Ákærður fyrir morð og tilraun til morðs við Neuschwanstein Atli Ísleifsson skrifar 27. október 2023 08:50 Ferðamaður staddur á Marienbrücke þangað sem margir leita til að ná góðu útsýni af Neuschwanstein-kastalanum fræga. EPA Þrjátíu og eins árs gamall Bandaríkjamaður hefur verið ákærður fyrir morð á konu og tilraun til morðs á annarri konu nærri Neuschwanstein-kastalanum í Bæjaralandi í Þýskalandi fyrir um fjórum mánuðum. Í ákæru kemur fram að maðurinn hafi hrint konunum ofan í fimmtíu metra djúpt gljúfur þann 14. júní síðastliðinn. Önnur kvennanna lést en hin slasaðist alvarlega. Konurnar tvær voru í gönguferð í Þýskalandi eftir að hafa útskrifast úr háskóla. Í frétt DW er haft eftir saksóknurum að maðurinn sé sakaður um að hafa vísvitandi beint konunum tveimur að útsýnisstað, nokkrum metrum frá gönguleiðinni. Þar hafi hann svo ýtt konunum niður í gljúfrið. Fram kemur að eftir að maðurinn hafði sannfært konurnar um að fylgja sér að útsýnisstaðnum þar sem hann er sagður hafa ýtt við yngri konunni, sem var 21 árs, og reynt að afklæða hana. Þegar sú eldri, sem er 22 ára, reyndi að stöðva manninn er hann sagður hafa ýtt henni niður gljúfrið. Atvikið átti sér stað ekki langt frá Marienbrücke, skammt frá Neuschwanstein-kastalanum syðst í Bæjaralandi.EPA Maðurinn hafi svo þrengt að öndunarvegi yngri konunnar þar til að hún missti meðvitund, nauðgað henni og svo ýtt henni niður líka. Eldri konan komst lífs af en slasaðist alvarlega, en sú yngri var flutt með þyrlu á sjúkrahús þar sem hún var lést af sárum sínum. Maðurinn er einnig ákærður fyrir kynferðisbrot, líkamsmeiðingar og vörslu barnakláms. Ekki liggur fyrir hvenær aðalmeðferð hefst í málinu. Neuschwanstein er að finna nærri bænum Hohenschwangau, sunnarlega í Bæjaralandi og þykir einn fallegasti kastali í heimi, enda sækja þangað um ein og hálf milljón manna á ári hverju. Lúðvík II konungur lét reisa kastalann á sínum tíma og flutti loks inn 1886. Hann lést þó skömmu síðar. Skreytingar kastaland voru tileinkaðar verkum tónskáldsins Richard Wagner. Þýskaland Erlend sakamál Tengdar fréttir Kona látin eftir árás við Neuschwanstein-kastala Kona er látin og önnur særð eftir árás manns nærri Neuschwanstein-kastala í suðurhluta Þýskalands, einum vinsælasta ferðamannastað landsins. 15. júní 2023 13:25 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Í ákæru kemur fram að maðurinn hafi hrint konunum ofan í fimmtíu metra djúpt gljúfur þann 14. júní síðastliðinn. Önnur kvennanna lést en hin slasaðist alvarlega. Konurnar tvær voru í gönguferð í Þýskalandi eftir að hafa útskrifast úr háskóla. Í frétt DW er haft eftir saksóknurum að maðurinn sé sakaður um að hafa vísvitandi beint konunum tveimur að útsýnisstað, nokkrum metrum frá gönguleiðinni. Þar hafi hann svo ýtt konunum niður í gljúfrið. Fram kemur að eftir að maðurinn hafði sannfært konurnar um að fylgja sér að útsýnisstaðnum þar sem hann er sagður hafa ýtt við yngri konunni, sem var 21 árs, og reynt að afklæða hana. Þegar sú eldri, sem er 22 ára, reyndi að stöðva manninn er hann sagður hafa ýtt henni niður gljúfrið. Atvikið átti sér stað ekki langt frá Marienbrücke, skammt frá Neuschwanstein-kastalanum syðst í Bæjaralandi.EPA Maðurinn hafi svo þrengt að öndunarvegi yngri konunnar þar til að hún missti meðvitund, nauðgað henni og svo ýtt henni niður líka. Eldri konan komst lífs af en slasaðist alvarlega, en sú yngri var flutt með þyrlu á sjúkrahús þar sem hún var lést af sárum sínum. Maðurinn er einnig ákærður fyrir kynferðisbrot, líkamsmeiðingar og vörslu barnakláms. Ekki liggur fyrir hvenær aðalmeðferð hefst í málinu. Neuschwanstein er að finna nærri bænum Hohenschwangau, sunnarlega í Bæjaralandi og þykir einn fallegasti kastali í heimi, enda sækja þangað um ein og hálf milljón manna á ári hverju. Lúðvík II konungur lét reisa kastalann á sínum tíma og flutti loks inn 1886. Hann lést þó skömmu síðar. Skreytingar kastaland voru tileinkaðar verkum tónskáldsins Richard Wagner.
Þýskaland Erlend sakamál Tengdar fréttir Kona látin eftir árás við Neuschwanstein-kastala Kona er látin og önnur særð eftir árás manns nærri Neuschwanstein-kastala í suðurhluta Þýskalands, einum vinsælasta ferðamannastað landsins. 15. júní 2023 13:25 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Kona látin eftir árás við Neuschwanstein-kastala Kona er látin og önnur særð eftir árás manns nærri Neuschwanstein-kastala í suðurhluta Þýskalands, einum vinsælasta ferðamannastað landsins. 15. júní 2023 13:25