Fimmtán ára gamall koss orðinn að hitamáli í Svíþjóð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2023 11:00 Charlotte Kalla hefur unnið fjölda verðlauna á ferli sínum þar á meðal HM-gull og Ólympíugull. Getty/Matthias Hangs Sænski leikarinn og grínistinn Peter Settman smellti óumbeðnum kossi á sænsku íþróttastjörnuna Charlottu Kalla árið 2008. Hann þarf nú að svara fyrir hann fimmtán árum síðar. Kossinn leit dagsins ljós á uppgjörshátíð sænskra íþrótta, Sports Gala, og í beinni sjónvarpsútsendingu. Fyrir fimmtán árum hafði þá hin 21 árs gamla Charlotte Kalla slegið í gegn með því að vinna Tour de Ski mótið á heimsbikarnum í skíðagöngu. Kossinn vakti athygli en ekki hneykslun fyrir einum og hálfum áratug síðan. Nú er hann hins vegar fréttamál eftir að Kalla sagði frá upplifun sinni af honum í nýrri ævisögu sinni. „Það sem ég lenti í fyrir framan milljónir sjónvarpsáhorfenda var svívirðilegt og ámælisvert,“ skrifar Kalla í ævisögu sinni. Bókin ber titilinn „Skam den som ger sig“ sem mætti þýða lauslega: „Sá sem gefst upp ætti að skammast sín.“ View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) Kalla segist hafa hlegið vandræðalega en inn í sér kraumuðu aðrar tilfinningar. „Ég varð reið en ég vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér,“ segir Kalla í ævisögu sinni. Hún var í fullum sal af fólki og með sjónvarpsvélarnar á sér. Þetta mál minnir á þegar Luis Rubiales, þáverandi forseti spænska knattspyrnusambandsuns, smellti koss á spænsku landsliðskonuna Jenni Hermoso. Hann fékk þriggja ára bann frá fótbolta hjá FIFA fyrir það. Kalla átti eftir að vera mjög sigursæl og hefur meðal annars unnið níu verðlaun á Ólympíuleikum þar af þrjú gull á þremur mismunandi Vetrarólympíuleikum, 2010, 2014 og 2018. Sænska ríkisútvarpið spurði Peter Settman um kossinn í tilefni af þessum skrifum Kalla. „Það er mjög leiðinlegt að heyra af því að henni hafi liðið svona af því að það var ekki ætlun mín. Ég sé mikið eftir þessu. Þetta var árið 2008 og það er langur tími liðinn. Það lítur kannski ekki út fyrir að vera langur tími en menningarlega eru fimmtán ár mjög langur tími,“ sagði Settman. Hann segist hafa hugsað allt öðruvísi í þá daga og svona grín kæmi aldrei til greina í dag. View this post on Instagram A post shared by SVT Sport (@svtsport) Skíðaíþróttir Svíþjóð Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Fleiri fréttir Tom Brady steyptur í brons Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Galdur orðinn leikmaður KR Eir hljóp inn í undanúrslitin „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fyrsta mamman til að verða númer eitt í heiminum Samdi við kríuna um að koma sér á brott Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Sjá meira
Kossinn leit dagsins ljós á uppgjörshátíð sænskra íþrótta, Sports Gala, og í beinni sjónvarpsútsendingu. Fyrir fimmtán árum hafði þá hin 21 árs gamla Charlotte Kalla slegið í gegn með því að vinna Tour de Ski mótið á heimsbikarnum í skíðagöngu. Kossinn vakti athygli en ekki hneykslun fyrir einum og hálfum áratug síðan. Nú er hann hins vegar fréttamál eftir að Kalla sagði frá upplifun sinni af honum í nýrri ævisögu sinni. „Það sem ég lenti í fyrir framan milljónir sjónvarpsáhorfenda var svívirðilegt og ámælisvert,“ skrifar Kalla í ævisögu sinni. Bókin ber titilinn „Skam den som ger sig“ sem mætti þýða lauslega: „Sá sem gefst upp ætti að skammast sín.“ View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) Kalla segist hafa hlegið vandræðalega en inn í sér kraumuðu aðrar tilfinningar. „Ég varð reið en ég vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér,“ segir Kalla í ævisögu sinni. Hún var í fullum sal af fólki og með sjónvarpsvélarnar á sér. Þetta mál minnir á þegar Luis Rubiales, þáverandi forseti spænska knattspyrnusambandsuns, smellti koss á spænsku landsliðskonuna Jenni Hermoso. Hann fékk þriggja ára bann frá fótbolta hjá FIFA fyrir það. Kalla átti eftir að vera mjög sigursæl og hefur meðal annars unnið níu verðlaun á Ólympíuleikum þar af þrjú gull á þremur mismunandi Vetrarólympíuleikum, 2010, 2014 og 2018. Sænska ríkisútvarpið spurði Peter Settman um kossinn í tilefni af þessum skrifum Kalla. „Það er mjög leiðinlegt að heyra af því að henni hafi liðið svona af því að það var ekki ætlun mín. Ég sé mikið eftir þessu. Þetta var árið 2008 og það er langur tími liðinn. Það lítur kannski ekki út fyrir að vera langur tími en menningarlega eru fimmtán ár mjög langur tími,“ sagði Settman. Hann segist hafa hugsað allt öðruvísi í þá daga og svona grín kæmi aldrei til greina í dag. View this post on Instagram A post shared by SVT Sport (@svtsport)
Skíðaíþróttir Svíþjóð Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Fleiri fréttir Tom Brady steyptur í brons Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Galdur orðinn leikmaður KR Eir hljóp inn í undanúrslitin „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fyrsta mamman til að verða númer eitt í heiminum Samdi við kríuna um að koma sér á brott Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti