Heimsmeistarinn kennir hóstasafti sonarins um fall sitt á lyfjaprófi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2023 09:01 Papu Gomez varð heimsmeistari með Argentínu eftir að lyfjaprófið var tekið. Getty/Eric Verhoeven Papu Gomez varð heimsmeistari með argentínska landsliðinu í fyrra en innan við ári síðar er hann á leiðinni í bann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Alþjóða knattspyrnusambandið dæmdi Gomez í tveggja ára bann eftir að ólöglegt efni fannst í sýni hans. „Ég hef aldrei notað eða hef ætlað að nota ólögleg lyf,“ skrifaði Papu Gomez á Instagram. Hann kennir hóstasafti sonarins um að efnið fannst hjá honum. Félagið hans tekur undir það. Efnið sem fannst heitir Terbutaline. Breska ríkisútvarpið segir frá. OFFICIAL: Papu Gómez has been banned from professional football for the next two years.Gómez failed an anti-doping test as he tested positive in October 2022 at Sevilla before the World Cup.Italian side Monza confirm they ve just been informed by FIFA. pic.twitter.com/qKa7UFNo1m— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 20, 2023 Lyfjaprófið var tekið í október 2022 eftir leik með Sevilla og þar með áður en hann tók þátt í heimsmeistaramótinu með argentínska landsliðinu. Hinn 35 ára gamli miðjumaður gekk til liðs við ítalska félagið Monza í september en hefur aðeins spilað tvo leiki með félaginu. Gomez hótar því líka að leita réttar síns af því að hann telur að ekki hafi verið fylgt lögum í máli hans. „Það er rétt að taka það fram að það er leyfilegt fyrir íþróttamenn að nota terbutaline í lækningaskyni og það bætir ekki á nokkurn hátt frammistöðu íþróttafólks,“ skrifaði Gomez meðal annars. Terbutaline er notað fyrir sjúklinga með asma, lungnakvef, lungnaþemba og aðra öndunarfærasjúkdóma. Gomez vann Evrópudeildina með Sevilla í vor þar sem liðið vann lærisveina Jose Mourinho í úrslitaleiknum. Gomez skaut aðeins á Mourinho og portúgalski stjórinn var ekki búinn að gleyma því. Þegar hann frétti af óförum Gomez þá sagðist hann ekki þora að taka hóstasaft við veikindum sínum því þá gæti hann lent í vandræðum hjá lyfjaeftirlitinu. Papu Gómez: "Mourinho? I only have one memory of him, and that is me winning the Europa League with Sevilla against him." Mourinho: "I have a cough... but I won't take any syrup or pills. Or I might have some trouble passing doping control." pic.twitter.com/LpBjcN4ffT— EuroFoot (@eurofootcom) October 23, 2023 Ítalski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlægja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Sjá meira
Alþjóða knattspyrnusambandið dæmdi Gomez í tveggja ára bann eftir að ólöglegt efni fannst í sýni hans. „Ég hef aldrei notað eða hef ætlað að nota ólögleg lyf,“ skrifaði Papu Gomez á Instagram. Hann kennir hóstasafti sonarins um að efnið fannst hjá honum. Félagið hans tekur undir það. Efnið sem fannst heitir Terbutaline. Breska ríkisútvarpið segir frá. OFFICIAL: Papu Gómez has been banned from professional football for the next two years.Gómez failed an anti-doping test as he tested positive in October 2022 at Sevilla before the World Cup.Italian side Monza confirm they ve just been informed by FIFA. pic.twitter.com/qKa7UFNo1m— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 20, 2023 Lyfjaprófið var tekið í október 2022 eftir leik með Sevilla og þar með áður en hann tók þátt í heimsmeistaramótinu með argentínska landsliðinu. Hinn 35 ára gamli miðjumaður gekk til liðs við ítalska félagið Monza í september en hefur aðeins spilað tvo leiki með félaginu. Gomez hótar því líka að leita réttar síns af því að hann telur að ekki hafi verið fylgt lögum í máli hans. „Það er rétt að taka það fram að það er leyfilegt fyrir íþróttamenn að nota terbutaline í lækningaskyni og það bætir ekki á nokkurn hátt frammistöðu íþróttafólks,“ skrifaði Gomez meðal annars. Terbutaline er notað fyrir sjúklinga með asma, lungnakvef, lungnaþemba og aðra öndunarfærasjúkdóma. Gomez vann Evrópudeildina með Sevilla í vor þar sem liðið vann lærisveina Jose Mourinho í úrslitaleiknum. Gomez skaut aðeins á Mourinho og portúgalski stjórinn var ekki búinn að gleyma því. Þegar hann frétti af óförum Gomez þá sagðist hann ekki þora að taka hóstasaft við veikindum sínum því þá gæti hann lent í vandræðum hjá lyfjaeftirlitinu. Papu Gómez: "Mourinho? I only have one memory of him, and that is me winning the Europa League with Sevilla against him." Mourinho: "I have a cough... but I won't take any syrup or pills. Or I might have some trouble passing doping control." pic.twitter.com/LpBjcN4ffT— EuroFoot (@eurofootcom) October 23, 2023
Ítalski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlægja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Sjá meira