„Þetta er ein af þessum stóru ákvörðunum sem við tókum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2023 16:01 Arnar Pétursson stýrir hér leik með íslenska kvennalandsliðinu í handbolta. Vísir/Hulda Margrét Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik, tilkynnti í gær hópinn sem tekur þátt á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Danmörku, Noregi og Svíþjóð í nóvember og desember. Íslenska liðið tekur þátt í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í fyrsta sinn í tólf ár (Brasilía 2011) en liðið tók síðast þátt á stórmóti á EM í Serbíu 2012. Íslensku stelpurnar spila í D-riðli með Frakklandi, Slóveníu og Angóla. Þrjú efstu liðin komast áfram í milliriðil. Arnar valdi átján leikmenn í lokahóp sinn. Stefán Árni Pálsson fjallaði um liðsvalið í kvöldfréttum Stöðvar tvö og spurði Arnar út í þá ákvörðun sína að velja bara tvo markmenn í hópinn, þær Elínu Jónu Þorsteinsdóttur og Hafdísi Renötudóttur. Oftast eru þrír markmenn valdir í landsliðshópa á stórmótum. „Þetta er ein af þessum stóru ákvörðunum sem við tókum. Við lítum á það þannig að það er stutt yfir til Noregs því við erum sem betur fer ekki að fara langt að þessu sinni. Við getum því brugðist við með mjög skömmum fyrirvara ef eitthvað kemur upp á,“ sagði Arnar Pétursson. „Ég er búinn að ræða það við Söru Sif (Helgadóttur) að vera til taks hérna heima ef eitthvað kemur upp á. Hún kemur þá bara yfir mjög auðveldlega ef á þarf að halda,“ sagði Arnar. Íslenska liðið tekur þátt í æfingamóti í Noregi fyrir mótið og mætir þar meðal annars Angóla sem er með Íslandi í riðli. Arnar segist ekki hafa áhyggjur af því að sýna öll spilin gegn Angóla á því móti. „Við fengum boð í þetta mót og þær eru þarna. Í staðinn fyrir að fara í tvo æfingarleiki við Noreg-b þá tókum við þess ákvörðun þó að Angóla sé þarna. Ég held að við höfum bara mjög gott af því að fá alla þessa alvöru leiki sem við erum að fara út í og það sé gott skref á þeirri vegferð sem við erum á,“ sagði Arnar. Arnar hlýtur samt ætla að passa sig á því að sýna Angólabúum ekki alla ásana í undirbúningsleiknum. „Við erum alveg búin að hugsa það hvernig við mætum þeim. Ég lít frekar á það þannig að við séum að fara inn í þetta mót og þessa undirbúningsleiki til að prufa og spila okkar leik eins vel og við getum,“ sagði Arnar. En á íslenska liðið möguleika á því að komast upp úr þessum riðli? „Auðvitað er alltaf möguleiki en til þess þurfum við að ná góðum úrslitum á móti Frökkum, Slóvenum eða Angóla. Fyrir fram eru þessar þjóðir töluvert sterkari en við,“ sagði Arnar en það má sjá fréttina hér fyrir ofan. HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Körfubolti Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Sjá meira
Íslenska liðið tekur þátt í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í fyrsta sinn í tólf ár (Brasilía 2011) en liðið tók síðast þátt á stórmóti á EM í Serbíu 2012. Íslensku stelpurnar spila í D-riðli með Frakklandi, Slóveníu og Angóla. Þrjú efstu liðin komast áfram í milliriðil. Arnar valdi átján leikmenn í lokahóp sinn. Stefán Árni Pálsson fjallaði um liðsvalið í kvöldfréttum Stöðvar tvö og spurði Arnar út í þá ákvörðun sína að velja bara tvo markmenn í hópinn, þær Elínu Jónu Þorsteinsdóttur og Hafdísi Renötudóttur. Oftast eru þrír markmenn valdir í landsliðshópa á stórmótum. „Þetta er ein af þessum stóru ákvörðunum sem við tókum. Við lítum á það þannig að það er stutt yfir til Noregs því við erum sem betur fer ekki að fara langt að þessu sinni. Við getum því brugðist við með mjög skömmum fyrirvara ef eitthvað kemur upp á,“ sagði Arnar Pétursson. „Ég er búinn að ræða það við Söru Sif (Helgadóttur) að vera til taks hérna heima ef eitthvað kemur upp á. Hún kemur þá bara yfir mjög auðveldlega ef á þarf að halda,“ sagði Arnar. Íslenska liðið tekur þátt í æfingamóti í Noregi fyrir mótið og mætir þar meðal annars Angóla sem er með Íslandi í riðli. Arnar segist ekki hafa áhyggjur af því að sýna öll spilin gegn Angóla á því móti. „Við fengum boð í þetta mót og þær eru þarna. Í staðinn fyrir að fara í tvo æfingarleiki við Noreg-b þá tókum við þess ákvörðun þó að Angóla sé þarna. Ég held að við höfum bara mjög gott af því að fá alla þessa alvöru leiki sem við erum að fara út í og það sé gott skref á þeirri vegferð sem við erum á,“ sagði Arnar. Arnar hlýtur samt ætla að passa sig á því að sýna Angólabúum ekki alla ásana í undirbúningsleiknum. „Við erum alveg búin að hugsa það hvernig við mætum þeim. Ég lít frekar á það þannig að við séum að fara inn í þetta mót og þessa undirbúningsleiki til að prufa og spila okkar leik eins vel og við getum,“ sagði Arnar. En á íslenska liðið möguleika á því að komast upp úr þessum riðli? „Auðvitað er alltaf möguleiki en til þess þurfum við að ná góðum úrslitum á móti Frökkum, Slóvenum eða Angóla. Fyrir fram eru þessar þjóðir töluvert sterkari en við,“ sagði Arnar en það má sjá fréttina hér fyrir ofan.
HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Körfubolti Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Sjá meira