Stíflan brast hjá Haaland 25. október 2023 18:30 Erling Haaland skorar annað mark sitt og þriðja mark Manchester City gegn Young Boys. getty/Zac Goodwin Erling Haaland komst loks á blað eftir að hafa mistekist að skora í síðustu fimm leikjum í Meistaradeildinni þegar hann skoraði tvítvegis gegn Young Boys í 1-3 sigri Manchester City. Eins og við var að búast voru Manchester City algjört yfirburðalið inni á vellinum, héldu boltanum eins og þeim sýndist og ógnðuðu marki gestanna grimmt. Þeim tókst þó ekki að brjóta ísinn í fyrri hálfleik. Manuel Akanji tók svo forystuna fyrir ríkjandi Meistaradeildarmeistarana strax í upphafi seinni hálfleiks, markið kom eftir hornspyrnu þar sem Ruben Dias skallaði boltann að marki, markvörður YB sló hann í slánna og þaðan skoppaði hann til Akanji sem kom honum í netið. Þvert gegn gangi leiksins skoruðu svo YB á 52. mínútu og jöfnuðu leikinn. Markið kom eftir stórsókn City sem endaði með skoti frá Erling Haaland, beint á markvörðinn sem var fljótur að koma boltanum í leik. YB liðið brunaði upp völlinn, kom boltanum á framherjann Meschack Elia sem vippaði honum yfir Ederson. Jack Grealish var svo nálægt því að gefa frá sér vítaspyrnu þegar hann handlék boltann óvart inni í eigin vítateig, en ekkert var dæmt, örskömmu síðar sótti hann svo vítaspyrnu fyrir Manchester City hinum megin á vellinum. Norðmaðurinn ógurlegi, Erling Haaland, steig á punktinn og skoraði af öryggi. Hann var svo aftur á ferðinni í þriðja markinu þegar hann lagði upp á Julian Alvarez. Fleiri urðu mörkin ekki, lokaniðurstaða 1-3 sigur Man City sem eru með fullt hús stiga eftir þrjá leiki spilaða. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Erling Haaland komst loks á blað eftir að hafa mistekist að skora í síðustu fimm leikjum í Meistaradeildinni þegar hann skoraði tvítvegis gegn Young Boys í 1-3 sigri Manchester City. Eins og við var að búast voru Manchester City algjört yfirburðalið inni á vellinum, héldu boltanum eins og þeim sýndist og ógnðuðu marki gestanna grimmt. Þeim tókst þó ekki að brjóta ísinn í fyrri hálfleik. Manuel Akanji tók svo forystuna fyrir ríkjandi Meistaradeildarmeistarana strax í upphafi seinni hálfleiks, markið kom eftir hornspyrnu þar sem Ruben Dias skallaði boltann að marki, markvörður YB sló hann í slánna og þaðan skoppaði hann til Akanji sem kom honum í netið. Þvert gegn gangi leiksins skoruðu svo YB á 52. mínútu og jöfnuðu leikinn. Markið kom eftir stórsókn City sem endaði með skoti frá Erling Haaland, beint á markvörðinn sem var fljótur að koma boltanum í leik. YB liðið brunaði upp völlinn, kom boltanum á framherjann Meschack Elia sem vippaði honum yfir Ederson. Jack Grealish var svo nálægt því að gefa frá sér vítaspyrnu þegar hann handlék boltann óvart inni í eigin vítateig, en ekkert var dæmt, örskömmu síðar sótti hann svo vítaspyrnu fyrir Manchester City hinum megin á vellinum. Norðmaðurinn ógurlegi, Erling Haaland, steig á punktinn og skoraði af öryggi. Hann var svo aftur á ferðinni í þriðja markinu þegar hann lagði upp á Julian Alvarez. Fleiri urðu mörkin ekki, lokaniðurstaða 1-3 sigur Man City sem eru með fullt hús stiga eftir þrjá leiki spilaða.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti