Handbolti

Fær góð ráð frá pabba: „Maður er bara alltaf að reyna passa í sporin“

Aron Guðmundsson skrifar
Feðgarnir Einar Þorsteinn Ólafsson og Ólafur Stefánsson
Feðgarnir Einar Þorsteinn Ólafsson og Ólafur Stefánsson Samsett mynd: Mynd af Einari frá Fredericia Dagbladet og mynd af

Einar Þor­steinn Ólafs­son er að feta sín fyrstu skref í at­vinnu­mennskunni í hand­bolta. Hann er á sínu öðru tíma­bili með danska úr­vals­deildar­fé­laginu Fredericia og spilar þar undir stjórn Guð­mundar Guð­munds­sonar. Þá nýtur hann leið­sagnar frá föður sínum, sem er öllum hnútum kunnugur í þessum efnum.

Faðir Einars Þor­steins er nefni­legast ís­lenska hand­bolta­goð­sögnin Ólafur Stefáns­son. Sá naut mikillar vel­gengni inn á hand­bolta­vellinum. Bæði með fé­lags­liðum sem og ís­lenska lands­liðinu þar sem hann var hluti af silfur­liðinu á Ólympíu­leikunum í Peking árið 2008.

Ólafur Stefánsson í leik með íslenska landsliðinu gegn Noregi á sínum tíma

„Já alveg mjög mikið, sér­stak­lega núna upp á síð­kastið,“ segir Einar Þor­steinn að­spurður hvort faðir hans sem með puttana í því sem hann er að gera í at­vinnu­mennskunni.

„Hann hélt sig að­eins til hlés þegar að ég fór upp í gegnum yngri flokkana. Núna hefur hann verið að gefa mér ráð, hjálpa til.“

Hann fái ráð frá Ólafi föður sínum varðandi ýmis­legt tengt at­vinnu­mennskunni, bæði innan sem utan vallar.

„Eitt­hvað sem ég fæ að heyra sem margir aðrir, svona ungir að árum, fá ekki að heyra. Það er eitt­hvað sem ég næ að nýta mér. Maður er bara alltaf að reyna passa í sporin.“

Einar gæti á upp­hafs­dögum næsta mánaðar leikið sína fyrstu A-lands­leiki fyrir Ís­lands hönd. Hann var valinn í fyrsta lands­liðs­hóp lands­liðs­þjálfarans Snorra Steins Guð­jóns­sonar fyrir tvo æfingar­leiki gegn Fær­eyjum.

Þessi efni­legi leik­maður er með skýr mark­mið.

„Fram­haldið er bara að verða bikar­meistari, deildar­meistari og danskur meistari með Fredericia. Ég tek bara eitt ár í einu, reyni að spila vel og standa mig með lands­liðinu. Koma öxlinni al­menni­lega í gang. Eitt skref í einu áður en maður horfir eitt­hvað lengra fram veginn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×