Kjartan Atli eftir sögulegan sigur: Ef kakan er nógu stór þá fá allir að borða Sæbjörn Steinke skrifar 19. október 2023 21:52 Kjartan Atli kallar leiðbeiningar inn á völlinn Vísir / Anton Brink Álftanes vann í kvöld sögulegan sigur því þetta var fyrsti útisigur liðsins í efstu deild í körfubolta. Leikurinn var liður í þriðju umferð Subway deildarinnar og var Breiðablik andstæðingurinn. Leikurinn var fyrsti útileikur Álftaness í efstu deild og eftir hann ræddi Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari liðsins, við Vísi og Stöð 2 Sport. „Við vorum meðvitaðir um þetta allt saman og vildum skrifa þennan kafla í söguna í kvöld.“ „Ég er ánægðastur með gott flæði í sókninni, stigadreifingin var mjög góð. Heilt yfir margt í sóknarleiknum sem ég var ánægður með. Svo höldum við þeim í 37% skotnýtingu.“ Álftanes komst snemma í öðrum leikhluta í færi á að ganga frá leiknum en náði ekki að rota andstæðinginn og heimamenn komu sér aftur inn í leikinn. „Ég var svekktur með það, vildi að sjálfsögðu að við myndum stíga á bensíngjöfina og klára leikinn. En það er líka kredit á þá að hafa komið til baka, eru með virkilega flotta skorara í Everage og Keith, sem við þekkjum vel úr rimmum okkar við Skallagrím á síðustu leiktíð, þannig ég gef þeim hrós að koma til baka.“ Kjartan var ánægður með hversu margir komu að stigaskorun liðsins í kvöld. „Það er mjög ánægjulegt hvað það voru margir sem voru að koma með framlag bæði varnar- og sóknarlega.“ Það eru margir góðir leikmenn í liði Álftaness. Daniel Love skoraði einungis fimm stig í kvöld eftir að hafa átt mjög góðan leik gegn Grindavík í síðasta leik. „Þetta er bara þannig lið að stundum skorar þessi fimm, þessi tíu, næsti fimmtán og annar tuttugu stig. Menn vita að ef kakan er nógu stór þá fá allir að borða.“ Þjálfarinn var mjög kátur með stuðninginn í stúkunni. „Alveg geggjað, það er ótrúlega gaman hvað það eru margir sem hafa fylkt sér á bak við okkur, rosalega jákvæð stemning og við erum mjög stoltir af því hvað fólkið hefur tekið okkur vel úti á Nesi.“ Undirritaður var mjög hrifinn af leik Hauks Helga Pálssonar í kvöld og var þjálfarinn spurður út í landsliðsmanninn. „Haukur var flottur í kvöld, margir mjög flottir. Ég var mjög ánægður með hvernig hann spilaði.“ Að lokum laumaði Kjartan, sem er fyrrum leikmaður Breiðabliks, að einu hrósi. „Mig langar að gefa manni hér úr Kópavoginum, þar sem ég þekki nú aðeins til hér í Smáranum, mikið kredit; Heimir Snær Jónsson formaður körfuknattleiksdeildar Breiðabliks. Kredit á hann fyrir að vinna baki brotnu. Hrós á hvað hann er að gera hlutina vel.“ Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Leik lokið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Leik lokið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Leik lokið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Sjá meira
„Við vorum meðvitaðir um þetta allt saman og vildum skrifa þennan kafla í söguna í kvöld.“ „Ég er ánægðastur með gott flæði í sókninni, stigadreifingin var mjög góð. Heilt yfir margt í sóknarleiknum sem ég var ánægður með. Svo höldum við þeim í 37% skotnýtingu.“ Álftanes komst snemma í öðrum leikhluta í færi á að ganga frá leiknum en náði ekki að rota andstæðinginn og heimamenn komu sér aftur inn í leikinn. „Ég var svekktur með það, vildi að sjálfsögðu að við myndum stíga á bensíngjöfina og klára leikinn. En það er líka kredit á þá að hafa komið til baka, eru með virkilega flotta skorara í Everage og Keith, sem við þekkjum vel úr rimmum okkar við Skallagrím á síðustu leiktíð, þannig ég gef þeim hrós að koma til baka.“ Kjartan var ánægður með hversu margir komu að stigaskorun liðsins í kvöld. „Það er mjög ánægjulegt hvað það voru margir sem voru að koma með framlag bæði varnar- og sóknarlega.“ Það eru margir góðir leikmenn í liði Álftaness. Daniel Love skoraði einungis fimm stig í kvöld eftir að hafa átt mjög góðan leik gegn Grindavík í síðasta leik. „Þetta er bara þannig lið að stundum skorar þessi fimm, þessi tíu, næsti fimmtán og annar tuttugu stig. Menn vita að ef kakan er nógu stór þá fá allir að borða.“ Þjálfarinn var mjög kátur með stuðninginn í stúkunni. „Alveg geggjað, það er ótrúlega gaman hvað það eru margir sem hafa fylkt sér á bak við okkur, rosalega jákvæð stemning og við erum mjög stoltir af því hvað fólkið hefur tekið okkur vel úti á Nesi.“ Undirritaður var mjög hrifinn af leik Hauks Helga Pálssonar í kvöld og var þjálfarinn spurður út í landsliðsmanninn. „Haukur var flottur í kvöld, margir mjög flottir. Ég var mjög ánægður með hvernig hann spilaði.“ Að lokum laumaði Kjartan, sem er fyrrum leikmaður Breiðabliks, að einu hrósi. „Mig langar að gefa manni hér úr Kópavoginum, þar sem ég þekki nú aðeins til hér í Smáranum, mikið kredit; Heimir Snær Jónsson formaður körfuknattleiksdeildar Breiðabliks. Kredit á hann fyrir að vinna baki brotnu. Hrós á hvað hann er að gera hlutina vel.“
Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Leik lokið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Leik lokið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Leik lokið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Sjá meira