Remy Martin þarf að standa undir nafni í fyrsta leiknum sínum í Sláturhúsinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2023 15:00 Remy Martin er búinn að spila tvo leiki og hefur fengið á sig gagnrýni fyrir frammistöðuna. Hvað gerir hann í kvöld. S2 Sport Keflvíkingar fá loksins heimaleik í Subway deild karla í körfubolta í kvöld þegar þeir taka á móti deildar- og bikarmeisturum Valsmanna. Fyrstu tveir leikir Keflavíkurliðsins hafa verið á útivelli en þeir eru eina liðið í deildinni sem á eftirt að spila heimaleik á þessu tímabili. Það breytist í kvöld þegar Valur kemur í heimsókn í Blue höllina. Þetta er stórleikur kvöldsins enda tvö lið sem búist var við miklu af á þessari leiktíð. Valsmenn hafa byrjað tímabilið með tveimur sannfærandi sigrum en Keflvíkingar eru enn að sleikja sárin eftir að hafa steinlegið á Króknum um síðustu helgi. Leikur Keflavíkur og Vals hefst klukkan 19.15 og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Hægt verður að fylgjast með öllum leikjum kvöldsins á sama tíma á Skiptiborðinu á Stöð 2 Sport. Augun hafa beinst að bandaríska leikmanni Keflavíkurliðsins því sjaldan hefur stærri prófíll komið til Íslands en umræddur Remy Martin. Martin var frábær með Arizona State háskólanum og varð síðan bandarískur háskólameistari með University of Kansas 2022 þar sem hann skoraði meðal annars 14 stig í úrslitaleiknum. Remy Martin var ekki góður í fyrsta leik en hafði þá afsökun að hann að spila í Frystikistunni í Hveragerði í fyrsta sinn. Keflavík vann líka leikinn auk þess að hann endaði með 29 stig í leiknum. Viðvörunarbjöllurnar fóru aftur á móti í gang eftir leikinn á Króknum þar sem Martin var bitlítill, kraftlaus og varð hreinlega undir í glímunni við ágenga bakverði Íslandsmeistaranna. Martin þurfti 17 skot til skora 13 stig og komst aldrei á vítalínuna í leiknum. Keflavíkurliðið tapaði líka með 23 stigum þegar hann var inn á vellinum enda ekki er hann að breyta leiknum heldur í vörninni. Þegar sóknin klikkar hjá honum þá er fokið í flest skjól. Martin hefur þar með þurft að taka 45 skot til að skora þessi 42 stig sín á tímabilinu og mörg þessara skota eru ekki tekin í flæðinu heldur eftir knattrak hans þar sem enginn annar Keflvíkingur sér boltann. Fyrsti leikur Remy Martin með Keflavík í Hveragerði 29 stig úr 28 skotum 17% þriggja stiga nýting (2 af 12) 32% skotnýting (9 af 28) 11 fráköst 4 stoðsendingar 9 fiskaðar villur og 11 fengin víti 24 framlagsstig - Annar leikur Remy Martin með Keflavík á Sauðárkróki 13 stig úr 17 skotum 37% þriggja stiga nýting (3 af 8) 29% skotnýting (5 af 17) 5 fráköst 7 stoðsendingar 4 fiskaðar villur og 0 fengin víti 12 framlagsstig En er þetta það sem kappinn ætlar að bjóða upp á í vetur? Nú fá stuðningsmenn Keflavíkur loksins að sjá Martin í Sláturhúsinu á Sunnubrautinni og þótt að andstæðingurinn sé eitt allra besta lið landsins þá er án efa pressa á Remy Martin í kvöld að standa undir nafni. Skyndiprófin hans eru að baki en í dag er stóra prófið fyrir stuðningsmenn Keflavíkur að komast að því hvort Remy Martin sé sá leikmaður sem ferilskráin hans sýnir eða bara kannski bara strandaður á Íslandi eftir misheppnaða byrjun sína í atvinnumennsku. Augun verða því að þessu snaggaralega Bandaríkjamanni í leiknum og ef að Martin sé sá keppnismaður sem margir trúa að hann sé þá ætti hann að mæta í fullum herklæðum í leikinn í kvöld og sýna hvað hann stendur fyrir inn á körfuboltavellinum. Hann hefur vissulega hæfileika til að stríða Valsmönnum í fjörutíu mínútur en stórt spurningin er hvort hann hafi hugarfarið í það. Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ Sjá meira
Fyrstu tveir leikir Keflavíkurliðsins hafa verið á útivelli en þeir eru eina liðið í deildinni sem á eftirt að spila heimaleik á þessu tímabili. Það breytist í kvöld þegar Valur kemur í heimsókn í Blue höllina. Þetta er stórleikur kvöldsins enda tvö lið sem búist var við miklu af á þessari leiktíð. Valsmenn hafa byrjað tímabilið með tveimur sannfærandi sigrum en Keflvíkingar eru enn að sleikja sárin eftir að hafa steinlegið á Króknum um síðustu helgi. Leikur Keflavíkur og Vals hefst klukkan 19.15 og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Hægt verður að fylgjast með öllum leikjum kvöldsins á sama tíma á Skiptiborðinu á Stöð 2 Sport. Augun hafa beinst að bandaríska leikmanni Keflavíkurliðsins því sjaldan hefur stærri prófíll komið til Íslands en umræddur Remy Martin. Martin var frábær með Arizona State háskólanum og varð síðan bandarískur háskólameistari með University of Kansas 2022 þar sem hann skoraði meðal annars 14 stig í úrslitaleiknum. Remy Martin var ekki góður í fyrsta leik en hafði þá afsökun að hann að spila í Frystikistunni í Hveragerði í fyrsta sinn. Keflavík vann líka leikinn auk þess að hann endaði með 29 stig í leiknum. Viðvörunarbjöllurnar fóru aftur á móti í gang eftir leikinn á Króknum þar sem Martin var bitlítill, kraftlaus og varð hreinlega undir í glímunni við ágenga bakverði Íslandsmeistaranna. Martin þurfti 17 skot til skora 13 stig og komst aldrei á vítalínuna í leiknum. Keflavíkurliðið tapaði líka með 23 stigum þegar hann var inn á vellinum enda ekki er hann að breyta leiknum heldur í vörninni. Þegar sóknin klikkar hjá honum þá er fokið í flest skjól. Martin hefur þar með þurft að taka 45 skot til að skora þessi 42 stig sín á tímabilinu og mörg þessara skota eru ekki tekin í flæðinu heldur eftir knattrak hans þar sem enginn annar Keflvíkingur sér boltann. Fyrsti leikur Remy Martin með Keflavík í Hveragerði 29 stig úr 28 skotum 17% þriggja stiga nýting (2 af 12) 32% skotnýting (9 af 28) 11 fráköst 4 stoðsendingar 9 fiskaðar villur og 11 fengin víti 24 framlagsstig - Annar leikur Remy Martin með Keflavík á Sauðárkróki 13 stig úr 17 skotum 37% þriggja stiga nýting (3 af 8) 29% skotnýting (5 af 17) 5 fráköst 7 stoðsendingar 4 fiskaðar villur og 0 fengin víti 12 framlagsstig En er þetta það sem kappinn ætlar að bjóða upp á í vetur? Nú fá stuðningsmenn Keflavíkur loksins að sjá Martin í Sláturhúsinu á Sunnubrautinni og þótt að andstæðingurinn sé eitt allra besta lið landsins þá er án efa pressa á Remy Martin í kvöld að standa undir nafni. Skyndiprófin hans eru að baki en í dag er stóra prófið fyrir stuðningsmenn Keflavíkur að komast að því hvort Remy Martin sé sá leikmaður sem ferilskráin hans sýnir eða bara kannski bara strandaður á Íslandi eftir misheppnaða byrjun sína í atvinnumennsku. Augun verða því að þessu snaggaralega Bandaríkjamanni í leiknum og ef að Martin sé sá keppnismaður sem margir trúa að hann sé þá ætti hann að mæta í fullum herklæðum í leikinn í kvöld og sýna hvað hann stendur fyrir inn á körfuboltavellinum. Hann hefur vissulega hæfileika til að stríða Valsmönnum í fjörutíu mínútur en stórt spurningin er hvort hann hafi hugarfarið í það.
Fyrsti leikur Remy Martin með Keflavík í Hveragerði 29 stig úr 28 skotum 17% þriggja stiga nýting (2 af 12) 32% skotnýting (9 af 28) 11 fráköst 4 stoðsendingar 9 fiskaðar villur og 11 fengin víti 24 framlagsstig - Annar leikur Remy Martin með Keflavík á Sauðárkróki 13 stig úr 17 skotum 37% þriggja stiga nýting (3 af 8) 29% skotnýting (5 af 17) 5 fráköst 7 stoðsendingar 4 fiskaðar villur og 0 fengin víti 12 framlagsstig
Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ Sjá meira