Björgvin Karl: Ekki úrslitin sem ég var að vonast eftir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2023 08:30 Björgvin Karl Guðmundsson náði bara tólfta sætinu á Rogue Invitational stórmótinu. Instagram/@bk_gudmundsson Íslenski CrossFit kappinn Björgvin Karl Guðmundsson endaði í tólfta sæti á Rogue Invitational stórmótinu sem fór fram í Texas um helgina. Björgvin viðurkennir það að þessi niðurstaða hafi vissulega verið vonbrigði fyrir sig. Hann var lengi inn á topp tíu í keppninni en datt niður í tólfa sætið á lokadeginum. Kanadamaðurinn Patrick Vellner vann mótið með 650 stig en heimsmeistarinn Jeffrey Adler varð annar með 640 stig. Þriðji varð Roman Khrennikov, fyrrum skjólstæðingur Snorra Baróns Jónssonar, en annar skjólstæðingur hans Ricky Gerrard varð fimmti. Björgvin Karl fékk 475 stig, hann var tíu stigum frá ellefta sætinu og 55 stigum frá því að komast inn á topp tíu listann. Björgvin gerði upp mótið sem stuttum pistli á samfélagsmiðlum. „Rogue Invitational mótið að baki. Ekki úrslitin sem ég var að vonast eftir en ég get samt tekið með mér fullt af góðum hlutum en líka hluti sem ég þar að laga eins og réttstöðulyftan,“ skrifaði Björgvin Karl og bætti við grátbrosandi broskarli. „Ef ég segi samt alveg eins og er þá er ég mjög ánægður með hvernig bakið mitt hélt. Þessi helgi var alvöru próf fyrir bakið. Ég ætla ekki að hafa þetta langt en ég get lofað ykkur því að ég verða mættur í líkamsræktarsalinn eftir nokkra daga til leggja meira á mig sem aldrei fyrr,“ skrifaði Björgvin. Hann hefur verið að glíma við bakmeiðsli stærstan hluta ársins og þessi meiðsli háðu honum talsvert í undirbúningnum fyrir heimsleikana sem og á heimsleikunum sjálfum. „Ég vil þakka þjálfara mínum Jami Tikkanen fyrir hans endalausu vinnu, trú hans á mér og okkar frábæru vináttu. Þessi maður er goðsögn,“ skrifaði Björgvin en Jami Tikkanen þjálfar einnig Anníe Mist eins og hann hefur gert í miklu meira en áratug. „Ég vil líka þakka öllum sem komu til horfa og studdu við bakið á okkur þessa helgi. Ég veit að veðrið var ekki sem best en ég vona að þið hafið notið keppninnar,“ skrifaði Björgvin eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) CrossFit Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira
Björgvin viðurkennir það að þessi niðurstaða hafi vissulega verið vonbrigði fyrir sig. Hann var lengi inn á topp tíu í keppninni en datt niður í tólfa sætið á lokadeginum. Kanadamaðurinn Patrick Vellner vann mótið með 650 stig en heimsmeistarinn Jeffrey Adler varð annar með 640 stig. Þriðji varð Roman Khrennikov, fyrrum skjólstæðingur Snorra Baróns Jónssonar, en annar skjólstæðingur hans Ricky Gerrard varð fimmti. Björgvin Karl fékk 475 stig, hann var tíu stigum frá ellefta sætinu og 55 stigum frá því að komast inn á topp tíu listann. Björgvin gerði upp mótið sem stuttum pistli á samfélagsmiðlum. „Rogue Invitational mótið að baki. Ekki úrslitin sem ég var að vonast eftir en ég get samt tekið með mér fullt af góðum hlutum en líka hluti sem ég þar að laga eins og réttstöðulyftan,“ skrifaði Björgvin Karl og bætti við grátbrosandi broskarli. „Ef ég segi samt alveg eins og er þá er ég mjög ánægður með hvernig bakið mitt hélt. Þessi helgi var alvöru próf fyrir bakið. Ég ætla ekki að hafa þetta langt en ég get lofað ykkur því að ég verða mættur í líkamsræktarsalinn eftir nokkra daga til leggja meira á mig sem aldrei fyrr,“ skrifaði Björgvin. Hann hefur verið að glíma við bakmeiðsli stærstan hluta ársins og þessi meiðsli háðu honum talsvert í undirbúningnum fyrir heimsleikana sem og á heimsleikunum sjálfum. „Ég vil þakka þjálfara mínum Jami Tikkanen fyrir hans endalausu vinnu, trú hans á mér og okkar frábæru vináttu. Þessi maður er goðsögn,“ skrifaði Björgvin en Jami Tikkanen þjálfar einnig Anníe Mist eins og hann hefur gert í miklu meira en áratug. „Ég vil líka þakka öllum sem komu til horfa og studdu við bakið á okkur þessa helgi. Ég veit að veðrið var ekki sem best en ég vona að þið hafið notið keppninnar,“ skrifaði Björgvin eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson)
CrossFit Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira