Fótbolti

Barcelona frumsýndi nýja treyju fyrir El Clásico einvígið

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Ronnie Wood, Mick Jagger og Keith Richards voru mættir á frumsýningu treyjunnar
Ronnie Wood, Mick Jagger og Keith Richards voru mættir á frumsýningu treyjunnar Barcelona

Barcelona hefur gefið út nýjan búning fyrir 'El Clasico' einvígi sitt gegn Real Madrid þann 28. október. Kennimerki Rolling Stones hljómsveitarinnar mun myndskreyta búninginn en allt er þetta hluti af samstarfssamningi Barcelona við tónlistarstreymisveituna Spotify. 

Barcelona spilar vanalega í búningi með Spotify merkinu framan á og leikvangur þeirra sem áður hét Camp Nou var endurskírður Spotify Camp Nou. Auglýsingin framan á treyjunni mun breytast fyrir stórleik helgarinnar gegn Real Madrid, ekki ósvipað því sem Barcelona gerði í fyrra en þá var það tónlistarmaðurinn Drake sem myndskreytti treyjuna. 

Í myndbandinu sést Mick Jagger, aðalsöngvari hljómsveitarinnar, skælbrosandi með nýju treyjuna. Robert Lewandowski, Raphina og Pedri, leikmenn Barcelona, sýndu svo glæsileg danspor sem svipuðu til söngvarans. 

Barcelona situr í þriðja sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Real Madrid í fyrsta sætinu. Milli risanna tveggja er svo Girona sem mætir botnliði Almería á sunnudag. 

Leikur Barcelona og Real Madrid fer fram á laugardag kl. 14:15. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×