Rúmenskri konu vísað úr landi í annað sinn á rúmum mánuði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. október 2023 12:44 Úlfar Lúðvíksson er lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir/Baldur Hrafnkell Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að rúmensk kona sem verið hefur í haldi lögreglu á Keflavíkurflugvelli frá því síðdegis í gær verði vísað úr landi. Þetta er í annað skiptið á rúmum mánuði sem konan fær ekki að koma til landsins. Lögmaður konunnar er ósátt að hafa ekki fengið afrit af ákvörðun lögreglustjórans. Vísir fjallaði um málið í gærkvöldi og ræddi við Claudiu Ashanie Wilson, lögmann konunnar. Fram kom að konunni hefði áður verið vísað úr landi. Sú ákvörðun hefði verið kærð til kærunefndar útlendingamála. Claudia sagði konuna tala litla ensku og sætti ómannúðlegri meðferð. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að konunni hafi verið vísað frá landinu við komu hennar í september. „Við komu hennar til landsins í gær var hún tekin til skoðunar á landamærum þar sem grunur lék á að hún uppfyllti ekki skilyrði laga um útlendinga nr. 80/2016 til að fá inngöngu í landið. Hefur lögregla nú komist að þeirri niðurstöðu að hún uppfylli ekki umrædd skilyrði og ákvörðun verið tekin um að frávísa henni aftur frá landinu,“ segir Úlfar. Hann bendir á 1. mgr. 15. greinar laga um landamæri nr. 136/2022 þar sem segi: „Lögregla skal tryggja að útlendingur sem ekki uppfyllir skilyrði fyrir komu til landsins fái ekki inngöngu í landið.“ Claudia tjáði fréttastofu í gær að konan hefði sagst þurfa að grátbiðja lögreglu um vatn og mat. Í samtali við fréttastofu í morgun sagði Claudia umbjóðanda sinn hafa tjáð sér í morgun að henni hefði verið hótað því að fá engan mat fyrr en klukkan 12 keypti hún ekki flugmiða frá Íslandi af sjálfsdáðum. Úlfar segir konuna hafa fengið að borða og drekka á meðan hún var í haldi. Þá hefði ranglega verið haldið fram að konan sætti einangrun. Rúmenska konan hefði bæði rætt við lögmann sinn, í gær og í dag. Claudia segir samtöl sín við konuna flókin sökum tungumálaörðugleika og að konan hafi tjáð henni að túlkurinn sem hefði aðstoðað við birtingu ákvörðunar lögreglustjórans tali takmarkaða ensku. Konan geti bjargað sér á ensku en á eigi erfitt með að skilja flókinn lagatexta. Þá telur Claudia háttsemi lögreglunnar, að hafa ekki orðið við beiðni hennar um afrit af ákvörðun lögreglu, ámælisverða. Þannig sjái hún ekki á hvaða grundvelli laganna konan hafi verið tekin í hald. Hún hafi margítrekað lagt fram þá beiðni enda sé konan EES-ríkisborgari sem njóti ríkrar verndar gegn frávísun frá landi. „Þannig fyrst get ég ráðlagt mínum umbjóðanda um hennar réttindi og skyldur. Þetta er hennar grundvallarréttur. Það er þýðingarlaust að ræða við mig ef við vitum ekki á hvaða grundvelli ákvörðunin var tekin.“ Úlfar lögreglustjóri segir málið unnið í samræmi við ákvæði laga um útlendinga nr. 80/2016 og lög um landamæri nr. 136/2022. Hann teldi ekki við hæfi að upplýsa um hvaða grein laganna ætti við í tilfelli konunnar. Að öðru leyti verði ekki fjallað frekar um málið af hálfu embættisins. Keflavíkurflugvöllur Rúmenía Lögreglumál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira
Vísir fjallaði um málið í gærkvöldi og ræddi við Claudiu Ashanie Wilson, lögmann konunnar. Fram kom að konunni hefði áður verið vísað úr landi. Sú ákvörðun hefði verið kærð til kærunefndar útlendingamála. Claudia sagði konuna tala litla ensku og sætti ómannúðlegri meðferð. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að konunni hafi verið vísað frá landinu við komu hennar í september. „Við komu hennar til landsins í gær var hún tekin til skoðunar á landamærum þar sem grunur lék á að hún uppfyllti ekki skilyrði laga um útlendinga nr. 80/2016 til að fá inngöngu í landið. Hefur lögregla nú komist að þeirri niðurstöðu að hún uppfylli ekki umrædd skilyrði og ákvörðun verið tekin um að frávísa henni aftur frá landinu,“ segir Úlfar. Hann bendir á 1. mgr. 15. greinar laga um landamæri nr. 136/2022 þar sem segi: „Lögregla skal tryggja að útlendingur sem ekki uppfyllir skilyrði fyrir komu til landsins fái ekki inngöngu í landið.“ Claudia tjáði fréttastofu í gær að konan hefði sagst þurfa að grátbiðja lögreglu um vatn og mat. Í samtali við fréttastofu í morgun sagði Claudia umbjóðanda sinn hafa tjáð sér í morgun að henni hefði verið hótað því að fá engan mat fyrr en klukkan 12 keypti hún ekki flugmiða frá Íslandi af sjálfsdáðum. Úlfar segir konuna hafa fengið að borða og drekka á meðan hún var í haldi. Þá hefði ranglega verið haldið fram að konan sætti einangrun. Rúmenska konan hefði bæði rætt við lögmann sinn, í gær og í dag. Claudia segir samtöl sín við konuna flókin sökum tungumálaörðugleika og að konan hafi tjáð henni að túlkurinn sem hefði aðstoðað við birtingu ákvörðunar lögreglustjórans tali takmarkaða ensku. Konan geti bjargað sér á ensku en á eigi erfitt með að skilja flókinn lagatexta. Þá telur Claudia háttsemi lögreglunnar, að hafa ekki orðið við beiðni hennar um afrit af ákvörðun lögreglu, ámælisverða. Þannig sjái hún ekki á hvaða grundvelli laganna konan hafi verið tekin í hald. Hún hafi margítrekað lagt fram þá beiðni enda sé konan EES-ríkisborgari sem njóti ríkrar verndar gegn frávísun frá landi. „Þannig fyrst get ég ráðlagt mínum umbjóðanda um hennar réttindi og skyldur. Þetta er hennar grundvallarréttur. Það er þýðingarlaust að ræða við mig ef við vitum ekki á hvaða grundvelli ákvörðunin var tekin.“ Úlfar lögreglustjóri segir málið unnið í samræmi við ákvæði laga um útlendinga nr. 80/2016 og lög um landamæri nr. 136/2022. Hann teldi ekki við hæfi að upplýsa um hvaða grein laganna ætti við í tilfelli konunnar. Að öðru leyti verði ekki fjallað frekar um málið af hálfu embættisins.
Keflavíkurflugvöllur Rúmenía Lögreglumál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira