Gagnrýnir forseta FIFA fyrir ólýðræðisleg vinnubrögð í bakherbergjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2023 07:41 Lise Klaveness er óhrædd við að gagnrýna forystu FIFA en fræg er ræða hennar frá ársþingi FIFA. Getty/Trond Tandberg Hin röggsama Lise Klavenes frá Noregi er vön því að láta forystumenn Alþjóða knattspyrnusambandsins heyra það og hún er mjög ósátt með fyrirkomulagið við valið á næstu gestgjöfum HM. Við vitum núna hvar næstu þrjár heimsmeistarakeppnir karla í fótbolta fara fram og það án þess að það hafi verið kosið um hvar keppnirnar 2030 og 2034 fari fram. Ástæðan var einföld. Það var bara eitt framboð í boði. Þetta varð ljóst með HM 2034 eftir að Ástralar hættu við að vilja halda HM og aðeins Sádí Arabía stóð eftir. FIFA bauð síðan upp á skrautlega útfærslu fyrir keppnina 2030 þar sem þrír fyrstu leikirnir fara fram í þremur löndum í Suður Ameríku en restin af keppninni er síðan spiluð í þremur löndum í suður Evrópu og norður Afríku. Þetta var bara gefið út í fréttatilkynningu í byrjun október. Lise Klaveness fyrer løs mot Fifa etter VM-prosessen: - Ser ikke ut til å ha vært reell konkurranse https://t.co/OQCaYKZrzU— TV 2 Sport (@tv2sport) November 1, 2023 Lise Klaveness, forseti norska knattspyrnusambandsins, hefur gagnrýnt forseta FIFA, Gianni Infantino, fyrir það hvernig staðið var að þessu. „Nú þegar lokafresturinn er runninn út fyrir þjóðir til að sækja um HM þá stöndum við enn á ný uppi með spurningar um það hvernig við komust á þennan stað,“ sagði Lise Klaveness en norska ríkisútvarpið segir frá. „Það virðist ekki hafa verið alvöru samkeppni um að fá að halda HM 2030 og 2034 og það lítur út fyrir að forseti FIFA (Gianni Infantino) hafi verið duglegur að vinna að því á bak við tjöldin að tryggja það að þetta væri útkoman,“ sagði Klaveness. „Ég hef áhyggjur af því þegar það er engin opinber samkeppni lengur um að fá að halda heimsmeistaramót þá eru mikilvægar ákvarðanir teknar í bakherbergjum. Í fótboltanum þurfum við á andstöðu þess að halda og gegnsæi var líka einmitt það sem Infantino lofaði þegar hann var kosinn forseti FIFA,“ sagði Klaveness. FIFA Norski boltinn HM 2026 í fótbolta HM 2030 í fótbolta HM 2034 í fótbolta Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Sjá meira
Við vitum núna hvar næstu þrjár heimsmeistarakeppnir karla í fótbolta fara fram og það án þess að það hafi verið kosið um hvar keppnirnar 2030 og 2034 fari fram. Ástæðan var einföld. Það var bara eitt framboð í boði. Þetta varð ljóst með HM 2034 eftir að Ástralar hættu við að vilja halda HM og aðeins Sádí Arabía stóð eftir. FIFA bauð síðan upp á skrautlega útfærslu fyrir keppnina 2030 þar sem þrír fyrstu leikirnir fara fram í þremur löndum í Suður Ameríku en restin af keppninni er síðan spiluð í þremur löndum í suður Evrópu og norður Afríku. Þetta var bara gefið út í fréttatilkynningu í byrjun október. Lise Klaveness fyrer løs mot Fifa etter VM-prosessen: - Ser ikke ut til å ha vært reell konkurranse https://t.co/OQCaYKZrzU— TV 2 Sport (@tv2sport) November 1, 2023 Lise Klaveness, forseti norska knattspyrnusambandsins, hefur gagnrýnt forseta FIFA, Gianni Infantino, fyrir það hvernig staðið var að þessu. „Nú þegar lokafresturinn er runninn út fyrir þjóðir til að sækja um HM þá stöndum við enn á ný uppi með spurningar um það hvernig við komust á þennan stað,“ sagði Lise Klaveness en norska ríkisútvarpið segir frá. „Það virðist ekki hafa verið alvöru samkeppni um að fá að halda HM 2030 og 2034 og það lítur út fyrir að forseti FIFA (Gianni Infantino) hafi verið duglegur að vinna að því á bak við tjöldin að tryggja það að þetta væri útkoman,“ sagði Klaveness. „Ég hef áhyggjur af því þegar það er engin opinber samkeppni lengur um að fá að halda heimsmeistaramót þá eru mikilvægar ákvarðanir teknar í bakherbergjum. Í fótboltanum þurfum við á andstöðu þess að halda og gegnsæi var líka einmitt það sem Infantino lofaði þegar hann var kosinn forseti FIFA,“ sagði Klaveness.
FIFA Norski boltinn HM 2026 í fótbolta HM 2030 í fótbolta HM 2034 í fótbolta Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Sjá meira