Viðar Örn: Sáttur við frammistöðu Hattar en ekki dómaranna Gunnar Gunnarsson skrifar 26. október 2023 22:52 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var allt annað en sáttur við dómgæsluna í leik Hattar og Þórs. VÍSIR/BÁRA Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, lýsti ánægju með margt í leik síns liðs þrátt fyrir 83-84 tap fyrir Þór Þorlákshöfn á Egilsstöðum í kvöld. Hann var hins vegar ósáttari við dómara leiksins. „Varnarleikurinn var ekki nógu góður í þriðja leikhluta. Þeir fengu of margar auðveldar körfur. Fjórði leikhluti var góður og við komum til baka. Heilt yfir var ég ánægður með frammistöðu minna manna. Það var margt annað sem ég var ósáttur við.“ Hvað þá? „Það er of mikið af hlutum núna í deildinni. Ekki bara í þessum leik þótt það hafi verið óvenju mikið. Í þessari deild eru þrusulið og þrusuleikir. Síðan er það sami gæinn í dómaratríóinu sem á alla vafadómana. Hann labbar að manni og hótar frekar tæknivillum en tala við menn. Ég veit alveg að ég get verið aggressífur út í dómarana og talað hátt. En ég set miklar kröfur á mig og mitt lið. Önnur lið gera það líka. Þetta verður að laga til að standardinn haldi áfram að rísa í deildinni. Þessi frammistaða var óviðunandi.“ Finnst þér Höttur hafa verið flautaður út úr leiknum? „Ég segi það ekki. Það var of mikið af dómum báðum megin sem er misst af eða voru rangir. Síðan er villum breytt eftir að leikurinn fer í gang, eins og það sé í lagi. Sem betur fer var það leiðrétt en það eru of mörg svona atvik sem eru í raun ekki eftir bókinni. Þetta þarf að laga til að standarinn í deildinni og íslenskum körfubolta hækki áfram. Það er margt sem fer úrskeiðis hjá sambandinu núna. Liðin leggja helvíti mikið í þetta og hlutirnir verða að lagast núna.“ Hefurðu trú á að það gerist? „Ég hef trú á því. Rétt eins og leikmenn og þjálfarar fá gagnrýni. Það er hluti af leiknum að gera mistök, bæði hjá leikmönnum og þjálfurum en við verðum samt að reyna að fækka þeim. Mér fannst þessi leikur vera fullmikið í skugganum af svona stoppum, þegar þetta hefði getað verið hörkuleikur. Það var mikil barátta og örugglega erfitt að dæma leikinn en ég hefði viljað fá betri frammistöðu.“ Aftur að leiknum, Deontaye Buskey skoraði 40 stig, þar af 30 í seinni hálfleik? „Hann er frábær sóknarmaður. Hann hitti illa í fyrri hálfleik. Þeir fóru undir mikið af skrínum og gáfu honum opnanir. Hann fór síðan að grípa það. Varnarleikurinn í þriðja var ekki nógu góður og svo voru nokkur klikk eftir það þannig við náðum ekki alla leið til baka.“ Þriggja stiga nýtingin var ekki góð framan af? „Hún var mjög vond í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik skutum við betur, vorum sneggri og fengum auðveldar körfur. Síðan var Nemanja eins og vélmenni í fráköstunum (tók 19 alls, þar af 11 sóknarfráköst). Leikurinn ræðst svo á einu vítaskoti. Ég er fullviss um að þau fara bæði niður næst. Við vinnum sem lið og töpum sem lið. Ég er ánægður með frammistöðu minna manna og ef við byggjum á henni. Við forum á videófund og reynum að lagfæra okkar hluti. Ég ætla að vona að aðrir geri það líka.“ Subway-deild karla Höttur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Höttur - Þór Þorl. 83-84 | Þriðji sigur Þórs í röð Þór Þorlákshöfn hefur unnið þrjá leiki í röð úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Í kvöld var röðin komin að Hetti á Egilsstöðum sem Þór vann 83-84. Höttur gat jafnað með vítaskoti í lokin. 26. október 2023 22:15 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Fleiri fréttir Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ Sjá meira
„Varnarleikurinn var ekki nógu góður í þriðja leikhluta. Þeir fengu of margar auðveldar körfur. Fjórði leikhluti var góður og við komum til baka. Heilt yfir var ég ánægður með frammistöðu minna manna. Það var margt annað sem ég var ósáttur við.“ Hvað þá? „Það er of mikið af hlutum núna í deildinni. Ekki bara í þessum leik þótt það hafi verið óvenju mikið. Í þessari deild eru þrusulið og þrusuleikir. Síðan er það sami gæinn í dómaratríóinu sem á alla vafadómana. Hann labbar að manni og hótar frekar tæknivillum en tala við menn. Ég veit alveg að ég get verið aggressífur út í dómarana og talað hátt. En ég set miklar kröfur á mig og mitt lið. Önnur lið gera það líka. Þetta verður að laga til að standardinn haldi áfram að rísa í deildinni. Þessi frammistaða var óviðunandi.“ Finnst þér Höttur hafa verið flautaður út úr leiknum? „Ég segi það ekki. Það var of mikið af dómum báðum megin sem er misst af eða voru rangir. Síðan er villum breytt eftir að leikurinn fer í gang, eins og það sé í lagi. Sem betur fer var það leiðrétt en það eru of mörg svona atvik sem eru í raun ekki eftir bókinni. Þetta þarf að laga til að standarinn í deildinni og íslenskum körfubolta hækki áfram. Það er margt sem fer úrskeiðis hjá sambandinu núna. Liðin leggja helvíti mikið í þetta og hlutirnir verða að lagast núna.“ Hefurðu trú á að það gerist? „Ég hef trú á því. Rétt eins og leikmenn og þjálfarar fá gagnrýni. Það er hluti af leiknum að gera mistök, bæði hjá leikmönnum og þjálfurum en við verðum samt að reyna að fækka þeim. Mér fannst þessi leikur vera fullmikið í skugganum af svona stoppum, þegar þetta hefði getað verið hörkuleikur. Það var mikil barátta og örugglega erfitt að dæma leikinn en ég hefði viljað fá betri frammistöðu.“ Aftur að leiknum, Deontaye Buskey skoraði 40 stig, þar af 30 í seinni hálfleik? „Hann er frábær sóknarmaður. Hann hitti illa í fyrri hálfleik. Þeir fóru undir mikið af skrínum og gáfu honum opnanir. Hann fór síðan að grípa það. Varnarleikurinn í þriðja var ekki nógu góður og svo voru nokkur klikk eftir það þannig við náðum ekki alla leið til baka.“ Þriggja stiga nýtingin var ekki góð framan af? „Hún var mjög vond í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik skutum við betur, vorum sneggri og fengum auðveldar körfur. Síðan var Nemanja eins og vélmenni í fráköstunum (tók 19 alls, þar af 11 sóknarfráköst). Leikurinn ræðst svo á einu vítaskoti. Ég er fullviss um að þau fara bæði niður næst. Við vinnum sem lið og töpum sem lið. Ég er ánægður með frammistöðu minna manna og ef við byggjum á henni. Við forum á videófund og reynum að lagfæra okkar hluti. Ég ætla að vona að aðrir geri það líka.“
Subway-deild karla Höttur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Höttur - Þór Þorl. 83-84 | Þriðji sigur Þórs í röð Þór Þorlákshöfn hefur unnið þrjá leiki í röð úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Í kvöld var röðin komin að Hetti á Egilsstöðum sem Þór vann 83-84. Höttur gat jafnað með vítaskoti í lokin. 26. október 2023 22:15 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Fleiri fréttir Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtal: Höttur - Þór Þorl. 83-84 | Þriðji sigur Þórs í röð Þór Þorlákshöfn hefur unnið þrjá leiki í röð úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Í kvöld var röðin komin að Hetti á Egilsstöðum sem Þór vann 83-84. Höttur gat jafnað með vítaskoti í lokin. 26. október 2023 22:15