Körfubolti

Mikið lóðaofnæmi hafi komið í veg fyrir frægð og frama

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Blikinn Hrafnkell Freyr Ágústsson fékk að reyna sig við myndagetraun Stefáns Árna Pálssonar og Tómasar Steindórssonar í nýjasta þættinum af Subway Körfuboltakvöldi Extra.
Blikinn Hrafnkell Freyr Ágústsson fékk að reyna sig við myndagetraun Stefáns Árna Pálssonar og Tómasar Steindórssonar í nýjasta þættinum af Subway Körfuboltakvöldi Extra. S2 Sport

Blikinn Hrafnkell Freyr Ágústsson var gestur Stefáns Árna Pálssonar og Tómasar Steindórssonar í nýjasta þættinum af Subway Körfuboltakvöldi Extra þar sem var spáð í spilin fyrir þriðju umferð Subway deildar karla.

Hrafnkell, sem sumir þekkja undir gælunafninu Kötturinn, er Breiðabliksmaður og fylgdist spenntur með Blikaliðinu gera góða hluti framan af á síðustu leiktíð.

Í hverjum þætti fær gestur þáttarins að reyna sig við myndagetraun í boði þáttarstjórnenda.

„Við ætlum að fara í hver er maðurinn. Kötturinn, þú ert í því núna. Bliki, blæðir grænu,“ sagði Stefán Árni Pálsson en verkefni Hrafnkels var að þekkja nokkra vel valda Blika á mynd.

„Hver er þetta,“ spurði Stefán Árni en það má sjá myndirnar af leikmönnunum og hvernig gekk hjá Hrafnkatli hér fyrir neðan.

Hann var í vandræðum með fyrstu myndina. „Hann var í Lindaskóla þessi gæi,“ sagði Hrafnkell en kom manninum ekki fyrir sig. „Ég er blankó,“ sagði Hrafnkell og byrjaði því ekki vel.

„Engar áhyggjur. Blö (Auðunn Blöndal) var með 33 prósent svarnýtingu,“ sagði Stefán og svo var haldið áfram og þá gekk mun betur.

Allt var þetta á léttu nótunum og menn leyfðu sér aðeins að skjóta á menn. „Hann var eiginlega latur með gæði,“ sagði Hrafnkell sem átti ekki erfiðleikum með að segja hver væri maður númer tvö. Hraunar Karl Guðmundsson.

„Hann hefði getað náð miklu hærra með metnaði og elju. Hann var hrikalega góður í körfu,“ sagði Hrafnkell.

„Hann var reyndar að glíma við mjög mikið lóðaofnæmi. Hann var gat ekki ekki farið í líkamsræktarsalinn því hann var með ofnæmi fyrir lóðunum,“ sagði Tómas léttur.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig gekk hjá Hrafnkatli í myndagetrauninni.

Klippa: Myndagetraun Subway Extra: Blikinn Hrafnkell Freyr Ágústsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×