Sautján ára með tvær stoðsendingar í öruggum sigri á Parc des Princes Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. október 2023 18:30 Warren Zaire-Emery lagði upp tvö mörk í sigri Paris Saint-Germain á AC Milan. getty/Jonathan Moscrop Paris Saint-Germain sneru sterkir til baka í Meistaradeildina eftir erfitt tap í síðustu umferð og gengu örugglega frá AC Milan með þriggja marka sigri. AC Milan hafði ekki fengið á sig mark í fyrstu tveimur leikjum riðlakeppninnar, en Kylian Mbappe var ekki lengi að breyta því. Hann tók forystuna fyrir PSG á 32. mínútu með lágu skoti rétt fyrir utan teig eftir að hafa sólað sig framhjá Fikayo Tomori, varnarmanni AC Milan. Ousmane Dembele kom boltanum svo í aftur netið fyrir PSG strax í upphafi seinni hálfleiks, en markið var dæmt ógilt af VAR dómara leiksins. Það gerði þó ekki að sök, örskömmu síðar skaut Dembele aftur að marki, skot hans var varið en Kolo-Muani var mættur í frákastið og kom boltanum yfir línuna. Hinn 17 ára gamli Warren Zaire-Emery lagði upp fyrsta mark Mbappe og þriðja markið sem Kang-In Lee skoraði á 89. mínútu leiksins. Markið kom eftir gott samspil þeirra tveggja upp hægri vænginn þar sem Zaire-Emery lagði boltann að lokum út á Lee sem þrumaði honum í netið. Fleiri urðu mörkin ekki, lokatölur 3-0 sigur PSG. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Paris Saint-Germain sneru sterkir til baka í Meistaradeildina eftir erfitt tap í síðustu umferð og gengu örugglega frá AC Milan með þriggja marka sigri. AC Milan hafði ekki fengið á sig mark í fyrstu tveimur leikjum riðlakeppninnar, en Kylian Mbappe var ekki lengi að breyta því. Hann tók forystuna fyrir PSG á 32. mínútu með lágu skoti rétt fyrir utan teig eftir að hafa sólað sig framhjá Fikayo Tomori, varnarmanni AC Milan. Ousmane Dembele kom boltanum svo í aftur netið fyrir PSG strax í upphafi seinni hálfleiks, en markið var dæmt ógilt af VAR dómara leiksins. Það gerði þó ekki að sök, örskömmu síðar skaut Dembele aftur að marki, skot hans var varið en Kolo-Muani var mættur í frákastið og kom boltanum yfir línuna. Hinn 17 ára gamli Warren Zaire-Emery lagði upp fyrsta mark Mbappe og þriðja markið sem Kang-In Lee skoraði á 89. mínútu leiksins. Markið kom eftir gott samspil þeirra tveggja upp hægri vænginn þar sem Zaire-Emery lagði boltann að lokum út á Lee sem þrumaði honum í netið. Fleiri urðu mörkin ekki, lokatölur 3-0 sigur PSG.