Wilson klúðraði tveimur dauðafærum í tapi gegn Dortmund Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. október 2023 18:30 Marco Reus, fyrirliði Borussia Dortmund, fagnar eftir að Felix Nmecha skoraði gegn Newcastle United. getty/Hendrik Deckers Newcastle United tókst ekki að byggja ofan á frábærri frammistöðu liðsins í síðustu umferð Meistaradeildarinnar og mátti þola 0-1 tap gegn Borussia Dortmund. Dortmund liðið steig út á völlinn með skotskóna reimaða fasta, liðið átti heil 29 skot bara í fyrri hálfleiknum. Þrátt fyrir algjöra yfirburði inni á vellinum þurftu þeir að bíða fram að 28. skotinu eftir því að boltinn færi í netið. Markið kom rétt fyrir hálfleikslok upp úr góðri skyndisókn Dortmund, Marco Reus leiddi sóknina, kom boltanum á Schlotterbeck sem lagði hann út á markaskorarann Felix Nmecha. Callum Wilson komst hársbreidd frá því að jafna leikinn á 57. mínútu eftir frábæra fyrirgjöf frá Anthony Gordon, en markvörður Dortmund sá við honum. Hann var svo aftur á ferðinni þegar hann skallaði boltann í slánna undir lok leiks. En Newcastle tókst ekki að finna jöfnunarmarkið að þessu sinni og þurfti að sætta sig við eins marks tap á heimavelli. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Newcastle United tókst ekki að byggja ofan á frábærri frammistöðu liðsins í síðustu umferð Meistaradeildarinnar og mátti þola 0-1 tap gegn Borussia Dortmund. Dortmund liðið steig út á völlinn með skotskóna reimaða fasta, liðið átti heil 29 skot bara í fyrri hálfleiknum. Þrátt fyrir algjöra yfirburði inni á vellinum þurftu þeir að bíða fram að 28. skotinu eftir því að boltinn færi í netið. Markið kom rétt fyrir hálfleikslok upp úr góðri skyndisókn Dortmund, Marco Reus leiddi sóknina, kom boltanum á Schlotterbeck sem lagði hann út á markaskorarann Felix Nmecha. Callum Wilson komst hársbreidd frá því að jafna leikinn á 57. mínútu eftir frábæra fyrirgjöf frá Anthony Gordon, en markvörður Dortmund sá við honum. Hann var svo aftur á ferðinni þegar hann skallaði boltann í slánna undir lok leiks. En Newcastle tókst ekki að finna jöfnunarmarkið að þessu sinni og þurfti að sætta sig við eins marks tap á heimavelli.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti