„Sagðir þú árás á flóttamannabúðirnar?“ Árni Sæberg skrifar 1. nóvember 2023 23:55 Bjarni var ekki ánægður með spurningu fréttamanns á blaðamannafundi í dag. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Svar utanríkisráðherra við spurningu fréttamanns, um aðgerðir Ísraelshers í Jabalia-flóttamannabúðunum í gær, hafa vakið athygli í Noregi. „Sagðir þú árás á flóttamannabúðir?“ spurði Bjarni Benediktsson. „Hvaða orð mynduð þið nota til að lýsa árás Ísraelshers á flóttamannabúðirnar í Jabalia?“ spurði fréttamaður norska ríkisútvarpsins utanríkisráðherra fimm Norðurlandaþjóða á blaðamannafundi í norska þinginu í dag. „Ef ég skyldi þig rétt, sagðir þú árás á flóttamannabúðirnar? Ef þú spyrð mig hvað mér finnst um árás á flóttamannabúðir, þá ertu að fullyrða að það hafi verið framin árás á flóttamannabúðir,“ svaraði Bjarni. Fréttamaðurinn endurorðaði þá spurningu sína og spurði hvernig Bjarni myndi lýsa því sem Ísraelsher gerði í Jabalia-flóttamannabúðunum. „Þetta er spurning um hvernig maður nálgast þetta. Eins og ég sé þetta þá er stríð í gangi gegn hryðjuverkamönnum. Allt sem hefur gerst, eins og við sjáum það í fjölmiðlum, er hræðilegt, eitthvað sem ætti alltaf að forðast, stríðir gegn alþjóðalögum. En þú mátt ekki taka það úr því samhengi að það eru hryðjuverkamenn aktíft að berjast gegn Ísraelum núna. Vegna þessa er brugðist við og við höfum séð mörg dæmi um það að hryðjuverkamennirnir noti almenna borgara sem skildi. Þetta gerir hlutina ótrúlega flókna. Það sem við sjáum í fjölmiðlum er hryllilegt, það er ákaflega hryggjandi. Það er þess vegna sem við erum að kalla eftir mannúðarvopnahléi.“ Átök í Ísrael og Palestínu Noregur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Tengdar fréttir Ísraelsher gengst við árásinni á flóttamannabúðirnar Ísraelsher hefur gengist við loftárásunum á flóttamannabúðirnar Jabaliya í norðurhluta Gasastrandarinnar í dag. Minnst fimmtíu manns eru sagðir hafa látist í árásinni. 31. október 2023 19:12 Segja tugi fallna eftir árásir á flóttamannabúðir Tugir fólks er sagt hafa fallið í loftárásum Ísraela á flóttamannabúðirnar Jabaliya í norðurhluta Gasastrandarinnar. Ísraelski herinn hefur gert innrás á svæðið og segir um átta hundruð þúsund manns hafa flúið til suðurs. 31. október 2023 16:06 Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
„Hvaða orð mynduð þið nota til að lýsa árás Ísraelshers á flóttamannabúðirnar í Jabalia?“ spurði fréttamaður norska ríkisútvarpsins utanríkisráðherra fimm Norðurlandaþjóða á blaðamannafundi í norska þinginu í dag. „Ef ég skyldi þig rétt, sagðir þú árás á flóttamannabúðirnar? Ef þú spyrð mig hvað mér finnst um árás á flóttamannabúðir, þá ertu að fullyrða að það hafi verið framin árás á flóttamannabúðir,“ svaraði Bjarni. Fréttamaðurinn endurorðaði þá spurningu sína og spurði hvernig Bjarni myndi lýsa því sem Ísraelsher gerði í Jabalia-flóttamannabúðunum. „Þetta er spurning um hvernig maður nálgast þetta. Eins og ég sé þetta þá er stríð í gangi gegn hryðjuverkamönnum. Allt sem hefur gerst, eins og við sjáum það í fjölmiðlum, er hræðilegt, eitthvað sem ætti alltaf að forðast, stríðir gegn alþjóðalögum. En þú mátt ekki taka það úr því samhengi að það eru hryðjuverkamenn aktíft að berjast gegn Ísraelum núna. Vegna þessa er brugðist við og við höfum séð mörg dæmi um það að hryðjuverkamennirnir noti almenna borgara sem skildi. Þetta gerir hlutina ótrúlega flókna. Það sem við sjáum í fjölmiðlum er hryllilegt, það er ákaflega hryggjandi. Það er þess vegna sem við erum að kalla eftir mannúðarvopnahléi.“
Átök í Ísrael og Palestínu Noregur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Tengdar fréttir Ísraelsher gengst við árásinni á flóttamannabúðirnar Ísraelsher hefur gengist við loftárásunum á flóttamannabúðirnar Jabaliya í norðurhluta Gasastrandarinnar í dag. Minnst fimmtíu manns eru sagðir hafa látist í árásinni. 31. október 2023 19:12 Segja tugi fallna eftir árásir á flóttamannabúðir Tugir fólks er sagt hafa fallið í loftárásum Ísraela á flóttamannabúðirnar Jabaliya í norðurhluta Gasastrandarinnar. Ísraelski herinn hefur gert innrás á svæðið og segir um átta hundruð þúsund manns hafa flúið til suðurs. 31. október 2023 16:06 Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Ísraelsher gengst við árásinni á flóttamannabúðirnar Ísraelsher hefur gengist við loftárásunum á flóttamannabúðirnar Jabaliya í norðurhluta Gasastrandarinnar í dag. Minnst fimmtíu manns eru sagðir hafa látist í árásinni. 31. október 2023 19:12
Segja tugi fallna eftir árásir á flóttamannabúðir Tugir fólks er sagt hafa fallið í loftárásum Ísraela á flóttamannabúðirnar Jabaliya í norðurhluta Gasastrandarinnar. Ísraelski herinn hefur gert innrás á svæðið og segir um átta hundruð þúsund manns hafa flúið til suðurs. 31. október 2023 16:06