Börsungar með fullt hús stiga Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. október 2023 18:45 Fermín López skoraði glæsilegt mark fyrir Barcelona gegn Shakhtar Donetsk. getty/Pedro Salado Barcelona er með fullt hús stiga í H-riðli Meistaradeildar Evrópu eftir 2-1 sigur á heimavelli gegn Shaktar Donetsk. Bæði mörk heimamanna komu um miðbik fyrri hálfleiks, framherjinn Ferran Torres kom boltanum fyrstur í netið og markið var staðfest eftir athugun VAR dómara. Hinn tvítugi miðjumaður Fermín López setti svo annað markið aðeins nokkrum mínútum síðar. Gestirnir frá Shaktar náðu að klóra í bakkann á 62. mínútu með marki frá Georgiy Sudakov, en mistókst að jafna leikinn og sækja sér stig. Þeir sitja í 3. sæti riðilsins með einn sigur úr þremur leikjum. Ungstirnið Marc Guiu, sautján ára leikmaður Barcelona sem vakti athygli á dögunum þegar hann skoraði aðeins augnabliki eftir að hafa komið inn á í fyrsta leik sínum fyrir liðið, var skipt inn á fyrir Joao Felix á 75. mínútu, en tókst ekki að komast á blað í þetta sinn. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Foreldrarnir grétu í stúkunni á meðan guttinn bjargaði Barca Marc Guiu var óvænt hetja hjá Barcelona í spænska fótboltanum í gærkvöldi þegar hann skoraði eina markið í 1-0 sigri liðsins á Athletic Bilbao. Hann setti líka nýtt félagsmet. 23. október 2023 09:20
Barcelona er með fullt hús stiga í H-riðli Meistaradeildar Evrópu eftir 2-1 sigur á heimavelli gegn Shaktar Donetsk. Bæði mörk heimamanna komu um miðbik fyrri hálfleiks, framherjinn Ferran Torres kom boltanum fyrstur í netið og markið var staðfest eftir athugun VAR dómara. Hinn tvítugi miðjumaður Fermín López setti svo annað markið aðeins nokkrum mínútum síðar. Gestirnir frá Shaktar náðu að klóra í bakkann á 62. mínútu með marki frá Georgiy Sudakov, en mistókst að jafna leikinn og sækja sér stig. Þeir sitja í 3. sæti riðilsins með einn sigur úr þremur leikjum. Ungstirnið Marc Guiu, sautján ára leikmaður Barcelona sem vakti athygli á dögunum þegar hann skoraði aðeins augnabliki eftir að hafa komið inn á í fyrsta leik sínum fyrir liðið, var skipt inn á fyrir Joao Felix á 75. mínútu, en tókst ekki að komast á blað í þetta sinn.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Foreldrarnir grétu í stúkunni á meðan guttinn bjargaði Barca Marc Guiu var óvænt hetja hjá Barcelona í spænska fótboltanum í gærkvöldi þegar hann skoraði eina markið í 1-0 sigri liðsins á Athletic Bilbao. Hann setti líka nýtt félagsmet. 23. október 2023 09:20
Foreldrarnir grétu í stúkunni á meðan guttinn bjargaði Barca Marc Guiu var óvænt hetja hjá Barcelona í spænska fótboltanum í gærkvöldi þegar hann skoraði eina markið í 1-0 sigri liðsins á Athletic Bilbao. Hann setti líka nýtt félagsmet. 23. október 2023 09:20
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti