Engin Sveindís þegar Wolfsburg féll óvænt úr keppni Smári Jökull Jónsson skrifar 18. október 2023 18:41 Sveindís Jane og Wolfsburg eru úr leik í Meistaradeildinni. Vísir/Getty Wolfsburg er úr leik í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu kvenna eftir 2-0 tap gegn Paris FC á heimavelli í dag. Wolfsburg komst alla leið i úrslitaleik keppninnar á síðasta tímabili. Sveindís Jane Jónsdóttir var ekki í leikmannahópi Wolfsburg í dag en hún hefur átt við meiðsli að stríða. Sveindís lék ekki með Íslandi í landsleikjum fyrr í mánuðinum vegna meiðslanna. Paris FC lenti í 3. sæti frönsku deildarinnar en Wolfsburg varð þýskur meistari á síðustu leiktíð. Þá fór liðið alla leið í úrslit Meistaradeildarinnar þar sem það tapaði 3-2 gegn Barcelona. Fyrri leik liðanna lauk með 3-3 jafntefli í París og einvígið því galopið fyrir leikinn í dag. Paris FC komst í 1-0 í fyrri hálfleik með marki frá Julie Dufour og þrátt fyrir mikla pressu í síðari hálfleiknum tókst Wolfsburg ekki að skora. Liðið fékk meðal annars vítaspyrnu á 61. mínútu en Chiamaka Nnadozie varði frá Dominique Janssen. Einnig fengu þær dauðafæri þegar tæpar tíu mínútur voru eftir en Ewa Pajor skaut framhjá. Two-time winners Wolfsburg are OUT of the 2023/24 Women's Champions League pic.twitter.com/orSGZ3o6s5— OneFootball (@OneFootball) October 18, 2023 Í lokin bætti Louise Fleury við öðru markinu fyrir Paris FC og tryggði liðinu 2-0 sigur og um leið sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Wolfsburg er hins vegar úr leik. Afar svekkjandi niðurstaða fyrir Sveindísi og liðsfélaga hennar en Wolfsburg hefur síðustu tíu árin alltaf að minnsta kosti komist í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Þá hefur liðið í tvígang farið með sigur af hólmi í keppninni, árin 2013 og 2014. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Sjá meira
Sveindís Jane Jónsdóttir var ekki í leikmannahópi Wolfsburg í dag en hún hefur átt við meiðsli að stríða. Sveindís lék ekki með Íslandi í landsleikjum fyrr í mánuðinum vegna meiðslanna. Paris FC lenti í 3. sæti frönsku deildarinnar en Wolfsburg varð þýskur meistari á síðustu leiktíð. Þá fór liðið alla leið í úrslit Meistaradeildarinnar þar sem það tapaði 3-2 gegn Barcelona. Fyrri leik liðanna lauk með 3-3 jafntefli í París og einvígið því galopið fyrir leikinn í dag. Paris FC komst í 1-0 í fyrri hálfleik með marki frá Julie Dufour og þrátt fyrir mikla pressu í síðari hálfleiknum tókst Wolfsburg ekki að skora. Liðið fékk meðal annars vítaspyrnu á 61. mínútu en Chiamaka Nnadozie varði frá Dominique Janssen. Einnig fengu þær dauðafæri þegar tæpar tíu mínútur voru eftir en Ewa Pajor skaut framhjá. Two-time winners Wolfsburg are OUT of the 2023/24 Women's Champions League pic.twitter.com/orSGZ3o6s5— OneFootball (@OneFootball) October 18, 2023 Í lokin bætti Louise Fleury við öðru markinu fyrir Paris FC og tryggði liðinu 2-0 sigur og um leið sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Wolfsburg er hins vegar úr leik. Afar svekkjandi niðurstaða fyrir Sveindísi og liðsfélaga hennar en Wolfsburg hefur síðustu tíu árin alltaf að minnsta kosti komist í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Þá hefur liðið í tvígang farið með sigur af hólmi í keppninni, árin 2013 og 2014.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Sjá meira