Segir Seðlabankann halda húsnæðismarkaðnum niðri Jakob Bjarnar skrifar 23. október 2023 11:33 Að sögn Sigurðar Hannessonar er ófremdarástand á húsnæðismarkaði og ekkert sem bendir til þess að þar fari hlutirnir að lagast, þvert á móti. vísir/vilhelm Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, er ómyrkur í máli hvað varðar uppbyggingu húsnæðis sem hann segir alltof alltof litla. Sigurður var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi og hann var afdráttarlaus í tali. Hann sagði ástandið skelfilegt og það stefndi allt í verðsprengju á húsnæðismarkaði. Framboðið minna en var í fyrra Á Íslandi er mannfjölgun sem nemur um þúsund manns á mánuði sem augljóslega hefur áhrif á eftirspurnina. En henni er haldið niðri með handafli af Seðlabankanum. Auk þess sem bankarnir reisa skorður með greiðslumati. Og framboðshliðin er ekki sterk heldur: „Þrjú þúsund íbúðir koma inn á markaðinn á ári en stefnt var að því að þær yrðu fjögur þúsund. Vextir eru háir, laun eru há, byggingavörur berast ekki, sölutími hefur lengst…“ sagði Sigurður. Ríkið lækkaði endurgreiðslur á virðisaukaskatti sem jók kostnaðinn. „Um mitt þetta ár hafði byggingakostnaður hækkað um ríflega 7 milljónir sem er yfir tíu prósent. Þetta letur aðila til að fara í ný verkefni.“ Sigurður segir þetta koma fram með skýrum hætti í nýjum tölum frá húsnæðis- og mannvirkjastofnun. „Núna á síðustu sex mánuðum var byrjað á byggingum á um 700 íbúðum sem er um 30 prósent af því sem var fyrir ári. Við erum að sjá fram á 70 prósent samdráttur á þeim verkefnum sem er að fara í gang. Það er að draga úr innflutningi á byggingarefni og við sjáum það á kanarífuglinum í kolanámunni sem eru arkítektastofur og verkfræðingar, sem eru að hanna íbúðarhúsnæði; þar er veltan að dragast saman.“ Verðsprengja í kortunum Allt bendir í sömu átt. Það verður minna byggt núna á næstu árum, það komi minna inn á markaðinn, sem magnar upp vandann sem er til staðar. „Það þarf íbúðir í dag en það tekur tvö ár eða meira að byggja þær.“ Við erum að tala um minna framboð en sívaxandi eftirspurn? Sem þýðir verðsprengja? „Það þýðir að verð mun hækka þegar aðstæður skapast. Seðlabankinn heldur markaðnum niðri með handafli og það er staða sem gengur ekki til lengdar. Það er ekkert annað í stöðunni við þessar aðstæður en byggja meira.“ Húsnæðismál Byggingariðnaður Seðlabankinn Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Sjá meira
Sigurður var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi og hann var afdráttarlaus í tali. Hann sagði ástandið skelfilegt og það stefndi allt í verðsprengju á húsnæðismarkaði. Framboðið minna en var í fyrra Á Íslandi er mannfjölgun sem nemur um þúsund manns á mánuði sem augljóslega hefur áhrif á eftirspurnina. En henni er haldið niðri með handafli af Seðlabankanum. Auk þess sem bankarnir reisa skorður með greiðslumati. Og framboðshliðin er ekki sterk heldur: „Þrjú þúsund íbúðir koma inn á markaðinn á ári en stefnt var að því að þær yrðu fjögur þúsund. Vextir eru háir, laun eru há, byggingavörur berast ekki, sölutími hefur lengst…“ sagði Sigurður. Ríkið lækkaði endurgreiðslur á virðisaukaskatti sem jók kostnaðinn. „Um mitt þetta ár hafði byggingakostnaður hækkað um ríflega 7 milljónir sem er yfir tíu prósent. Þetta letur aðila til að fara í ný verkefni.“ Sigurður segir þetta koma fram með skýrum hætti í nýjum tölum frá húsnæðis- og mannvirkjastofnun. „Núna á síðustu sex mánuðum var byrjað á byggingum á um 700 íbúðum sem er um 30 prósent af því sem var fyrir ári. Við erum að sjá fram á 70 prósent samdráttur á þeim verkefnum sem er að fara í gang. Það er að draga úr innflutningi á byggingarefni og við sjáum það á kanarífuglinum í kolanámunni sem eru arkítektastofur og verkfræðingar, sem eru að hanna íbúðarhúsnæði; þar er veltan að dragast saman.“ Verðsprengja í kortunum Allt bendir í sömu átt. Það verður minna byggt núna á næstu árum, það komi minna inn á markaðinn, sem magnar upp vandann sem er til staðar. „Það þarf íbúðir í dag en það tekur tvö ár eða meira að byggja þær.“ Við erum að tala um minna framboð en sívaxandi eftirspurn? Sem þýðir verðsprengja? „Það þýðir að verð mun hækka þegar aðstæður skapast. Seðlabankinn heldur markaðnum niðri með handafli og það er staða sem gengur ekki til lengdar. Það er ekkert annað í stöðunni við þessar aðstæður en byggja meira.“
Húsnæðismál Byggingariðnaður Seðlabankinn Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Sjá meira