Engin Sveindís þegar Wolfsburg féll óvænt úr keppni Smári Jökull Jónsson skrifar 18. október 2023 18:41 Sveindís Jane og Wolfsburg eru úr leik í Meistaradeildinni. Vísir/Getty Wolfsburg er úr leik í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu kvenna eftir 2-0 tap gegn Paris FC á heimavelli í dag. Wolfsburg komst alla leið i úrslitaleik keppninnar á síðasta tímabili. Sveindís Jane Jónsdóttir var ekki í leikmannahópi Wolfsburg í dag en hún hefur átt við meiðsli að stríða. Sveindís lék ekki með Íslandi í landsleikjum fyrr í mánuðinum vegna meiðslanna. Paris FC lenti í 3. sæti frönsku deildarinnar en Wolfsburg varð þýskur meistari á síðustu leiktíð. Þá fór liðið alla leið í úrslit Meistaradeildarinnar þar sem það tapaði 3-2 gegn Barcelona. Fyrri leik liðanna lauk með 3-3 jafntefli í París og einvígið því galopið fyrir leikinn í dag. Paris FC komst í 1-0 í fyrri hálfleik með marki frá Julie Dufour og þrátt fyrir mikla pressu í síðari hálfleiknum tókst Wolfsburg ekki að skora. Liðið fékk meðal annars vítaspyrnu á 61. mínútu en Chiamaka Nnadozie varði frá Dominique Janssen. Einnig fengu þær dauðafæri þegar tæpar tíu mínútur voru eftir en Ewa Pajor skaut framhjá. Two-time winners Wolfsburg are OUT of the 2023/24 Women's Champions League pic.twitter.com/orSGZ3o6s5— OneFootball (@OneFootball) October 18, 2023 Í lokin bætti Louise Fleury við öðru markinu fyrir Paris FC og tryggði liðinu 2-0 sigur og um leið sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Wolfsburg er hins vegar úr leik. Afar svekkjandi niðurstaða fyrir Sveindísi og liðsfélaga hennar en Wolfsburg hefur síðustu tíu árin alltaf að minnsta kosti komist í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Þá hefur liðið í tvígang farið með sigur af hólmi í keppninni, árin 2013 og 2014. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Fleiri fréttir Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Sjá meira
Sveindís Jane Jónsdóttir var ekki í leikmannahópi Wolfsburg í dag en hún hefur átt við meiðsli að stríða. Sveindís lék ekki með Íslandi í landsleikjum fyrr í mánuðinum vegna meiðslanna. Paris FC lenti í 3. sæti frönsku deildarinnar en Wolfsburg varð þýskur meistari á síðustu leiktíð. Þá fór liðið alla leið í úrslit Meistaradeildarinnar þar sem það tapaði 3-2 gegn Barcelona. Fyrri leik liðanna lauk með 3-3 jafntefli í París og einvígið því galopið fyrir leikinn í dag. Paris FC komst í 1-0 í fyrri hálfleik með marki frá Julie Dufour og þrátt fyrir mikla pressu í síðari hálfleiknum tókst Wolfsburg ekki að skora. Liðið fékk meðal annars vítaspyrnu á 61. mínútu en Chiamaka Nnadozie varði frá Dominique Janssen. Einnig fengu þær dauðafæri þegar tæpar tíu mínútur voru eftir en Ewa Pajor skaut framhjá. Two-time winners Wolfsburg are OUT of the 2023/24 Women's Champions League pic.twitter.com/orSGZ3o6s5— OneFootball (@OneFootball) October 18, 2023 Í lokin bætti Louise Fleury við öðru markinu fyrir Paris FC og tryggði liðinu 2-0 sigur og um leið sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Wolfsburg er hins vegar úr leik. Afar svekkjandi niðurstaða fyrir Sveindísi og liðsfélaga hennar en Wolfsburg hefur síðustu tíu árin alltaf að minnsta kosti komist í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Þá hefur liðið í tvígang farið með sigur af hólmi í keppninni, árin 2013 og 2014.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Fleiri fréttir Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Sjá meira