Engin Sveindís þegar Wolfsburg féll óvænt úr keppni Smári Jökull Jónsson skrifar 18. október 2023 18:41 Sveindís Jane og Wolfsburg eru úr leik í Meistaradeildinni. Vísir/Getty Wolfsburg er úr leik í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu kvenna eftir 2-0 tap gegn Paris FC á heimavelli í dag. Wolfsburg komst alla leið i úrslitaleik keppninnar á síðasta tímabili. Sveindís Jane Jónsdóttir var ekki í leikmannahópi Wolfsburg í dag en hún hefur átt við meiðsli að stríða. Sveindís lék ekki með Íslandi í landsleikjum fyrr í mánuðinum vegna meiðslanna. Paris FC lenti í 3. sæti frönsku deildarinnar en Wolfsburg varð þýskur meistari á síðustu leiktíð. Þá fór liðið alla leið í úrslit Meistaradeildarinnar þar sem það tapaði 3-2 gegn Barcelona. Fyrri leik liðanna lauk með 3-3 jafntefli í París og einvígið því galopið fyrir leikinn í dag. Paris FC komst í 1-0 í fyrri hálfleik með marki frá Julie Dufour og þrátt fyrir mikla pressu í síðari hálfleiknum tókst Wolfsburg ekki að skora. Liðið fékk meðal annars vítaspyrnu á 61. mínútu en Chiamaka Nnadozie varði frá Dominique Janssen. Einnig fengu þær dauðafæri þegar tæpar tíu mínútur voru eftir en Ewa Pajor skaut framhjá. Two-time winners Wolfsburg are OUT of the 2023/24 Women's Champions League pic.twitter.com/orSGZ3o6s5— OneFootball (@OneFootball) October 18, 2023 Í lokin bætti Louise Fleury við öðru markinu fyrir Paris FC og tryggði liðinu 2-0 sigur og um leið sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Wolfsburg er hins vegar úr leik. Afar svekkjandi niðurstaða fyrir Sveindísi og liðsfélaga hennar en Wolfsburg hefur síðustu tíu árin alltaf að minnsta kosti komist í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Þá hefur liðið í tvígang farið með sigur af hólmi í keppninni, árin 2013 og 2014. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Sjá meira
Sveindís Jane Jónsdóttir var ekki í leikmannahópi Wolfsburg í dag en hún hefur átt við meiðsli að stríða. Sveindís lék ekki með Íslandi í landsleikjum fyrr í mánuðinum vegna meiðslanna. Paris FC lenti í 3. sæti frönsku deildarinnar en Wolfsburg varð þýskur meistari á síðustu leiktíð. Þá fór liðið alla leið í úrslit Meistaradeildarinnar þar sem það tapaði 3-2 gegn Barcelona. Fyrri leik liðanna lauk með 3-3 jafntefli í París og einvígið því galopið fyrir leikinn í dag. Paris FC komst í 1-0 í fyrri hálfleik með marki frá Julie Dufour og þrátt fyrir mikla pressu í síðari hálfleiknum tókst Wolfsburg ekki að skora. Liðið fékk meðal annars vítaspyrnu á 61. mínútu en Chiamaka Nnadozie varði frá Dominique Janssen. Einnig fengu þær dauðafæri þegar tæpar tíu mínútur voru eftir en Ewa Pajor skaut framhjá. Two-time winners Wolfsburg are OUT of the 2023/24 Women's Champions League pic.twitter.com/orSGZ3o6s5— OneFootball (@OneFootball) October 18, 2023 Í lokin bætti Louise Fleury við öðru markinu fyrir Paris FC og tryggði liðinu 2-0 sigur og um leið sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Wolfsburg er hins vegar úr leik. Afar svekkjandi niðurstaða fyrir Sveindísi og liðsfélaga hennar en Wolfsburg hefur síðustu tíu árin alltaf að minnsta kosti komist í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Þá hefur liðið í tvígang farið með sigur af hólmi í keppninni, árin 2013 og 2014.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Sjá meira