Rúmenskri konu vísað úr landi í annað sinn á rúmum mánuði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. október 2023 12:44 Úlfar Lúðvíksson er lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir/Baldur Hrafnkell Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að rúmensk kona sem verið hefur í haldi lögreglu á Keflavíkurflugvelli frá því síðdegis í gær verði vísað úr landi. Þetta er í annað skiptið á rúmum mánuði sem konan fær ekki að koma til landsins. Lögmaður konunnar er ósátt að hafa ekki fengið afrit af ákvörðun lögreglustjórans. Vísir fjallaði um málið í gærkvöldi og ræddi við Claudiu Ashanie Wilson, lögmann konunnar. Fram kom að konunni hefði áður verið vísað úr landi. Sú ákvörðun hefði verið kærð til kærunefndar útlendingamála. Claudia sagði konuna tala litla ensku og sætti ómannúðlegri meðferð. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að konunni hafi verið vísað frá landinu við komu hennar í september. „Við komu hennar til landsins í gær var hún tekin til skoðunar á landamærum þar sem grunur lék á að hún uppfyllti ekki skilyrði laga um útlendinga nr. 80/2016 til að fá inngöngu í landið. Hefur lögregla nú komist að þeirri niðurstöðu að hún uppfylli ekki umrædd skilyrði og ákvörðun verið tekin um að frávísa henni aftur frá landinu,“ segir Úlfar. Hann bendir á 1. mgr. 15. greinar laga um landamæri nr. 136/2022 þar sem segi: „Lögregla skal tryggja að útlendingur sem ekki uppfyllir skilyrði fyrir komu til landsins fái ekki inngöngu í landið.“ Claudia tjáði fréttastofu í gær að konan hefði sagst þurfa að grátbiðja lögreglu um vatn og mat. Í samtali við fréttastofu í morgun sagði Claudia umbjóðanda sinn hafa tjáð sér í morgun að henni hefði verið hótað því að fá engan mat fyrr en klukkan 12 keypti hún ekki flugmiða frá Íslandi af sjálfsdáðum. Úlfar segir konuna hafa fengið að borða og drekka á meðan hún var í haldi. Þá hefði ranglega verið haldið fram að konan sætti einangrun. Rúmenska konan hefði bæði rætt við lögmann sinn, í gær og í dag. Claudia segir samtöl sín við konuna flókin sökum tungumálaörðugleika og að konan hafi tjáð henni að túlkurinn sem hefði aðstoðað við birtingu ákvörðunar lögreglustjórans tali takmarkaða ensku. Konan geti bjargað sér á ensku en á eigi erfitt með að skilja flókinn lagatexta. Þá telur Claudia háttsemi lögreglunnar, að hafa ekki orðið við beiðni hennar um afrit af ákvörðun lögreglu, ámælisverða. Þannig sjái hún ekki á hvaða grundvelli laganna konan hafi verið tekin í hald. Hún hafi margítrekað lagt fram þá beiðni enda sé konan EES-ríkisborgari sem njóti ríkrar verndar gegn frávísun frá landi. „Þannig fyrst get ég ráðlagt mínum umbjóðanda um hennar réttindi og skyldur. Þetta er hennar grundvallarréttur. Það er þýðingarlaust að ræða við mig ef við vitum ekki á hvaða grundvelli ákvörðunin var tekin.“ Úlfar lögreglustjóri segir málið unnið í samræmi við ákvæði laga um útlendinga nr. 80/2016 og lög um landamæri nr. 136/2022. Hann teldi ekki við hæfi að upplýsa um hvaða grein laganna ætti við í tilfelli konunnar. Að öðru leyti verði ekki fjallað frekar um málið af hálfu embættisins. Keflavíkurflugvöllur Rúmenía Lögreglumál Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Vísir fjallaði um málið í gærkvöldi og ræddi við Claudiu Ashanie Wilson, lögmann konunnar. Fram kom að konunni hefði áður verið vísað úr landi. Sú ákvörðun hefði verið kærð til kærunefndar útlendingamála. Claudia sagði konuna tala litla ensku og sætti ómannúðlegri meðferð. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að konunni hafi verið vísað frá landinu við komu hennar í september. „Við komu hennar til landsins í gær var hún tekin til skoðunar á landamærum þar sem grunur lék á að hún uppfyllti ekki skilyrði laga um útlendinga nr. 80/2016 til að fá inngöngu í landið. Hefur lögregla nú komist að þeirri niðurstöðu að hún uppfylli ekki umrædd skilyrði og ákvörðun verið tekin um að frávísa henni aftur frá landinu,“ segir Úlfar. Hann bendir á 1. mgr. 15. greinar laga um landamæri nr. 136/2022 þar sem segi: „Lögregla skal tryggja að útlendingur sem ekki uppfyllir skilyrði fyrir komu til landsins fái ekki inngöngu í landið.“ Claudia tjáði fréttastofu í gær að konan hefði sagst þurfa að grátbiðja lögreglu um vatn og mat. Í samtali við fréttastofu í morgun sagði Claudia umbjóðanda sinn hafa tjáð sér í morgun að henni hefði verið hótað því að fá engan mat fyrr en klukkan 12 keypti hún ekki flugmiða frá Íslandi af sjálfsdáðum. Úlfar segir konuna hafa fengið að borða og drekka á meðan hún var í haldi. Þá hefði ranglega verið haldið fram að konan sætti einangrun. Rúmenska konan hefði bæði rætt við lögmann sinn, í gær og í dag. Claudia segir samtöl sín við konuna flókin sökum tungumálaörðugleika og að konan hafi tjáð henni að túlkurinn sem hefði aðstoðað við birtingu ákvörðunar lögreglustjórans tali takmarkaða ensku. Konan geti bjargað sér á ensku en á eigi erfitt með að skilja flókinn lagatexta. Þá telur Claudia háttsemi lögreglunnar, að hafa ekki orðið við beiðni hennar um afrit af ákvörðun lögreglu, ámælisverða. Þannig sjái hún ekki á hvaða grundvelli laganna konan hafi verið tekin í hald. Hún hafi margítrekað lagt fram þá beiðni enda sé konan EES-ríkisborgari sem njóti ríkrar verndar gegn frávísun frá landi. „Þannig fyrst get ég ráðlagt mínum umbjóðanda um hennar réttindi og skyldur. Þetta er hennar grundvallarréttur. Það er þýðingarlaust að ræða við mig ef við vitum ekki á hvaða grundvelli ákvörðunin var tekin.“ Úlfar lögreglustjóri segir málið unnið í samræmi við ákvæði laga um útlendinga nr. 80/2016 og lög um landamæri nr. 136/2022. Hann teldi ekki við hæfi að upplýsa um hvaða grein laganna ætti við í tilfelli konunnar. Að öðru leyti verði ekki fjallað frekar um málið af hálfu embættisins.
Keflavíkurflugvöllur Rúmenía Lögreglumál Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira