Fundurinn hófst klukkan 10:30 en upptöku frá fundinum má sjá hér að neðan.
Á fundinum sátu þau Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari og Glódís Perla Viggósdóttir landsliðsfyrirliði fyrir svörum.
Ísland tapaði fyrir Danmörku, 0-1, á Laugardalsvelli á föstudaginn og er með þrjú stig í riðli 3. Þýskaland er með sex stig í 2. sæti riðilsins.
Þjóðverjar unnu fyrri leikinn gegn Íslendingum í Bochum með fjórum mörkum gegn engu. Á fundinum kom fram að allir leikmenn íslenska liðsins væru heilir og engin meiðsli eftir leikinn gegn Dönum.
„Við getum alveg tekið ýmsa jákvæða hluti út úr leiknum gegn Dönum á föstudaginn. Við héldum ágætlega í boltann og náðum að spila nokkrum sinnum vel í gegnum pressuna þeirra og unnum nokkrum sinnum vel návígi í þessum leik. Við sköpuðum fín færi og hefðum getað skorað,“ segir Þorsteinn á fundinum.