Borgina vantar bagga og biðlar til bænda Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. nóvember 2023 10:21 „Getur þú hlaupið undir bagga?“ spyrja borgaryfirvöld. Vísir/Vilhelm Óvenjuleg auglýsing frá Reykjavíkurborg hefur vafalítið vakið athygli þeirra sem þegar hafa lesið Bændablaðið sem kom út í morgun en þar auglýsir borgin eftir 200 heyböggum til kaups. „Heylaust í borginni - getur þú hlaupið undir bagga?“ stendur stórum stöfum í auglýsingunni en því fer þó fjarri að um neyðarástand sé að ræða heldur vantar heybagga til skreyta borgina á aðventunni. „Við erum að auglýsa í fyrsta sinn því síðustu þrjú ár þá var bóndi sem heyjaði bagga sem við keyptum en hann heyjaði ekki í ár,“ segir Rebekka Guðmundsdóttir borgarhönnuður, aðspurð um heyskortinn. „Það eru mjög fáir sem eru að þessu enda ekki lengur heyjað í bagga fyrir búin,“ útskýrir hún. Heybaggarnir hafa verið notaðir á torgum borgarinnar þar sem fólk safnast saman á aðventunni til að sitja á og „mýkja þau“, segir Rebekka. „Þetta hefur skapað svona hlýleika og svo verður þetta líka að óformlegum leiksvæðum fyrir börn. Við höfum verið með þá á Lækjatorgi þar sem jólatrjásala Skógræktarinnar er og jólakötturinn og þar hefur fólk verið að taka fjölskyldumyndir. Svo höfum við verið með þá á Óðinstorgi þar sem er jólatré, til að skapa setuaðstöðu. Og svo líka við jólamarkaðinn á Hjartatorginu. Þar er þetta meðfram sölubásunum og skapar mjúka og hlýja stemningu.“ Rebekka segir uppsetningu bagganna í raun einnig vera orðin þáttur í jólaundirbúningi- og stemningu starfsmanna borgarinnar en borgarhönnunarteymið vinni að því með hverfastöðvunum að koma þeim fyrir. En hvað verður um þá eftir jól? „Baggarnir eiginlega „skemmast“ en það fer svolítið eftir veðráttunni hversu lengi við getum notað þá. En svo fara þeir bara í lífræna endurvinnslu,“ segir Rebekka. Hér má finna auglýsinguna í Bændablaðinu. Reykjavík Jól Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Sjá meira
„Heylaust í borginni - getur þú hlaupið undir bagga?“ stendur stórum stöfum í auglýsingunni en því fer þó fjarri að um neyðarástand sé að ræða heldur vantar heybagga til skreyta borgina á aðventunni. „Við erum að auglýsa í fyrsta sinn því síðustu þrjú ár þá var bóndi sem heyjaði bagga sem við keyptum en hann heyjaði ekki í ár,“ segir Rebekka Guðmundsdóttir borgarhönnuður, aðspurð um heyskortinn. „Það eru mjög fáir sem eru að þessu enda ekki lengur heyjað í bagga fyrir búin,“ útskýrir hún. Heybaggarnir hafa verið notaðir á torgum borgarinnar þar sem fólk safnast saman á aðventunni til að sitja á og „mýkja þau“, segir Rebekka. „Þetta hefur skapað svona hlýleika og svo verður þetta líka að óformlegum leiksvæðum fyrir börn. Við höfum verið með þá á Lækjatorgi þar sem jólatrjásala Skógræktarinnar er og jólakötturinn og þar hefur fólk verið að taka fjölskyldumyndir. Svo höfum við verið með þá á Óðinstorgi þar sem er jólatré, til að skapa setuaðstöðu. Og svo líka við jólamarkaðinn á Hjartatorginu. Þar er þetta meðfram sölubásunum og skapar mjúka og hlýja stemningu.“ Rebekka segir uppsetningu bagganna í raun einnig vera orðin þáttur í jólaundirbúningi- og stemningu starfsmanna borgarinnar en borgarhönnunarteymið vinni að því með hverfastöðvunum að koma þeim fyrir. En hvað verður um þá eftir jól? „Baggarnir eiginlega „skemmast“ en það fer svolítið eftir veðráttunni hversu lengi við getum notað þá. En svo fara þeir bara í lífræna endurvinnslu,“ segir Rebekka. Hér má finna auglýsinguna í Bændablaðinu.
Reykjavík Jól Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Sjá meira