Fótbolti

Svona var blaðamannafundur Rúnars

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rúnar skrifar hér undir þriggja ára samning við Fram.
Rúnar skrifar hér undir þriggja ára samning við Fram. vísir/aron

Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi Fram þar sem Rúnar Kristinsson var tilkynntur sem nýr þjálfari karlaliðs félagsins.

Rúnar hætti á dögunum störfum sem þjálfari KR eftir sex ára starf fyrir uppeldisfélag sitt. Ljóst varð þá að hann yrði eftirsóttur af öðrum liðum.

Jón Sveinsson var þjálfari Fram lungann af síðasta sumri en þegar hann var rekinn tók Ragnar Sigurðsson við liðinu og bjargaði því frá falli.

Hægt er að horfa á upptöku af blaðamannafundinum hér að neðan.


Tengdar fréttir

Ragnar Sigurðs­son gæti snúið aftur til Rúss­lands

Það virðist næsta öruggt að Ragnar Sigurðsson verði ekki áfram þjálfari Fram í Bestu deild karla í knattspyrnu. Samningur hans er runninn út og Fram hefur gefið út að Rúnar Kristinsson sé efstur á blaði. Nú virðist sem Ragnar gæti verið á leið til Rússlands.

Siggi Raggi tvisvar farið á fund KR: „Þetta starf heillar“

Sigurður Ragnar Eyjólfs­son hefur í tví­gang rætt við for­ráða­menn knatt­spyrnu­deildar KR varðandi þjálfara­stöðuna hjá karla­liði fé­lagsins sem nú er á lausu. Sigurður Ragnar er mikill KR-ingur, ber taugar til fé­lagsins og er á þeirri skoðun að það eigi að ráða KR-ing í þjálfara­stöðuna. Fé­lagið geti hins vegar ekki beðið lengi eftir því að ráða inn nýjan þjálfara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×