„Gríðarlega þakklát fyrir traustið“ Sindri Sverrisson skrifar 27. október 2023 21:22 Sædís Rún Heiðarsdóttir stóð sig vel í fyrsta byrjunarliðsleiknum fyrir A-landslið Íslands í kvöld, sérstaklega í seinni hálfleik. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Mjög súrt,“ sagði Sædís Rún Heiðarsdóttir um 1-0 tapið gegn Danmörku í Þjóðadeildinni í fótbolta í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Sædísar í byrjunarliði A-landsliðs Íslands. Hin 19 ára Sædís er bakvörður Stjörnunnar, uppalin í Ólafsvík, og var fyrirliði U19-landsliðs Íslands í lokakeppni EM í sumar. Hún þekkir því vel að klæðast landsliðsbúningnum en í kvöld spilaði hún í fyrsta sinn á Laugardalsvelli fyrir A-landsliðið, eftir að hafa komið inn á sem varamaður úti í Þýskalandi í síðasta mánuði í fyrsta A-landsleik sínum. „Ég er gríðarlega þakklát fyrir traustið og kann virkilega vel að meta það. Fyrst og fremst var ég að njóta þess að spila, þetta er bara fótbolti, og ég er hérna af ástæðu. Ég reyndi bara að hugsa ekki of mikið,“ sagði Sædís um það hvernig verið hefði að fá tækifæri í byrjunarliðinu. Tapið, eftir flotta frammistöðu íslenska liðsins, skyggði hins vegar á gleðina yfir tækifærinu stóra sem hún fékk í kvöld: „Sérstaklega þar sem mér fannst við ná að halda ágætlega vel í boltann. Fótbolti er grimm íþrótt og það eru smáatriði sem skipta máli. Það er alltaf hægt að gera eitthvað betur. Halda boltanum betur, velja mómentin okkar og þreyta þær. Mér fannst við samt sem áður halda betur í boltann en til dæmis í síðasta leik, og það er eitthvað sem við getum horft til,“ sagði Sædís í viðtali við Stöð 2 og Vísi eftir leik. Næsti leikur Íslands er gegn Þýskalandi á þriðjudagskvöld en bilið upp í Danmörku og Þýskaland virðist nú orðið langsótt að brúa. „Við förum í hvern einasta leik til að vinna hann og ná í þrjú stig. Það er bara markmiðið áfram,“ sagði Sædís. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Agla María: Spilamennskan var miklu betri en upp á síðkastið „Klárlega, sköpuðum okkur einhver færi og spilamennskan var miklu betri en upp á síðkastið,“ sagði landsliðskonan Agla María Albertsdóttir aðspurð hvort 0-1 tap Íslands gegn Danmörku í Þjóðadeild kvenna í fótbolta hefði ekki verið í súrari kantinum. 27. október 2023 21:18 Einkunnir Íslands gegn Danmörku: Fyrirliðinn fremstur í svekkjandi tapi Ísland mátti þola 0-1 tap gegn Danmörku í 3. umferð Þjóðadeildarinnar. Íslenska liðið reyndi fyrir sig í nýju leikkerfi sem hentaði vel varnarlega en þegar komið var fram á völlinn fundu þær fá færi. Fyrirliðinn og miðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir stóð upp úr og var valin maður leiksins í liði Íslands. 27. október 2023 20:50 Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-1 | Sárt tap sem skýrir stöðuna Ísland varð að sætta sig við nístingssárt tap gegn Danmörku í þriðja leik sínum í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta kvenna, á Laugardalsvelli í kvöld. Íslendingar eru með þrjú stig í riðli 3 en Danir með fullt hús stiga eða níu. 27. október 2023 20:54 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Sjá meira
Hin 19 ára Sædís er bakvörður Stjörnunnar, uppalin í Ólafsvík, og var fyrirliði U19-landsliðs Íslands í lokakeppni EM í sumar. Hún þekkir því vel að klæðast landsliðsbúningnum en í kvöld spilaði hún í fyrsta sinn á Laugardalsvelli fyrir A-landsliðið, eftir að hafa komið inn á sem varamaður úti í Þýskalandi í síðasta mánuði í fyrsta A-landsleik sínum. „Ég er gríðarlega þakklát fyrir traustið og kann virkilega vel að meta það. Fyrst og fremst var ég að njóta þess að spila, þetta er bara fótbolti, og ég er hérna af ástæðu. Ég reyndi bara að hugsa ekki of mikið,“ sagði Sædís um það hvernig verið hefði að fá tækifæri í byrjunarliðinu. Tapið, eftir flotta frammistöðu íslenska liðsins, skyggði hins vegar á gleðina yfir tækifærinu stóra sem hún fékk í kvöld: „Sérstaklega þar sem mér fannst við ná að halda ágætlega vel í boltann. Fótbolti er grimm íþrótt og það eru smáatriði sem skipta máli. Það er alltaf hægt að gera eitthvað betur. Halda boltanum betur, velja mómentin okkar og þreyta þær. Mér fannst við samt sem áður halda betur í boltann en til dæmis í síðasta leik, og það er eitthvað sem við getum horft til,“ sagði Sædís í viðtali við Stöð 2 og Vísi eftir leik. Næsti leikur Íslands er gegn Þýskalandi á þriðjudagskvöld en bilið upp í Danmörku og Þýskaland virðist nú orðið langsótt að brúa. „Við förum í hvern einasta leik til að vinna hann og ná í þrjú stig. Það er bara markmiðið áfram,“ sagði Sædís.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Agla María: Spilamennskan var miklu betri en upp á síðkastið „Klárlega, sköpuðum okkur einhver færi og spilamennskan var miklu betri en upp á síðkastið,“ sagði landsliðskonan Agla María Albertsdóttir aðspurð hvort 0-1 tap Íslands gegn Danmörku í Þjóðadeild kvenna í fótbolta hefði ekki verið í súrari kantinum. 27. október 2023 21:18 Einkunnir Íslands gegn Danmörku: Fyrirliðinn fremstur í svekkjandi tapi Ísland mátti þola 0-1 tap gegn Danmörku í 3. umferð Þjóðadeildarinnar. Íslenska liðið reyndi fyrir sig í nýju leikkerfi sem hentaði vel varnarlega en þegar komið var fram á völlinn fundu þær fá færi. Fyrirliðinn og miðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir stóð upp úr og var valin maður leiksins í liði Íslands. 27. október 2023 20:50 Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-1 | Sárt tap sem skýrir stöðuna Ísland varð að sætta sig við nístingssárt tap gegn Danmörku í þriðja leik sínum í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta kvenna, á Laugardalsvelli í kvöld. Íslendingar eru með þrjú stig í riðli 3 en Danir með fullt hús stiga eða níu. 27. október 2023 20:54 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Sjá meira
Agla María: Spilamennskan var miklu betri en upp á síðkastið „Klárlega, sköpuðum okkur einhver færi og spilamennskan var miklu betri en upp á síðkastið,“ sagði landsliðskonan Agla María Albertsdóttir aðspurð hvort 0-1 tap Íslands gegn Danmörku í Þjóðadeild kvenna í fótbolta hefði ekki verið í súrari kantinum. 27. október 2023 21:18
Einkunnir Íslands gegn Danmörku: Fyrirliðinn fremstur í svekkjandi tapi Ísland mátti þola 0-1 tap gegn Danmörku í 3. umferð Þjóðadeildarinnar. Íslenska liðið reyndi fyrir sig í nýju leikkerfi sem hentaði vel varnarlega en þegar komið var fram á völlinn fundu þær fá færi. Fyrirliðinn og miðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir stóð upp úr og var valin maður leiksins í liði Íslands. 27. október 2023 20:50
Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-1 | Sárt tap sem skýrir stöðuna Ísland varð að sætta sig við nístingssárt tap gegn Danmörku í þriðja leik sínum í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta kvenna, á Laugardalsvelli í kvöld. Íslendingar eru með þrjú stig í riðli 3 en Danir með fullt hús stiga eða níu. 27. október 2023 20:54