Heitt vatn og rafmagn undir: „Allt kapp lagt á það að verja virkjunina“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 2. nóvember 2023 23:00 Kristinn Harðarson er framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku. Vísir/Sigurjón Framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku segir virkjun fyrirtækisins í Svartsengi gríðarlega mikilvæga, enda sjái hún íbúum á Reykjanesi fyrir heitu og köldu vatni og rafmagni. Verði eldgos á vondum stað verði erfiðast að koma heitu vatni til íbúa. Kristinn Harðarson, framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku, ræddi stöðuna á Reykjanesi á upplýsingafundi íbúa í Grindavík í dag. Fyrirtækið er með tvær virkjanir á Reykjanesi en virkjunin í Svartsengi sjái íbúum fyrir gríðarmikilvægri þjónustu. „[Starfsemin] hjá okkur hefur verið alveg stöðug þrátt fyrir jarðskjálftana. Við höfum náð að hafa fulla framleiðslu og sinnt afhendingu á heitu vatni og rafmagni. Þannig að það hefur verið engin rof á starfseminni þrátt fyrir það sem er í gangi,“ segir Kristinn. Daglegar mælingar séu bæði á neysluvatni og heitu vatni og engar breytingar hafi orðið þar. Vel sé fylgst með því hvort skemmdir séu á tækjum eða tólum eftir skjálftana. Sjá einnig: Upplýsingafundur vegna jarðhræringa á Reykjanesi Eiga ekki vara-hitaveitu Hann segir að undirbúningur standi yfir og verið sé að skoða ýmsar sviðsmyndir, til dæmis í tengslum við vatnsveitu. Það sé sólarhringsvakt í virkjuninni, góðir loftgæðamælar, og flóttatæki fyrir starfsfólk. „Ef það færi hraunrennsli sem myndi ógna starfsemi virkjunarinnar þá eru plön um það hvernig hægt væri að koma rafmagni til bæjanna. Þá til Reykjanesbæjar væri með Suðurnesjalínu eða frá Reykjanesvirkjun. En staðan hér í Grindavík, þá þyrfti líklega að notast við ljósavélar sem væru þá fluttar á svæðið og myndu sinna rafmagnsframleiðslu hér. Hins vegar væri staðan alvarleg varðandi hitaveituna, ef að svo ólíklega vildi til að hraun myndi skemma virkjunina í Svartsengi. Við eigum ekki vara-hitaveitu þannig að það eru svona flóknar lausnir í því; að skaffa heitt vatn. En það er verið að skoða hvort það sé einhver möguleiki að gera það með olíu, olíukötlum, en það er í raun og veru mjög flókin lausn líka.“ Kristinn segir að í sumum tilfellum sé hægt að vinna með landslagið, setja einhvers konar höft og leiða hraunrennsli annað, til að bjarga virkjuninni. „Við erum vel undirbúin eins langt og það nær, það sem að hægt er að gera. Við erum mjög vel tengd við starfshópa innan Almannavarna sem munu vinna með okkur í að verja virkjunina ef það kæmi til hraunflæðis. Og það verður allt kapp lagt á það að verja virkjunina, ef svona atburður myndi gerast.“ Fréttastofa tók Kristinn tali eftir upplýsingafundinn og hægt er að hlusta á viðtal við hann hér að neðan. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Þensla undir Þorbirni og öflugra merki um landris Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri eldvirkni, jarðskjálfta og í jarðhniki hjá Veðurstofu Íslands, segir að þensla á fimm kílómetra dýpi undir Þorbirni sé til marks um kvikusöfnun. „Kvikukoddi“ sé að myndast undir Þorbirni og öflugra merki sé um landris. 2. nóvember 2023 18:52 Staðfest að kvika sé á fjögurra til fimm kílómetra dýpi Ítarleg greining á nýjum GPS gögnum og myndum frá gervitunglum staðfesta að kvikuinnskot sé að myndast á fjögurra til fimm kílómetra dýpi undir svæðinu norðvestan við Þorbjörn. Landris heldur áfram á svæðinu. 2. nóvember 2023 13:51 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Kristinn Harðarson, framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku, ræddi stöðuna á Reykjanesi á upplýsingafundi íbúa í Grindavík í dag. Fyrirtækið er með tvær virkjanir á Reykjanesi en virkjunin í Svartsengi sjái íbúum fyrir gríðarmikilvægri þjónustu. „[Starfsemin] hjá okkur hefur verið alveg stöðug þrátt fyrir jarðskjálftana. Við höfum náð að hafa fulla framleiðslu og sinnt afhendingu á heitu vatni og rafmagni. Þannig að það hefur verið engin rof á starfseminni þrátt fyrir það sem er í gangi,“ segir Kristinn. Daglegar mælingar séu bæði á neysluvatni og heitu vatni og engar breytingar hafi orðið þar. Vel sé fylgst með því hvort skemmdir séu á tækjum eða tólum eftir skjálftana. Sjá einnig: Upplýsingafundur vegna jarðhræringa á Reykjanesi Eiga ekki vara-hitaveitu Hann segir að undirbúningur standi yfir og verið sé að skoða ýmsar sviðsmyndir, til dæmis í tengslum við vatnsveitu. Það sé sólarhringsvakt í virkjuninni, góðir loftgæðamælar, og flóttatæki fyrir starfsfólk. „Ef það færi hraunrennsli sem myndi ógna starfsemi virkjunarinnar þá eru plön um það hvernig hægt væri að koma rafmagni til bæjanna. Þá til Reykjanesbæjar væri með Suðurnesjalínu eða frá Reykjanesvirkjun. En staðan hér í Grindavík, þá þyrfti líklega að notast við ljósavélar sem væru þá fluttar á svæðið og myndu sinna rafmagnsframleiðslu hér. Hins vegar væri staðan alvarleg varðandi hitaveituna, ef að svo ólíklega vildi til að hraun myndi skemma virkjunina í Svartsengi. Við eigum ekki vara-hitaveitu þannig að það eru svona flóknar lausnir í því; að skaffa heitt vatn. En það er verið að skoða hvort það sé einhver möguleiki að gera það með olíu, olíukötlum, en það er í raun og veru mjög flókin lausn líka.“ Kristinn segir að í sumum tilfellum sé hægt að vinna með landslagið, setja einhvers konar höft og leiða hraunrennsli annað, til að bjarga virkjuninni. „Við erum vel undirbúin eins langt og það nær, það sem að hægt er að gera. Við erum mjög vel tengd við starfshópa innan Almannavarna sem munu vinna með okkur í að verja virkjunina ef það kæmi til hraunflæðis. Og það verður allt kapp lagt á það að verja virkjunina, ef svona atburður myndi gerast.“ Fréttastofa tók Kristinn tali eftir upplýsingafundinn og hægt er að hlusta á viðtal við hann hér að neðan.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Þensla undir Þorbirni og öflugra merki um landris Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri eldvirkni, jarðskjálfta og í jarðhniki hjá Veðurstofu Íslands, segir að þensla á fimm kílómetra dýpi undir Þorbirni sé til marks um kvikusöfnun. „Kvikukoddi“ sé að myndast undir Þorbirni og öflugra merki sé um landris. 2. nóvember 2023 18:52 Staðfest að kvika sé á fjögurra til fimm kílómetra dýpi Ítarleg greining á nýjum GPS gögnum og myndum frá gervitunglum staðfesta að kvikuinnskot sé að myndast á fjögurra til fimm kílómetra dýpi undir svæðinu norðvestan við Þorbjörn. Landris heldur áfram á svæðinu. 2. nóvember 2023 13:51 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Þensla undir Þorbirni og öflugra merki um landris Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri eldvirkni, jarðskjálfta og í jarðhniki hjá Veðurstofu Íslands, segir að þensla á fimm kílómetra dýpi undir Þorbirni sé til marks um kvikusöfnun. „Kvikukoddi“ sé að myndast undir Þorbirni og öflugra merki sé um landris. 2. nóvember 2023 18:52
Staðfest að kvika sé á fjögurra til fimm kílómetra dýpi Ítarleg greining á nýjum GPS gögnum og myndum frá gervitunglum staðfesta að kvikuinnskot sé að myndast á fjögurra til fimm kílómetra dýpi undir svæðinu norðvestan við Þorbjörn. Landris heldur áfram á svæðinu. 2. nóvember 2023 13:51