fyrir ári síðan boðaði Stjórnarskrárfélagið til hátíðarhalda á Austurvelli í tilefni þess að tíu ár voru þá liðin frá því að ráðgefandi þjóðaratkvæðið fór fram. Var atburðurinn vandlega auglýstur í fjölmiðlum og á Facebook-síðu félagsins vikurnar og mánuðina á undan. Skemmst er hins vegar frá því að segja að sárafáir létu sjá sig. Raunar svo fáir að ekkert var fjallað meira um hátíðarhöldin á Facebook-síðunni eftir að þau hófust. Tvennt hægt að gera við tillögurnar Fátt ef eitthvað bendir einfaldlega til þess að sérstakur áhugi sé á því hjá íslenzku þjóðinni að skipta stjórnarskrá lýðveldisins út fyrir aðra. Þvert á móti hefur það ítrekað sýnt sig þegar til kastanna hefur komið að þjóðin hefur haft vægast sagt mjög takmarkaðan áhuga á málinu. Þá ekki sízt í þingkosningum þar sem framboð hlynnt því að skipta um stjórnarskrá hafa fengið minna fylgi samanlagt en Sjálfstæðisflokkurinn einn. Við þetta má bæta að ráðgefandi þjóðaratkvæðið frá 2012 hefur í reynd þegar verið uppfyllt enda voru tillögur stjórnlagaráðs „lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá“. Frumvarpið náði hins vegar ekki fram að ganga á Alþingi en tekið var skýrt fram bæði á kjörseðlinum og í kynningarefni í aðdraganda þjóðaratkvæðisins að síðasta orðið í þeim efnum lægi hjá þinginu í samræmi við stjórnskipun landsins. Tvennt er fyrir vikið hægt að gera við tillögur stjórnlagaráðs með tilliti til verkefnis ráðsins og þeirra forsendna sem lágu til grundvallar ráðgefandi þjóðaratkvæðinu. Annað hvort að líta á tillögurnar eins og þær voru alltaf hugsaðar, sem innlegg í þá vinnu að gera breytingar á stjórnarskránni þar sem þær eru taldar nýtast, eða að hafa þær einfaldlega að engu í ljósi þess að umrædd vinna var ekki í samræmi við umboð ráðsins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Stjórnarskrá Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Fullyrðingar heyrast gjarnan úr röðum þeirra sem vilja skipta lýðveldisstjórnarskránni út fyrir aðra þess efnis að um háværa kröfu þjóðarinnar sé að ræða. Fátt ef eitthvað er þó til marks um það að svo sé í raun. Þvert á móti bendir flest til þess að mikill meirihluti þjóðarinnar hafi sáralítinn áhuga á málinu. Raunar svo lítinn að umræddir einstaklingar finna sig reglulega knúna til þess að minna þjóðina á meinta kröfu hennar. Kosningar til stjórnlagaþings fóru þannig til að mynda fram í lok nóvember 2010 og var kjörsóknin aðeins 36,8%. Verkefni þingsins var ekki að semja nýja stjórnarskrá eins og stundum er fullyrt heldur einungis að „endurskoða og gera tillögur um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins“ eins og sagði í greinargerð með frumvarpi til laga um það. Sama átti við um stjórnlagaráð sem skipað var eftir að kosningarnar voru dæmdar ólögmætar. Haustið 2012 fór fram ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs. Til stóð áður að halda hana samhliða forsetakosningunum um vorið í von um að auka líkurnar á því að fólk mætti á kjörstað en það reyndist ekki mögulegt. Kosningaþátttakan um haustið var aðeins 48,9%. Einungis um þriðjungur kjósenda á kjörskrá sagðist hlynntur því að tillögurnar yrðu „lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá“. Fámenn hátíðarhöld á Austurvelli Fjórum sinnum hefur verið efnt til þingkosninga síðan ráðgefandi þjóðaratkvæðið fór fram. Framboð hlynnt því að skipta um stjórnarskrá fengu mest um þriðjung atkvæða samanlagt í kosningunum 2013 en harkalega var tekizt á um málið á Alþingi í aðdraganda þeirra. Hins vegar skiluðu kosningarnar þeim tveimur flokkum sem andvígir voru málinu, Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, meirihluta þingsæta. Fylgi framboða hlynntum því að skipta um stjórnarskrá hefur síðan þá almennt farið minnkandi og var einungis um 22% samanlagt í þingkosningunum 2021 þrátt fyrir auglýsingaherferð Stjórnarskrárfélagsins í aðdraganda þeirra þar sem kjósendur voru hvattir til þess að styðja einungis slík framboð. Fylgi Samfylkingarinnar hefur hins vegar stóraukizt meðal annars í kjölfar þess að flokkurinn hætti að leggja áherzlu á málið. Fyrir ári síðan boðaði Stjórnarskrárfélagið til hátíðarhalda á Austurvelli í tilefni þess að tíu ár voru þá liðin frá því að ráðgefandi þjóðaratkvæðið fór fram. Var atburðurinn vandlega auglýstur í fjölmiðlum og á Facebook-síðu félagsins vikurnar og mánuðina á undan. Skemmst er hins vegar frá því að segja að sárafáir létu sjá sig. Raunar svo fáir að ekkert var fjallað meira um hátíðarhöldin á Facebook-síðunni eftir að þau hófust. Tvennt hægt að gera við tillögurnar Fátt ef eitthvað bendir einfaldlega til þess að sérstakur áhugi sé á því hjá íslenzku þjóðinni að skipta stjórnarskrá lýðveldisins út fyrir aðra. Þvert á móti hefur það ítrekað sýnt sig þegar til kastanna hefur komið að þjóðin hefur haft vægast sagt mjög takmarkaðan áhuga á málinu. Þá ekki sízt í þingkosningum þar sem framboð hlynnt því að skipta um stjórnarskrá hafa fengið minna fylgi samanlagt en Sjálfstæðisflokkurinn einn. Við þetta má bæta að ráðgefandi þjóðaratkvæðið frá 2012 hefur í reynd þegar verið uppfyllt enda voru tillögur stjórnlagaráðs „lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá“. Frumvarpið náði hins vegar ekki fram að ganga á Alþingi en tekið var skýrt fram bæði á kjörseðlinum og í kynningarefni í aðdraganda þjóðaratkvæðisins að síðasta orðið í þeim efnum lægi hjá þinginu í samræmi við stjórnskipun landsins. Tvennt er fyrir vikið hægt að gera við tillögur stjórnlagaráðs með tilliti til verkefnis ráðsins og þeirra forsendna sem lágu til grundvallar ráðgefandi þjóðaratkvæðinu. Annað hvort að líta á tillögurnar eins og þær voru alltaf hugsaðar, sem innlegg í þá vinnu að gera breytingar á stjórnarskránni þar sem þær eru taldar nýtast, eða að hafa þær einfaldlega að engu í ljósi þess að umrædd vinna var ekki í samræmi við umboð ráðsins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun