Fótbolti

Ísland stendur í stað á nýjum heimslista FIFA

Aron Guðmundsson skrifar
Åge Hareide, landsliðsþjálfari, og Guðlaugur Victor.
Åge Hareide, landsliðsþjálfari, og Guðlaugur Victor. Vísir/Hulda Margrét

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta stendur í stað á nýuppfærðum heimslista FIFA og er sem fyrr í 67. sæti listans.

Listinn var uppfærður í dag og þar er staða íslenska landsliðsins óbreytt og hefur verið það síðan í júní fyrr á árinu en síðan þá hefur listinn verið uppfærður í þrígang. 

Af öðru markverðu á listanum má telja upp að landslið Jamaíka, sem spilar undir stjórn Heimis Hallgrímssonar, færist upp um eitt sæti á milli lista og situr nú í 55.sæti. 

Heimir Hallgrímsson á hliðarlínunni með Jamaíka. Vísir/Getty

Á toppi listans eru engar breytingar. Ríkjandi heimsmeistarar Argentínu eru sem fyrr í efsta sætinu. Frakkar fylgja þeim eftir í öðru sæti og í þriðja sæti situr landslið Brasilíu.

Það er landslið Litháen sem hlýtur þann heiður að vera hástökkvarinn á listanum í þetta skipti. Litháen fer upp um níu sæti milli lista og situr nú í 134. sæti. 

Heimslista FIFA má sjá í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×