Grunaði sjálfan sig um græsku vegna leynihólfs Jón Þór Stefánsson skrifar 20. október 2023 14:13 Einn hinna ákærðu kom með vistir í skútuna í fjörunni við Garðskagavita á Reykjanesi. Skömmu síðar kom lögreglan um borð og fann fíkniefnin. Vísir/Vilhelm Einn þriggja danskra sakborninga sem er ákærður fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot með innflutning á hassi með skútu, segist hafa grunað að fíkniefni væru í skútunni, þar sem hann hafi tekið eftir því að búið væri að útbúa leynihólf í hana. Hann hafi þó ekki vitað af þeim. Þá sagði hann að hann hafi átt að eignast skútuna þegar hann væri búinn að sigla henni á áfangastað þeirra í Grænlandi. Þetta kemur fram í úrskurði Landsréttar yfir manninum, sem mun sæta gæsluvarðhaldi til áttunda nóvember. Skútan var sjósett frá Danmörku, en stoppaði á leið sinni á Íslandi. Mennirnir þrír hafa verið ákærðir fyrir að reyna að smygla tæplega 160 kílóum af hassi til Grænlands. Tveir þeirra voru um borð í skútunni, en sá þriðji kom hingað til lands að fyrirmælum óþekktra aðila til að hjálpa þeim með því að færa þeim vistir í fjörunni við Garðskagavita á Reykjanesi. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum er haft eftir öðrum skútumanninum að þeir hafi lent í óveðri á leið sinni sem hafi orðið til þess að þá vantaði byrgðir og eldsneyti og því stoppað á Íslandi. Sagði meira í hverri skýrslutöku Svo virðist sem hann hafi gefið meira og meira upp við hverja skýrslutöku lögreglu. Fyrst hafi hann haldið því fram að hann hefði enga vitneskju um fíkniefnin sem voru um borð og að gamall vinur hans hafi fengið hann til að sigla til Grænlands. Í annarri skýrslutöku sagði hann að honum hafi grunað að það væru fíkniefni í skútunni vegna áðurnefnds leynihólfs. Í þriðju skýrslutökunni sagði hann síðan að maðurinn sem fékk hann til verksins hafi látið hann hafa blað þar sem á stóð hvað hann ætti að gera. Hinn skútumaðurinn sagði þá í skemmtiferð Áður hefur verið greint frá framburði hins skútumannsins, en sá hefur haldið því fram að um hafi verið að ræða skemmtiferð í skútunni. Hann hafi vitað af hinum skútumanninum í meira en tíu ár, en þeir hafi þó ekki þekkt hvorn annan vel. Hann hefur haldið því fram að hann hafi ekki vitað af fíkniefnunum. Þá sagðist hann ekki muna hver hefði millifært á sig peningum til að kaupa skútuna. Fyrrverandi eigandi skútunnar framvísaði millifærslu upp á 150 þúsund danskar krónur, rúmar þrjár milljónir íslenskra króna. Fíkniefnabrot Dómsmál Skútumálið 2023 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þá sagði hann að hann hafi átt að eignast skútuna þegar hann væri búinn að sigla henni á áfangastað þeirra í Grænlandi. Þetta kemur fram í úrskurði Landsréttar yfir manninum, sem mun sæta gæsluvarðhaldi til áttunda nóvember. Skútan var sjósett frá Danmörku, en stoppaði á leið sinni á Íslandi. Mennirnir þrír hafa verið ákærðir fyrir að reyna að smygla tæplega 160 kílóum af hassi til Grænlands. Tveir þeirra voru um borð í skútunni, en sá þriðji kom hingað til lands að fyrirmælum óþekktra aðila til að hjálpa þeim með því að færa þeim vistir í fjörunni við Garðskagavita á Reykjanesi. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum er haft eftir öðrum skútumanninum að þeir hafi lent í óveðri á leið sinni sem hafi orðið til þess að þá vantaði byrgðir og eldsneyti og því stoppað á Íslandi. Sagði meira í hverri skýrslutöku Svo virðist sem hann hafi gefið meira og meira upp við hverja skýrslutöku lögreglu. Fyrst hafi hann haldið því fram að hann hefði enga vitneskju um fíkniefnin sem voru um borð og að gamall vinur hans hafi fengið hann til að sigla til Grænlands. Í annarri skýrslutöku sagði hann að honum hafi grunað að það væru fíkniefni í skútunni vegna áðurnefnds leynihólfs. Í þriðju skýrslutökunni sagði hann síðan að maðurinn sem fékk hann til verksins hafi látið hann hafa blað þar sem á stóð hvað hann ætti að gera. Hinn skútumaðurinn sagði þá í skemmtiferð Áður hefur verið greint frá framburði hins skútumannsins, en sá hefur haldið því fram að um hafi verið að ræða skemmtiferð í skútunni. Hann hafi vitað af hinum skútumanninum í meira en tíu ár, en þeir hafi þó ekki þekkt hvorn annan vel. Hann hefur haldið því fram að hann hafi ekki vitað af fíkniefnunum. Þá sagðist hann ekki muna hver hefði millifært á sig peningum til að kaupa skútuna. Fyrrverandi eigandi skútunnar framvísaði millifærslu upp á 150 þúsund danskar krónur, rúmar þrjár milljónir íslenskra króna.
Fíkniefnabrot Dómsmál Skútumálið 2023 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira