„Grýtum frá okkur boltanum statt og stöðugt“ Siggeir Ævarsson skrifar 26. október 2023 21:44 Ívar Ásgrímsson hefur ekki haft margar ástæður til að gleðjast í vetur Vísir/Anton Brink Eftir ágætan fyrsta leikhluta gegn Grindvíkingum fjaraði hratt undan leik Breiðabliks í kvöld og Blikar þurftu að lokum að sætta sig við 30 stiga tap, 115-85. Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur við hversu mörgum boltum hans menn töpuðu í kvöld. Alls töpuðu Blikar 26 boltum í leiknum og vörnin hjá þeim var oft galopin bakdyramegin í kjölfarið. Ívar sagði þetta vera kunnulegt stef. „Við náttúrulega bara, eins og er búið að vera í síðustu leikjum, hendum frá okkur boltanum. Þeir ná 17-0 áhlaupi á okkur, við hendum bara boltanum frá okkur hvað eftir annað og þeir fá hraðaupphlaup. Við erum að tala um að lykilmenn eru að henda frá sér boltanum og það er bara erfitt.“ Fjögur töp í fjórum leikjum staðreynd hjá Breiðabliki. Þetta hlýtur að setjast aðeins á sálina hjá leikmönnum? „Auðvitað gerir það það en við vissum að þetta yrði erfitt tímabil. En þetta er það lélegasta held ég, fyrir utan kannski fyrsta leikinn okkar. Kannski það eina jákvæða fannst mér að Zoran kom ágætlega inn. Vonandi að við náum eitthvað að rífa upp með honum. Mér fannst Keith byrja vel en hann er með sjö tapaða bolta í fyrri hálfleik sem er náttúrulega bara hræðilegt.“ „Það er bara vandamálið hjá okkur, við erum að fá á okkur auðveldar körfur eftir tapaða bolta. Við opnum þriðja leikhluta á að gefa, maðurinn hans Keith fær tvö eða þrjú sniðskot og hann tapar boltanum líka. Lykilmenn voru að tapa boltanum. Við hentum þessu bara strax frá okkur í þriðja leikhluta og gerðum það sama á móti Álftanesi. Við þurfum að skoða það af hverju við gerum svona í þriðja leikhluta. Við bara grýtum frá okkur boltanum statt og stöðugt. Það er erfitt.“ Zoran Vrkic lék sinn fyrsta leik með Blikum í kvöld og átti ágæta innkomu af bekknum og skoraði 16 stig. Ívar sagði að hann hefði í raun verið eini ljósi punkturinn í þessum leik fyrir Blika. „Hann er búinn að koma á tvær æfingar, það er ekki meira en það. Kannski riðlaði okkur eitthvað en það er alveg sama, mér fannst hann standa sig ágætlega. Miðað við tvær æfingar kannski eini ljósi punkturinn. Við fengum ekkert af bekknum heldur í dag nema frá honum. Bara erfitt.“ Körfubolti Subway-deild karla Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Fleiri fréttir Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ Sjá meira
Alls töpuðu Blikar 26 boltum í leiknum og vörnin hjá þeim var oft galopin bakdyramegin í kjölfarið. Ívar sagði þetta vera kunnulegt stef. „Við náttúrulega bara, eins og er búið að vera í síðustu leikjum, hendum frá okkur boltanum. Þeir ná 17-0 áhlaupi á okkur, við hendum bara boltanum frá okkur hvað eftir annað og þeir fá hraðaupphlaup. Við erum að tala um að lykilmenn eru að henda frá sér boltanum og það er bara erfitt.“ Fjögur töp í fjórum leikjum staðreynd hjá Breiðabliki. Þetta hlýtur að setjast aðeins á sálina hjá leikmönnum? „Auðvitað gerir það það en við vissum að þetta yrði erfitt tímabil. En þetta er það lélegasta held ég, fyrir utan kannski fyrsta leikinn okkar. Kannski það eina jákvæða fannst mér að Zoran kom ágætlega inn. Vonandi að við náum eitthvað að rífa upp með honum. Mér fannst Keith byrja vel en hann er með sjö tapaða bolta í fyrri hálfleik sem er náttúrulega bara hræðilegt.“ „Það er bara vandamálið hjá okkur, við erum að fá á okkur auðveldar körfur eftir tapaða bolta. Við opnum þriðja leikhluta á að gefa, maðurinn hans Keith fær tvö eða þrjú sniðskot og hann tapar boltanum líka. Lykilmenn voru að tapa boltanum. Við hentum þessu bara strax frá okkur í þriðja leikhluta og gerðum það sama á móti Álftanesi. Við þurfum að skoða það af hverju við gerum svona í þriðja leikhluta. Við bara grýtum frá okkur boltanum statt og stöðugt. Það er erfitt.“ Zoran Vrkic lék sinn fyrsta leik með Blikum í kvöld og átti ágæta innkomu af bekknum og skoraði 16 stig. Ívar sagði að hann hefði í raun verið eini ljósi punkturinn í þessum leik fyrir Blika. „Hann er búinn að koma á tvær æfingar, það er ekki meira en það. Kannski riðlaði okkur eitthvað en það er alveg sama, mér fannst hann standa sig ágætlega. Miðað við tvær æfingar kannski eini ljósi punkturinn. Við fengum ekkert af bekknum heldur í dag nema frá honum. Bara erfitt.“
Körfubolti Subway-deild karla Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Fleiri fréttir Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ Sjá meira